Nýr valkostur í lífeyrissparnaði frá og með deginum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2017 20:00 Launafólk á almennum vinnumarkaði getur frá og með deginum í dag ráðstafað auknu mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrisgreiðslum í séreignasjóð hjá sínum lífeyrissjóði. En á næsta ári lýkur jöfnun lífeyrisréttinda á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Lífeyrissparnaður fólks er settur saman úr eigin framlagi þess og mótframlagi atvinnurekenda. Árið 2015 greiddi launafólk á almennum markaði fjögur prósent af launum í lífeyrissjóði en mótframlag vinnuveitenda var átta prósent. Í kjarasamningum í byrjun síðasta árs var ákveðið að hækka mótframlag atvinnurekenda í þremur skrefum um 3,5 prósentustig þannig að heildargreiðsla vegna launafólks á almenna markaðnum yrði sú sama og hjá hinu opinbera.Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands.Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands segir að þannig hafi mótframlagið farið úr átta prósentum í 8,5 prósent í fyrra og frá með deginum í dag fari það í tíu prósent. Síðasta skrefið verði svo tekið á næsta ári þegar mótframlag atvinnurekenda verði 11,5 prósent. Og þá núna 1. júli standa sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum frami fyrir nýu vali? „Já, það er hin stóra breytingin sem er að taka gildi núna frá og með 1. júlí í ár. Sjóðfélagar hafa núna aukið val um það hvernig þeir ráðstafa þessu viðbótariðgjaldi, þessum 3,5 prósentum sem þetta verður orðið eftir ár,“ segir Henný. Allir þeir sem greiða í lífeyrissjóð og vilja ráðstaða nú þegar tveimur prósentum og allt upp í 3,5 prósentum eftir ár í séreign hjá lífeyrissjóði, verða að hafa samband við sinn lífeyrissjóð í þessum mánuði og gera samning um það. Lífeyrissparnaður fólks er settur saman úr eigin framlagi þess og mótframlagi atvinnurekenda.Grafík/Stöð 2„Þannig að nú er mikilvægt að hver og einn sjóðfélagi setji sig inn í málið og taki upplýsta ákvörðun um það hvernig hann vill ráðstafa framlaginu. Í raun og veru hvernig hann vill að tryggingavernd hans hjá lífeyrissjóðnum sé samsett,“ segir Henný. Þetta er nýtt úrræði, sem ýmist getur aukið almennan lífeyrisrétt eða myndað séreign.En þessi hluti, ef fólk ákveður að setja hann í séreignarhlutann, getur það leyst hann út hvenær? „Það getur leyst hann út fimm árum fyrir almennan lífeyristökualdur er gert ráð fyrir. Sem er þá sextíu og tveggja ára í dag. Það er mikilvægt að taka það líka fram að þetta er annað en þesi hefðbundni séreignarsparnaður sem við þekkjum í kerfinu nú þegar. Þetta er í raun nýr valkostur sem hefur verið kallaður tilgreind séreign,“ segir Henný Hinz. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Launafólk á almennum vinnumarkaði getur frá og með deginum í dag ráðstafað auknu mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrisgreiðslum í séreignasjóð hjá sínum lífeyrissjóði. En á næsta ári lýkur jöfnun lífeyrisréttinda á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Lífeyrissparnaður fólks er settur saman úr eigin framlagi þess og mótframlagi atvinnurekenda. Árið 2015 greiddi launafólk á almennum markaði fjögur prósent af launum í lífeyrissjóði en mótframlag vinnuveitenda var átta prósent. Í kjarasamningum í byrjun síðasta árs var ákveðið að hækka mótframlag atvinnurekenda í þremur skrefum um 3,5 prósentustig þannig að heildargreiðsla vegna launafólks á almenna markaðnum yrði sú sama og hjá hinu opinbera.Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands.Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands segir að þannig hafi mótframlagið farið úr átta prósentum í 8,5 prósent í fyrra og frá með deginum í dag fari það í tíu prósent. Síðasta skrefið verði svo tekið á næsta ári þegar mótframlag atvinnurekenda verði 11,5 prósent. Og þá núna 1. júli standa sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum frami fyrir nýu vali? „Já, það er hin stóra breytingin sem er að taka gildi núna frá og með 1. júlí í ár. Sjóðfélagar hafa núna aukið val um það hvernig þeir ráðstafa þessu viðbótariðgjaldi, þessum 3,5 prósentum sem þetta verður orðið eftir ár,“ segir Henný. Allir þeir sem greiða í lífeyrissjóð og vilja ráðstaða nú þegar tveimur prósentum og allt upp í 3,5 prósentum eftir ár í séreign hjá lífeyrissjóði, verða að hafa samband við sinn lífeyrissjóð í þessum mánuði og gera samning um það. Lífeyrissparnaður fólks er settur saman úr eigin framlagi þess og mótframlagi atvinnurekenda.Grafík/Stöð 2„Þannig að nú er mikilvægt að hver og einn sjóðfélagi setji sig inn í málið og taki upplýsta ákvörðun um það hvernig hann vill ráðstafa framlaginu. Í raun og veru hvernig hann vill að tryggingavernd hans hjá lífeyrissjóðnum sé samsett,“ segir Henný. Þetta er nýtt úrræði, sem ýmist getur aukið almennan lífeyrisrétt eða myndað séreign.En þessi hluti, ef fólk ákveður að setja hann í séreignarhlutann, getur það leyst hann út hvenær? „Það getur leyst hann út fimm árum fyrir almennan lífeyristökualdur er gert ráð fyrir. Sem er þá sextíu og tveggja ára í dag. Það er mikilvægt að taka það líka fram að þetta er annað en þesi hefðbundni séreignarsparnaður sem við þekkjum í kerfinu nú þegar. Þetta er í raun nýr valkostur sem hefur verið kallaður tilgreind séreign,“ segir Henný Hinz.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira