Mál skólastjórans fellt niður: „Búið að reyna gríðarlega mikið á alla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. júlí 2017 17:54 Margrét Pála Ólafsdóttir, forsvarsmaður Hjallastefnunnar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mál skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, sem var til skoðunar hjá barnaverndarnefnd vegna ásakana um ofbeldi gegn barni, hefur verið fellt niður. Mál starfsmanns skólans, sem einnig var grunaður um ofbeldi, er enn í vinnslu. RÚV greindi fyrst frá. Þetta staðfestir Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, í samtali við Vísi. Skólastjórinn mun mæta aftur til starfa eftir sumarfrí. „Því máli er lokið og það reyndist vera að ekkert hafi verið athugavert við störf skólastjóra með tilteknu barni. Hún mætir vitaskuld aftur til vinnu. Hún hafði áður en þetta varð tekið ákvörðun um að vera eingöngu í kennslu næsta vetur enda er hún í hópi okkar bestu og reyndustu kennara og kemur vitaskuld aftur til starfa,“ segir Margrét Pála. Heimildir fréttastofu hermdu að skólastjórinn hefði verið sakaður um að hafa setið ofan á einum dreng í nokkurn tíma. Hitt málið, mál starfsmannsins, er nokkuð stærra en sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Ekki er vitað hvenær niðurstaðna úr hans máli er að vænta. Aðspurð segir Margrét Pála að hann muni ekki koma aftur til starfa nema ásakanir í hans garð verði hreinsaðar.Hætta á að fólk felli sjálft dóma Margrét Pála segir málin tvö hafa tekið á marga. „Þetta er búið að reyna gríðarlega mikið á alla - allt starfsfólk, foreldra, börn og Hjallastefnuna í heild. Og miklu meira en gerist venjulega þegar tilkynnt er til barnaverndar vegna þess að málin rötuðu í fjölmiðla áður en þau voru skoðuð. Þá er alltaf hætta á að fólk felli dóm áður en niðurstaða liggur fyrir.“ Hún tekur fram að tilkynningar til barnaverndarnefndar hlaupi á þúsundum árlega, og að nefndin þurfi ráðrúm til þess að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. „Við þurfum kannski öll að æfa okkur í þeirri tilhugsun að Barnaverndarnefnd eigi ekki að vera þessi gamla grýla heldur sjálfsagður aðili, alltaf ef einhver vill skoða eitthvað í aðbúnaði barna.“ Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Mál skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, sem var til skoðunar hjá barnaverndarnefnd vegna ásakana um ofbeldi gegn barni, hefur verið fellt niður. Mál starfsmanns skólans, sem einnig var grunaður um ofbeldi, er enn í vinnslu. RÚV greindi fyrst frá. Þetta staðfestir Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, í samtali við Vísi. Skólastjórinn mun mæta aftur til starfa eftir sumarfrí. „Því máli er lokið og það reyndist vera að ekkert hafi verið athugavert við störf skólastjóra með tilteknu barni. Hún mætir vitaskuld aftur til vinnu. Hún hafði áður en þetta varð tekið ákvörðun um að vera eingöngu í kennslu næsta vetur enda er hún í hópi okkar bestu og reyndustu kennara og kemur vitaskuld aftur til starfa,“ segir Margrét Pála. Heimildir fréttastofu hermdu að skólastjórinn hefði verið sakaður um að hafa setið ofan á einum dreng í nokkurn tíma. Hitt málið, mál starfsmannsins, er nokkuð stærra en sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Ekki er vitað hvenær niðurstaðna úr hans máli er að vænta. Aðspurð segir Margrét Pála að hann muni ekki koma aftur til starfa nema ásakanir í hans garð verði hreinsaðar.Hætta á að fólk felli sjálft dóma Margrét Pála segir málin tvö hafa tekið á marga. „Þetta er búið að reyna gríðarlega mikið á alla - allt starfsfólk, foreldra, börn og Hjallastefnuna í heild. Og miklu meira en gerist venjulega þegar tilkynnt er til barnaverndar vegna þess að málin rötuðu í fjölmiðla áður en þau voru skoðuð. Þá er alltaf hætta á að fólk felli dóm áður en niðurstaða liggur fyrir.“ Hún tekur fram að tilkynningar til barnaverndarnefndar hlaupi á þúsundum árlega, og að nefndin þurfi ráðrúm til þess að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. „Við þurfum kannski öll að æfa okkur í þeirri tilhugsun að Barnaverndarnefnd eigi ekki að vera þessi gamla grýla heldur sjálfsagður aðili, alltaf ef einhver vill skoða eitthvað í aðbúnaði barna.“
Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34
Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00