Hótelið við skíðaskálann verður minna en upphaflega var áætlað Sæunn Gísladóttir skrifar 5. júlí 2017 06:00 Hótelið við skíðaskálann verður minna en upphaflega var áætlað vísir/pjetur Ekki er lengur stefnt að 210 herbergja hóteli við skíðaskálann í Hveradölum heldur hóteli með undir 150 herbergjum. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem að verkefninu standa, segir minni vöxt í útgjöldum hvers ferðamanns undanfarin misseri ekki hafa spilað þarna inn í. „Nei, það spilaði ekkert inn í þar. Það er af markaðslegum ástæðum. Varðandi lónið breytist það ekki, þarna verður í kringum 8.000 fermetra lón. Það vantar sárlega vatnstengda afþreyingu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins,“ segir Þórir. Framkvæmdir hafa frestast við skíðaskálann í Hveradölum, en upphaflega var stefnt að því að framkvæmdir gætu hafist í vor. „Í vetur var auglýst breyting á deiliskipulagi fyrir allt svæðið og út frá þeirri auglýsingu kom slatti af athugasemdum frá ýmsum fagaðilum og áhugasömum aðilum eins og við var að búast. Skipulagsstofnun sendi þá þessar athugasemdir til okkar og við erum núna þessa dagana að senda inn okkar svör. Það hefur tekið lengri tíma heldur en við áttum von á því að það þurfti að gera þarna ákveðnar mælingar og annað,“ segir Þórir. „Nú vitum við ekki hvernig Skipulagsstofnun tekur í svör okkar en mér finnst þau vel fullnægjandi, ég á von á því að það geti gerst í haust. Við vonumst til að þetta skýrist á haustmánuðum og að þá verði komin framkvæmdaáætlun fyrir verkefnið.“ Áætlað er að verkefnið muni kosta um fimm milljarða króna og að á svæðinu verði fjölbreytt starfsemi. Hér fyrir neðan má sjá teikningar af uppbyggingunni frá því verkefnið var fyrst kynnt haustið 2015. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Ekki er lengur stefnt að 210 herbergja hóteli við skíðaskálann í Hveradölum heldur hóteli með undir 150 herbergjum. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem að verkefninu standa, segir minni vöxt í útgjöldum hvers ferðamanns undanfarin misseri ekki hafa spilað þarna inn í. „Nei, það spilaði ekkert inn í þar. Það er af markaðslegum ástæðum. Varðandi lónið breytist það ekki, þarna verður í kringum 8.000 fermetra lón. Það vantar sárlega vatnstengda afþreyingu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins,“ segir Þórir. Framkvæmdir hafa frestast við skíðaskálann í Hveradölum, en upphaflega var stefnt að því að framkvæmdir gætu hafist í vor. „Í vetur var auglýst breyting á deiliskipulagi fyrir allt svæðið og út frá þeirri auglýsingu kom slatti af athugasemdum frá ýmsum fagaðilum og áhugasömum aðilum eins og við var að búast. Skipulagsstofnun sendi þá þessar athugasemdir til okkar og við erum núna þessa dagana að senda inn okkar svör. Það hefur tekið lengri tíma heldur en við áttum von á því að það þurfti að gera þarna ákveðnar mælingar og annað,“ segir Þórir. „Nú vitum við ekki hvernig Skipulagsstofnun tekur í svör okkar en mér finnst þau vel fullnægjandi, ég á von á því að það geti gerst í haust. Við vonumst til að þetta skýrist á haustmánuðum og að þá verði komin framkvæmdaáætlun fyrir verkefnið.“ Áætlað er að verkefnið muni kosta um fimm milljarða króna og að á svæðinu verði fjölbreytt starfsemi. Hér fyrir neðan má sjá teikningar af uppbyggingunni frá því verkefnið var fyrst kynnt haustið 2015.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira