Félagsmálaráðherra vill einfalda bótakerfið Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2017 14:01 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Vilhelm Nefnd sem félagsmála- og jafnréttisráðherra hefur skipað á að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta. Ráðherra segir nefndinni meðal annars ætlað að greina hvar svo kallaðar fátæktargildrur leynist í kerfinu og koma. Að lokinni greiningu nefndarinnar verði haft samráð við hagsmunahópa um breytingar. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, skipaði nefndina í gær og segir að henni sé ætlað að skila tillögum sínum fyrir byrjun desember á þessu ári. Við endurskoðun á kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta á nefndin meðal annars að horft er til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum.Á að reyna að minnka útgjöld ríkissjóðs eða bæta hag þeirra sem fá bætur frá ríkinu?„Það er nú alls enginn útgangspunktur að minnka útgjöld ríkissjóðs. Þvert á móti geri ég nú ráð fyrir að þessar breytingar gætu falið í sér einhvern kostnað. Það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um er eftirfarandi. Við höfum verið gagnrýnd í úttektum í gegnum tíðina að á okkar bótakerfum fyrir það að tilgangur þeirra geti oft á tíðum verið mjög óskýr,“ segir Þorsteinn. Barnabætur og vaxtabætur nái til dæmis töluvert upp tekjustigann. En í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað til þess markmiðs ríkisstjórnarinnar sé að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. „Það sé óljóst til dæmis í tilfelli barnabóta hvort verið sé að hvetja til barneigna eða verið að styðja við tekjulága foreldra. Þess vegna er eitt meginmarkmiðið í þessari vinnu að skoða leiðir til að láta þessi bótakerfi styðja betur við tekjulægstu einstaklingana. Sem raunverulega þurfa þá á mestum stuðningi að halda,“ segir félagsmálaráðherra. Og þá óháð uppruna tekna og eigi það jafnt við um barnabætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðisstuðning og annan stuðning. Sérstaklega skuli horft til þess hvernig áðurnefnd kerfi styðja við einstæða foreldra. Í þessu skyni þurfi að einfalda kerfin og eftir atvikum sameina þau, þannig stuðningurinn verði raunverulegur liður í því að bæta kjör þessa hóps. Þeir sem fá bætur frá hinu opinbera hafa vakið athygli á að þau geti falið í sér alls kyns jaðaráhrif tekjulega séð. „Það er auðvitað alltaf þannig þegar við erum að styðja við tekjulægstu einstaklingana fylgja því jaðaráhrif með hækkandi tekjum. En það er þá mikilvægt að það sé samt sem áður alltaf fyrir hendi hvati til aukinna tekna. Það er að segja að fólk sé ekki að lenda í þeirri stöðu að vera nánast verr statt með hækkandi tekjum. Eins og getur gerst í einstaka tilvikum. Þannig að við munum horfa til jaðaráhrifa þessa kerfis,“ segir Þorsteinn. Hann tekur einnig fram að þegar þessi nefnd hafi lokið störfum undir lok ársins verði hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu til að móta endanlegar tillögur til úrbóta á bótakerfinu. Þá muni nefnd á vegum fjármálaráðherra endurskoða tekjuskattskerfið og gera það með hliðsjón af breytingum á bótakerfinu. Tengdar fréttir Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Horft skal til að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 4. júlí 2017 14:36 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Nefnd sem félagsmála- og jafnréttisráðherra hefur skipað á að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta. Ráðherra segir nefndinni meðal annars ætlað að greina hvar svo kallaðar fátæktargildrur leynist í kerfinu og koma. Að lokinni greiningu nefndarinnar verði haft samráð við hagsmunahópa um breytingar. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, skipaði nefndina í gær og segir að henni sé ætlað að skila tillögum sínum fyrir byrjun desember á þessu ári. Við endurskoðun á kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta á nefndin meðal annars að horft er til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum.Á að reyna að minnka útgjöld ríkissjóðs eða bæta hag þeirra sem fá bætur frá ríkinu?„Það er nú alls enginn útgangspunktur að minnka útgjöld ríkissjóðs. Þvert á móti geri ég nú ráð fyrir að þessar breytingar gætu falið í sér einhvern kostnað. Það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um er eftirfarandi. Við höfum verið gagnrýnd í úttektum í gegnum tíðina að á okkar bótakerfum fyrir það að tilgangur þeirra geti oft á tíðum verið mjög óskýr,“ segir Þorsteinn. Barnabætur og vaxtabætur nái til dæmis töluvert upp tekjustigann. En í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað til þess markmiðs ríkisstjórnarinnar sé að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. „Það sé óljóst til dæmis í tilfelli barnabóta hvort verið sé að hvetja til barneigna eða verið að styðja við tekjulága foreldra. Þess vegna er eitt meginmarkmiðið í þessari vinnu að skoða leiðir til að láta þessi bótakerfi styðja betur við tekjulægstu einstaklingana. Sem raunverulega þurfa þá á mestum stuðningi að halda,“ segir félagsmálaráðherra. Og þá óháð uppruna tekna og eigi það jafnt við um barnabætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðisstuðning og annan stuðning. Sérstaklega skuli horft til þess hvernig áðurnefnd kerfi styðja við einstæða foreldra. Í þessu skyni þurfi að einfalda kerfin og eftir atvikum sameina þau, þannig stuðningurinn verði raunverulegur liður í því að bæta kjör þessa hóps. Þeir sem fá bætur frá hinu opinbera hafa vakið athygli á að þau geti falið í sér alls kyns jaðaráhrif tekjulega séð. „Það er auðvitað alltaf þannig þegar við erum að styðja við tekjulægstu einstaklingana fylgja því jaðaráhrif með hækkandi tekjum. En það er þá mikilvægt að það sé samt sem áður alltaf fyrir hendi hvati til aukinna tekna. Það er að segja að fólk sé ekki að lenda í þeirri stöðu að vera nánast verr statt með hækkandi tekjum. Eins og getur gerst í einstaka tilvikum. Þannig að við munum horfa til jaðaráhrifa þessa kerfis,“ segir Þorsteinn. Hann tekur einnig fram að þegar þessi nefnd hafi lokið störfum undir lok ársins verði hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu til að móta endanlegar tillögur til úrbóta á bótakerfinu. Þá muni nefnd á vegum fjármálaráðherra endurskoða tekjuskattskerfið og gera það með hliðsjón af breytingum á bótakerfinu.
Tengdar fréttir Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Horft skal til að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 4. júlí 2017 14:36 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Horft skal til að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 4. júlí 2017 14:36