Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2017 09:30 María spilaði á miðjunni gegn Hollandi og stóð fyrir sínu. vísir/getty María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. María glímdi lengi við erfið meiðsli en sneri aftur á völlinn fyrr á þessu ári og er nú komin á stærsta sviðið. „Ég var með tárin í augunum áður en leikurinn hófst. Síðustu ár hafa verið erfið,“ sagði María í samtali við Dagbladet. María var í byrjunarliði Noregs og spilaði á miðjunni en ekki í vörninni eins og vanalega. Hún átti góðan leik og fékk hrós frá landsliðsþjálfaranum Martin Sjögren eftir leikinn sem Noregur tapaði 1-0.Feðginin Þórir og María.vísir/ernirValdi handboltann María er sem kunngt er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. María æfði lengi handbolta og litlu munaði að hún hefði endað í þeirri íþrótt. „Ég valdi reyndar handboltann og hætti í fótboltanum eftir HM U-20 ára í Japan 2012. Síðan flutti ég til Stabæk og spilaði handbolta í tvö ár áður en ég meiddist á hné. Seinna árið saknaði ég fótboltans og sneri aftur á fótboltavöllinn sumarið 2014,“ sagði María sem var í norska landsliðshópnum á HM 2015 í Kanada. En hefði hún komist í fremstu röð í handboltanum? „Það er erfitt að komast í landsliðið en ég væri sennilega í handbolta núna en ekki á EM í fótbolta ef ekki hefði verið fyrir meiðslin. Þetta er tilviljun,“ sagði María.María og stöllur hennar í norska landsliðinu þurftu að sætta sig við tap fyrir því hollenska á sunnudaginn.vísir/gettyEitt skref fram og tíu aftur Hún var frá í eitt og hálft ár vegna erfiðra meiðsla sem hún varð fyrir í leik Klepp og Avaldsnes í ágúst 2015. „Ég vissi ekki hvort ég kæmi nokkurn tímann til baka. Óvissan var verst. Ég tók eitt skref fram á við og svo tíu aftur á bak. En ég kom sterkari út úr þessu, bæði andlega og líkamlega. Þetta styrkti mig,“ sagði María sem lýsti svo tilfinningunum fyrir leikinn gegn Hollandi. „Þegar ég var í göngunum hugsaði ég að þetta væri gjöf af himnum eftir allt sem ég hef gengið í gegnum. Ég fékk tár í augun. Það var frábært að byrja leik á EM eftir erfiða tíma,“ sagði María sem verður væntanlega í eldlínunni þegar Noregur mætir Belgíu á morgun.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, spilar sinn fyrsta deildarleik síðan 2015 þegar norska úrvalsdeildin fer af stað síðar í apríl. 5. apríl 2017 15:00 Maríu Þórisdóttur bauðst að spila fyrir Ísland María Þórisdóttir ætlar að vinna sér sæti í norska fótboltalandsliðinu á nýjan leik. 28. desember 2016 21:15 María í norska EM-hópnum María Þórisdóttir er í norska landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 28. júní 2017 12:34 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 María Þóris komin aftur í norska landsliðið í fótbolta Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er í nýjasta landsliðshópi norska kvennalandsliðsins í fótbolta en nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta hóp. 4. janúar 2017 18:30 María lék allan leikinn í tapi gegn gestgjöfunum | Myndir María Þórisdóttir lék allan leikinn en gat ekki komið í veg fyrir tap Noregs í opnunarleik EM kvenna þar sem gestgjafar Hollands unnu 1-0 sigur eftir sigurmark Shanice van de Sanden, framherja Liverpool. 16. júlí 2017 17:45 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. María glímdi lengi við erfið meiðsli en sneri aftur á völlinn fyrr á þessu ári og er nú komin á stærsta sviðið. „Ég var með tárin í augunum áður en leikurinn hófst. Síðustu ár hafa verið erfið,“ sagði María í samtali við Dagbladet. María var í byrjunarliði Noregs og spilaði á miðjunni en ekki í vörninni eins og vanalega. Hún átti góðan leik og fékk hrós frá landsliðsþjálfaranum Martin Sjögren eftir leikinn sem Noregur tapaði 1-0.Feðginin Þórir og María.vísir/ernirValdi handboltann María er sem kunngt er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. María æfði lengi handbolta og litlu munaði að hún hefði endað í þeirri íþrótt. „Ég valdi reyndar handboltann og hætti í fótboltanum eftir HM U-20 ára í Japan 2012. Síðan flutti ég til Stabæk og spilaði handbolta í tvö ár áður en ég meiddist á hné. Seinna árið saknaði ég fótboltans og sneri aftur á fótboltavöllinn sumarið 2014,“ sagði María sem var í norska landsliðshópnum á HM 2015 í Kanada. En hefði hún komist í fremstu röð í handboltanum? „Það er erfitt að komast í landsliðið en ég væri sennilega í handbolta núna en ekki á EM í fótbolta ef ekki hefði verið fyrir meiðslin. Þetta er tilviljun,“ sagði María.María og stöllur hennar í norska landsliðinu þurftu að sætta sig við tap fyrir því hollenska á sunnudaginn.vísir/gettyEitt skref fram og tíu aftur Hún var frá í eitt og hálft ár vegna erfiðra meiðsla sem hún varð fyrir í leik Klepp og Avaldsnes í ágúst 2015. „Ég vissi ekki hvort ég kæmi nokkurn tímann til baka. Óvissan var verst. Ég tók eitt skref fram á við og svo tíu aftur á bak. En ég kom sterkari út úr þessu, bæði andlega og líkamlega. Þetta styrkti mig,“ sagði María sem lýsti svo tilfinningunum fyrir leikinn gegn Hollandi. „Þegar ég var í göngunum hugsaði ég að þetta væri gjöf af himnum eftir allt sem ég hef gengið í gegnum. Ég fékk tár í augun. Það var frábært að byrja leik á EM eftir erfiða tíma,“ sagði María sem verður væntanlega í eldlínunni þegar Noregur mætir Belgíu á morgun.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, spilar sinn fyrsta deildarleik síðan 2015 þegar norska úrvalsdeildin fer af stað síðar í apríl. 5. apríl 2017 15:00 Maríu Þórisdóttur bauðst að spila fyrir Ísland María Þórisdóttir ætlar að vinna sér sæti í norska fótboltalandsliðinu á nýjan leik. 28. desember 2016 21:15 María í norska EM-hópnum María Þórisdóttir er í norska landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 28. júní 2017 12:34 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 María Þóris komin aftur í norska landsliðið í fótbolta Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er í nýjasta landsliðshópi norska kvennalandsliðsins í fótbolta en nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta hóp. 4. janúar 2017 18:30 María lék allan leikinn í tapi gegn gestgjöfunum | Myndir María Þórisdóttir lék allan leikinn en gat ekki komið í veg fyrir tap Noregs í opnunarleik EM kvenna þar sem gestgjafar Hollands unnu 1-0 sigur eftir sigurmark Shanice van de Sanden, framherja Liverpool. 16. júlí 2017 17:45 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, spilar sinn fyrsta deildarleik síðan 2015 þegar norska úrvalsdeildin fer af stað síðar í apríl. 5. apríl 2017 15:00
Maríu Þórisdóttur bauðst að spila fyrir Ísland María Þórisdóttir ætlar að vinna sér sæti í norska fótboltalandsliðinu á nýjan leik. 28. desember 2016 21:15
María í norska EM-hópnum María Þórisdóttir er í norska landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 28. júní 2017 12:34
Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00
María Þóris komin aftur í norska landsliðið í fótbolta Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er í nýjasta landsliðshópi norska kvennalandsliðsins í fótbolta en nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta hóp. 4. janúar 2017 18:30
María lék allan leikinn í tapi gegn gestgjöfunum | Myndir María Þórisdóttir lék allan leikinn en gat ekki komið í veg fyrir tap Noregs í opnunarleik EM kvenna þar sem gestgjafar Hollands unnu 1-0 sigur eftir sigurmark Shanice van de Sanden, framherja Liverpool. 16. júlí 2017 17:45