Hinn skemmtilegi leikmaður meistara Golden State Warriors, Andre Iguodala, var með lausan samning eftir tímabilið en það lítur út fyrir að hann verði samt áfram hjá meisturunum.
Leikmaðurinn skrifaði á Twitter í gær að hans heimildir hermdu að hann yrði áfram í flóanum. Léttur á því.
Heimildir ESPN herma að hann hafi samþykkt þriggja ára tilboð frá Warriors sem færir honum 48 milljónir dollara í laun. Það eru tæpir 5 milljarðar íslenskra króna.
Iguodala hefur verið sjötti maður liðsins en skilað frábærri frammistöðu og er einn besti sjötti maður deildarinnar.
Hann er með 7,4 stig, 3,7 fráköst og 1,1 stolin bolta að meðaltali í leik á tæpum 27 mínútum.
Leikmaðurinn hafði hitt forráðamenn San Antonio, Sacramento, Houston og LA Lakers en vill vera áfram hjá Warriors.
Iguodala verður áfram hjá Warriors
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn
