Marple-málið: Dómur yfir Hreiðari Má þyngdur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 14:15 Frá dómsuppkvaðningu í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur þyngdi í dag dóm yfir Hreiðari Má Sigurðssyni í Marple-málinu svokallaða, eftir að málið var tekið fyrir öðru sinni. Hæstiréttur hafði vísað málinu í hérað vegna vanhæfis dómara. Hreiðar Már , fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg í átján mánaða fangelsi, og Skúli Þorvaldsson fjárfestir í sex mánaða fangelsi. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð í málinu. Fjórmenningarnir voru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu og grundvallaðist ákæran af þremur ætluðum brotum. Hreiðar og Guðný Arna voru aðallega ákærð fyrir milljarða króna auðgunarbrot og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Þá var Skúli aðallega ákærður fyrir hylmingu, en um var að ræða millifærslur Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg fyrir samtals sex milljarða króna. Þá var sömuleiðis um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefnum af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding upp á samtals 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Kaupverðið var langt yfir markaðsverði samkvæmt ákæru og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Sem fyrr segir var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2015, en þar hlaut Magnús Guðmundsson þyngsta dóminn eða átján mánuði líkt og nú, Hreiðar Már og Skúli voru dæmdir í hálfs árs fangelsi og Guðný Arna sýknuð. Dómurinn var í kjölfarið ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar. Ásgeir sat í stjórn félagsins Gagnsæis, sem berst gegn spillingu, og var talinn vanhæfur meðal annars vegna ummæla sem hann lét falla í grein í Fréttablaðinu og vegna deilinga á samfélagsmiðlum á Facebook og Twitter. Tengdar fréttir Lektor við Háskóla Íslands vanhæfur til að dæma í Marple-málinu Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 15:00 Vanhæfismál kostar tugmilljónir króna Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Marple-málinu var ómerktur í Hæstarétti í gær vegna vanhæfis meðdómara í málinu. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja kostnað við ómerkinguna hlaupa á tugum milljóna. Verjandi eins sakborning 24. febrúar 2017 07:00 Marple-málið: „Þungt að horfa upp á það að umbjóðandi minn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar“ Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar sem er einn af sakborningum í Marple-málinu, fagnar niðurstöðu Hæstaréttar frá því í dag en rétturinn ómerkti þá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda í málinu, Ásgeirs Brynjar Torfasonar, en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 16:27 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur þyngdi í dag dóm yfir Hreiðari Má Sigurðssyni í Marple-málinu svokallaða, eftir að málið var tekið fyrir öðru sinni. Hæstiréttur hafði vísað málinu í hérað vegna vanhæfis dómara. Hreiðar Már , fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg í átján mánaða fangelsi, og Skúli Þorvaldsson fjárfestir í sex mánaða fangelsi. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð í málinu. Fjórmenningarnir voru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu og grundvallaðist ákæran af þremur ætluðum brotum. Hreiðar og Guðný Arna voru aðallega ákærð fyrir milljarða króna auðgunarbrot og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Þá var Skúli aðallega ákærður fyrir hylmingu, en um var að ræða millifærslur Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg fyrir samtals sex milljarða króna. Þá var sömuleiðis um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefnum af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding upp á samtals 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Kaupverðið var langt yfir markaðsverði samkvæmt ákæru og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Sem fyrr segir var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2015, en þar hlaut Magnús Guðmundsson þyngsta dóminn eða átján mánuði líkt og nú, Hreiðar Már og Skúli voru dæmdir í hálfs árs fangelsi og Guðný Arna sýknuð. Dómurinn var í kjölfarið ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar. Ásgeir sat í stjórn félagsins Gagnsæis, sem berst gegn spillingu, og var talinn vanhæfur meðal annars vegna ummæla sem hann lét falla í grein í Fréttablaðinu og vegna deilinga á samfélagsmiðlum á Facebook og Twitter.
Tengdar fréttir Lektor við Háskóla Íslands vanhæfur til að dæma í Marple-málinu Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 15:00 Vanhæfismál kostar tugmilljónir króna Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Marple-málinu var ómerktur í Hæstarétti í gær vegna vanhæfis meðdómara í málinu. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja kostnað við ómerkinguna hlaupa á tugum milljóna. Verjandi eins sakborning 24. febrúar 2017 07:00 Marple-málið: „Þungt að horfa upp á það að umbjóðandi minn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar“ Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar sem er einn af sakborningum í Marple-málinu, fagnar niðurstöðu Hæstaréttar frá því í dag en rétturinn ómerkti þá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda í málinu, Ásgeirs Brynjar Torfasonar, en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 16:27 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Lektor við Háskóla Íslands vanhæfur til að dæma í Marple-málinu Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 15:00
Vanhæfismál kostar tugmilljónir króna Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Marple-málinu var ómerktur í Hæstarétti í gær vegna vanhæfis meðdómara í málinu. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja kostnað við ómerkinguna hlaupa á tugum milljóna. Verjandi eins sakborning 24. febrúar 2017 07:00
Marple-málið: „Þungt að horfa upp á það að umbjóðandi minn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar“ Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar sem er einn af sakborningum í Marple-málinu, fagnar niðurstöðu Hæstaréttar frá því í dag en rétturinn ómerkti þá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda í málinu, Ásgeirs Brynjar Torfasonar, en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 16:27