Fótbolti

Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg

Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar
Stelpurnar okkar einbeittar á æfingunni í dag að bíða eftir að boltinn komi niður úr loftinu.
Stelpurnar okkar einbeittar á æfingunni í dag að bíða eftir að boltinn komi niður úr loftinu. Vísir/Vilhelm
Síðustu æfingu íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Frakklandi á EM á morgun er lokið. Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn en stelpurnar teygðu á vöðvunum, fóru í reitarbolta og annað á léttum nótum.

Æfingin fór fram á keppnisleikvanginum í Tilburg sem kenndur er við Willem annan Hollandskonung.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var með vélina á lofti og myndaði stelpurnar.


 

Stelpurnar virkuðu einbeittar en þó var vel hlegið inn á milli.Vísir/Vilhelm
Anna Björk Kristjánsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrir miðju, teygja á í upphafi æfingarinnar.Vísir/Vilhelm
Stelpurnar í reit á æfingunni, Elín Metta inni í.vísir/Vilhelm
Fyrirliðinn Sara Björk með bros á vör að reyna að ná til boltans.Vísir/Vilhelm
Hólmfríður skallar en hún skoraði einmitt með skalla gegn Frökkum á EM í Finnlandi fyrir átta árum.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×