Píratinn Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 1. júlí 2017 07:00 Pírati og manneskja úti í bæ tóku tal saman: Jæja, þetta er nú alveg ágætt land sem við búum í. Pírati: „HÉR VARÐ HRUUUN. ÞETTA ER ÖMURLEGT LAND.“ Já, en það hefur gengið mjög vel hjá okkur, lífskjörin aldrei betri, skuldir lækka og launin hækka, þannig að?… Pírati: „ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA, ÞETTA ER VERSTA LAND Í HEIMI.“ Jú, það er að marka, ertu ekki búinn að sjá allar þessar alþjóðlegu kannanir sem sýna að við erum í fremstu röð. Pírati: „HRUUN, OG ÞETTA ÚTLENSKA LIÐ ER ALLT SPILLT, ÉG MEINA HVER LÆTUR ÞAU HAFA GÖGNIN, HA, BJARNI BEN?“ Þetta eru alþjóðlegar stofnanir og ég er viss um að?… Pírati: „VISS, PISS, ÞAÐ ER MESTA FÁTÆKT Í HEIMI HÉRNA OG MESTA ÓRÉTTLÆTI Í ÖLLU OG MESTA SPILLING.“ Bíddu nú við, þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það er einna minnsti launamunur í heimi hérna á Íslandi. Pírati: „HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÉG MEINA , ÞAÐ VARÐ HRUUUN!“ Þú ert búinn að segja það, rannsóknirnar sýna að það er mjög mikið jafnrétti hérna á Íslandi og staða kvenna í samfélaginu er hvað best hérna og?… Pírati: „ÉG HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÞETTA ER SVO ÖÖÖMURLEGT ÞJÓÐFÉLAG OG ÞÚ ERT AUÐVALDSLÚÐUR.“ Heyrðu, allar þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það gengur vel hérna, ekkert atvinnuleysi, launin hækka og hækka, ríkissjóðurinn með afgang, fólkið borgar niður skuldir, mikill jöfnuður og þú tekur ekkert mark á þessu, ókei, það er ekki allt fullkomið hérna en finnst þér þetta vera málefnalegt hjá þér? Pírati: „MÉR LÍÐUR SVONA – HRUUUUUUN.“ Svona, svona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun
Pírati og manneskja úti í bæ tóku tal saman: Jæja, þetta er nú alveg ágætt land sem við búum í. Pírati: „HÉR VARÐ HRUUUN. ÞETTA ER ÖMURLEGT LAND.“ Já, en það hefur gengið mjög vel hjá okkur, lífskjörin aldrei betri, skuldir lækka og launin hækka, þannig að?… Pírati: „ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA, ÞETTA ER VERSTA LAND Í HEIMI.“ Jú, það er að marka, ertu ekki búinn að sjá allar þessar alþjóðlegu kannanir sem sýna að við erum í fremstu röð. Pírati: „HRUUN, OG ÞETTA ÚTLENSKA LIÐ ER ALLT SPILLT, ÉG MEINA HVER LÆTUR ÞAU HAFA GÖGNIN, HA, BJARNI BEN?“ Þetta eru alþjóðlegar stofnanir og ég er viss um að?… Pírati: „VISS, PISS, ÞAÐ ER MESTA FÁTÆKT Í HEIMI HÉRNA OG MESTA ÓRÉTTLÆTI Í ÖLLU OG MESTA SPILLING.“ Bíddu nú við, þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það er einna minnsti launamunur í heimi hérna á Íslandi. Pírati: „HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÉG MEINA , ÞAÐ VARÐ HRUUUN!“ Þú ert búinn að segja það, rannsóknirnar sýna að það er mjög mikið jafnrétti hérna á Íslandi og staða kvenna í samfélaginu er hvað best hérna og?… Pírati: „ÉG HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÞETTA ER SVO ÖÖÖMURLEGT ÞJÓÐFÉLAG OG ÞÚ ERT AUÐVALDSLÚÐUR.“ Heyrðu, allar þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það gengur vel hérna, ekkert atvinnuleysi, launin hækka og hækka, ríkissjóðurinn með afgang, fólkið borgar niður skuldir, mikill jöfnuður og þú tekur ekkert mark á þessu, ókei, það er ekki allt fullkomið hérna en finnst þér þetta vera málefnalegt hjá þér? Pírati: „MÉR LÍÐUR SVONA – HRUUUUUUN.“ Svona, svona.