Andri gagnrýndi Söndru Maríu Jessen, framherja Þórs/KA, fyrir að „læka“ tíst þar sem gagnrýnt er að markvörður Þórs/KA hafi ekki verið valin í landsliðið heldur hafi markvörður Breiðabliks verið valin. Sandra er í landsliðinu rétt eins og markvörður Blika.
„Frábært hjá Söndru Jessen að læka þetta tweet. Verandi sjálf í hópnum með Sonný. #heilalaus“ skrifaði Andri Rúnar á Twitter og Sandra svaraði honum.

Andri viðurkenndi síðar í kvöld að hafa gengið of langt er hann kallaði Söndru heilalausa. Hann hefur nú eytt tístinu.
Markahrókurinn gerði svo gott betur með því að biðjast afsökunar á þessu orðalagi. Hann viðurkenndi að hafa farið yfir strikið með því.
Unnusta Andra, Rakel Hönnudóttir, spilar með Blikum en Blikar urðu að sætta sig við sárt tap gegn Þór/KA fyrr í dag.
Ég fór yfir strikið með hashtaginu. Biðst afsökunar á því.
— Andri Bjarnason (@Andrirunar) July 2, 2017