Þrívíddarprentaðir skór og hljómsveit í vatni Ritstjórn skrifar 4. júlí 2017 09:45 Glamour/Getty Þrívíddarprentaðir skór, hljómsveit ofan í vatni og kjólar mótaðir úr vír voru allt partur af frumlegri sýningu Iris van Herpen í gærkvöldi. Iris er hollenskur fatahönnuður og er aðeins 33 ára gömul. Sumir kjólanna gætu sómað sér vel í kvikmynda- og leikhúsum og gætum við séð þá fyrir okkur sem fallega kven-ofurhetjubúninga. ,,Þetta hefur verið algjör tilfinningarússibani fyrir mig, og mig langaði að geta deilt því með áhorfendum," sagði Iris eftir sýninguna. Það hefur heldur betur gengið hjá henni, því sýningin þótti drungaleg, sérstök en falleg. Fólkið í vatnstönkunum er síðan danska hljómsveitin Between Music, og er þetta partur af tónlistarverkefni þeirra sem heitir Aquasonic. Iris er gjarnan þekkt fyrir að vera einu skrefi á undan þegar kemur að því að sameina tísku og vísindi, og í gær sannaði hún það vel. Mest lesið Armani hannar nýja kvenfatalínu Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Kim hefur engan áhuga að halda uppi gamla lífstílnum Glamour Naglatrend: Grafísk munstur á neglur Glamour Topshop hefur sölu á brúðarkjólum Glamour Steldu stílnum fyrir verslunarmannahelgina Glamour Meðvituð tískudrottning Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour
Þrívíddarprentaðir skór, hljómsveit ofan í vatni og kjólar mótaðir úr vír voru allt partur af frumlegri sýningu Iris van Herpen í gærkvöldi. Iris er hollenskur fatahönnuður og er aðeins 33 ára gömul. Sumir kjólanna gætu sómað sér vel í kvikmynda- og leikhúsum og gætum við séð þá fyrir okkur sem fallega kven-ofurhetjubúninga. ,,Þetta hefur verið algjör tilfinningarússibani fyrir mig, og mig langaði að geta deilt því með áhorfendum," sagði Iris eftir sýninguna. Það hefur heldur betur gengið hjá henni, því sýningin þótti drungaleg, sérstök en falleg. Fólkið í vatnstönkunum er síðan danska hljómsveitin Between Music, og er þetta partur af tónlistarverkefni þeirra sem heitir Aquasonic. Iris er gjarnan þekkt fyrir að vera einu skrefi á undan þegar kemur að því að sameina tísku og vísindi, og í gær sannaði hún það vel.
Mest lesið Armani hannar nýja kvenfatalínu Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Kim hefur engan áhuga að halda uppi gamla lífstílnum Glamour Naglatrend: Grafísk munstur á neglur Glamour Topshop hefur sölu á brúðarkjólum Glamour Steldu stílnum fyrir verslunarmannahelgina Glamour Meðvituð tískudrottning Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour