Þórarinn Ingi um dýfurnar: Það þarf stundum að beita brögðum í þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2017 17:30 Þórarinn Ingi Valdimarsson. Vísir/Stefán Þórarinn Ingi Valdimarsson og félagar hans í FH unnu í gær gríðarlega mikilvægan sigur í Færeyjum sem tryggði FH sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Eftir leikinn hefur FH-liðið verið gagnrýnt fyrir leikræna tilburði. Þórarinn Ingi skoraði seinna mark FH-liðsins á lokamínútunni í 2-0 sigri en fyrra markið skoraði Steven Lennon úr víti á 78. mínútu. Bæði mörkin komu í lokin þegar Víkingur úr Götu var að fara áfram á marki sínu í 1-1 jafntefli í Kaplakrika í fyrri leiknum. Þórarinn Ingi var gestur Hjartar Hjartasonar í Akraborginni í dag og ræddi meðal annars um leikaraskap FH-inga í þessum leik í Þórshöfn í gær. „Þetta var mjög þægilegt þegar við flugum út eða bara eins og að fljúga til Akureyrar. Heimleiðin var aðeins erfiðari. Við þurfum bara að kyngja því. Þetta er ekki eins og best verður á kosið en við verðum bara að sætta okkur við þetta og vinna úr því,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson í Akraborginni en hann var þá staddur í Kaupmannahöfn á leiðinni frá Færeyjum til Íslands. FH þurfti að fljúga fyrst til Danmerkur, í vitlausa átt, til að komast heim. „Leikurinn í gær var svipaður og fyrri leikurinn. Við vorum meira með boltann og þeir lágu til baka og biðu eftir því að beita skyndisóknum á móti okkur. Við náðum að skapa okkur helling af færum áður en við brutum ísinn. Boltinn fór ekki inn fyrr en í lokin,“ sagði Þórarinn Ingi „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við sáum það í fyrri leiknum þegar við vorum að skapa okkur færi að við áttum góða möguleika. Þeirra lið er vel skipulagt en ég tel okkur vera með betra fótboltalið,“ sagði Þórarinn Ingi. Það er búið að vera bras á FH-liðinu í sumar og sjálfstraustið því örugglega ekki eins og það hefur verið undanfarin ár. „Það hefur ekki gengið sem skildi í deildinni en þessir Evrópuleikir eru leikir sem allir vilja spila. Við lögðum mikið á okkur í fyrra til að fá að spila þessa leiki. Það var því um að gera að kúpla sig frá hinu og njóta þess að spila. Við reynum síðan að taka það jákvæða með inn í deildina,“ sagði Þórarinn Ingi. Sigurinn í gær færði knattspyrnudeild FH í kringum 70 til 80 milljónir króna. „Við vitum að það er hellingur af peningum í Meistaradeildinni og við gerðum það sem við gátum til að skila þeim heim,“ sagði Þórarinn Ingi Hjörtur spurði Þórarinn Inga út dýfur FH-inga í þessum leik. FH-ingar voru duglegir að fara niður í grasið þegar Færeyingarnir voru að ýta við þeim. „Þeir voru búnir að vera að gefa okkur olnbogakot. Við vorum ekki búnir að vera að henda okkur niður en þegar við fengum þetta víti og eitt rautt spjald fór á loft þá sáum við von um að dómarinn myndi flagga fleirum. Það átti að vera rautt spjald þegar hann slær Pétur Viðars á miðjunni. Hann dæmir á það en gefur honum bara gult sem mér finnst ótrúlegt,“ sagði Þórarinn Ingi. „Það þarf að beita brögðum stundum í þessu til að fá smá ávinning,“ sagði Þórarinn Ingi en voru þeir að fara of auðveldlega niður. „Þú græðir yfirleitt ekkert á því að standa í fæturna. Því miður. Maður græðir ekkert á því þegar eitthvað svona er gert við mann og því um að gera að láta sig falla niður og sjá hvað gerist,“ sagði Þórarinn Ingi en það má hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrrverandi formenn fordæma framgöngu FH í Færeyjum Jóhannes Gunnarsson og Ólafur Arnarsson sammála um meintan leikaraskap FH-inga í Evrópuleik. 19. júlí 2017 16:10 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Þórarinn Ingi Valdimarsson og félagar hans í FH unnu í gær gríðarlega mikilvægan sigur í Færeyjum sem tryggði FH sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Eftir leikinn hefur FH-liðið verið gagnrýnt fyrir leikræna tilburði. Þórarinn Ingi skoraði seinna mark FH-liðsins á lokamínútunni í 2-0 sigri en fyrra markið skoraði Steven Lennon úr víti á 78. mínútu. Bæði mörkin komu í lokin þegar Víkingur úr Götu var að fara áfram á marki sínu í 1-1 jafntefli í Kaplakrika í fyrri leiknum. Þórarinn Ingi var gestur Hjartar Hjartasonar í Akraborginni í dag og ræddi meðal annars um leikaraskap FH-inga í þessum leik í Þórshöfn í gær. „Þetta var mjög þægilegt þegar við flugum út eða bara eins og að fljúga til Akureyrar. Heimleiðin var aðeins erfiðari. Við þurfum bara að kyngja því. Þetta er ekki eins og best verður á kosið en við verðum bara að sætta okkur við þetta og vinna úr því,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson í Akraborginni en hann var þá staddur í Kaupmannahöfn á leiðinni frá Færeyjum til Íslands. FH þurfti að fljúga fyrst til Danmerkur, í vitlausa átt, til að komast heim. „Leikurinn í gær var svipaður og fyrri leikurinn. Við vorum meira með boltann og þeir lágu til baka og biðu eftir því að beita skyndisóknum á móti okkur. Við náðum að skapa okkur helling af færum áður en við brutum ísinn. Boltinn fór ekki inn fyrr en í lokin,“ sagði Þórarinn Ingi „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við sáum það í fyrri leiknum þegar við vorum að skapa okkur færi að við áttum góða möguleika. Þeirra lið er vel skipulagt en ég tel okkur vera með betra fótboltalið,“ sagði Þórarinn Ingi. Það er búið að vera bras á FH-liðinu í sumar og sjálfstraustið því örugglega ekki eins og það hefur verið undanfarin ár. „Það hefur ekki gengið sem skildi í deildinni en þessir Evrópuleikir eru leikir sem allir vilja spila. Við lögðum mikið á okkur í fyrra til að fá að spila þessa leiki. Það var því um að gera að kúpla sig frá hinu og njóta þess að spila. Við reynum síðan að taka það jákvæða með inn í deildina,“ sagði Þórarinn Ingi. Sigurinn í gær færði knattspyrnudeild FH í kringum 70 til 80 milljónir króna. „Við vitum að það er hellingur af peningum í Meistaradeildinni og við gerðum það sem við gátum til að skila þeim heim,“ sagði Þórarinn Ingi Hjörtur spurði Þórarinn Inga út dýfur FH-inga í þessum leik. FH-ingar voru duglegir að fara niður í grasið þegar Færeyingarnir voru að ýta við þeim. „Þeir voru búnir að vera að gefa okkur olnbogakot. Við vorum ekki búnir að vera að henda okkur niður en þegar við fengum þetta víti og eitt rautt spjald fór á loft þá sáum við von um að dómarinn myndi flagga fleirum. Það átti að vera rautt spjald þegar hann slær Pétur Viðars á miðjunni. Hann dæmir á það en gefur honum bara gult sem mér finnst ótrúlegt,“ sagði Þórarinn Ingi. „Það þarf að beita brögðum stundum í þessu til að fá smá ávinning,“ sagði Þórarinn Ingi en voru þeir að fara of auðveldlega niður. „Þú græðir yfirleitt ekkert á því að standa í fæturna. Því miður. Maður græðir ekkert á því þegar eitthvað svona er gert við mann og því um að gera að láta sig falla niður og sjá hvað gerist,“ sagði Þórarinn Ingi en það má hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrrverandi formenn fordæma framgöngu FH í Færeyjum Jóhannes Gunnarsson og Ólafur Arnarsson sammála um meintan leikaraskap FH-inga í Evrópuleik. 19. júlí 2017 16:10 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Fyrrverandi formenn fordæma framgöngu FH í Færeyjum Jóhannes Gunnarsson og Ólafur Arnarsson sammála um meintan leikaraskap FH-inga í Evrópuleik. 19. júlí 2017 16:10