Covile kom til Stykkishólms eftir áramót og spilaði síðustu átta leiki liðsins í Domino's deildinni í körfubolta. Þar var hann með 24 stig og 10 fráköst að meðaltali í leik.
Þetta tilkynnti Snæfell á Facebook-síðu sinni. „Chris spilaði með Sienna Heights NAIA og Adrian háskólunum NCAA 3 en þar spilaði kappinn fyrst framherja en svo síðar sem bakvörður. Hann hefur því fjölhæfan bakgrunn einsog hann sýndi okkur eftir áramót. Chris er frábær persóna, uppbyggjandi leikmaður sem er duglegur að hvetja samherja sína áfram sem er mjög mikilvægt fyrir ungt og efnilegt lið einsog Snæfell. Körfuknattleiksdeild Snæfells fagnar því að fá þennan sóma pilt aftur til starfa fyrir deildina og hlakkar til samstarfsins á næsta keppnistímabili,“ segir í yfirlýsingunni.
Snæfell féll niður í fyrstu deild í vor eftir að hafa tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu.