Gunnar og Ponzinibbio báðir í löglegri þyngd Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. júlí 2017 09:03 Gunnar á vigtinni í morgun. Það er nú formlega allt orðið klárt fyrir bardaga Gunnars Nelson og Santiago Ponzinibbio. Báðir náðu vigt í morgun. Bardagakapparnir hafa tvo klukkutíma til þess að ná réttri þyngd en það var á milli níu og ellefu. Flestir voru tilbúnir og biðu í röð eftir því að komast inn klukkan níu. Allir orðnir svangir eftir niðurskurðinn. Gunnar steig á vigtina klukkan 9.21 og var nákvæmlega 170 pund eða 77 kíló. Ponzinibbio kom 20 mínútum síðar og var 171 pund. Hann mátti ekki vera grammi þyngri en brosti hann dátt. Eftir vigtunina fylltist matarsalurinn á UFC-hótelinu þar sem bardagakapparnir tóku heldur betur til matar síns eftir miserfiðan niðurskurð. Þegar þetta er skrifað áttu aðeins stelpurnar í næstsíðasta bardaga kvöldsins eftir að fara á vigtina. Er ég labbaði út úr herberginu sá ekki betur en að Joanne Calderwood lægi undir handklæðum fram á gangi. Greinilega erfiður niðurskurður en hún nær vonandi. Þessi morgunvigtun er ekki stór viðburður og fáir fjölmiðlar á svæðinu. Engir áhorfendur eru heldur velkomnir og allir eitthvað þreyttir. Síðar í dag þurfa kapparnir aftur á móti að stíga á vigtina fyrir framan áhorfendur og horfast í augu í síðasta sinn fyrir bardagann.Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti á morgun. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og einnig má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og á Oz.is. MMA Tengdar fréttir Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios. 14. júlí 2017 07:00 Hef beðið eftir þessu tækifæri Það var létt yfir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á fjölmiðladeginum í Glasgow í gær. Hann brosti, var kurteis og bauð af sér góðan þokka. 14. júlí 2017 08:00 Gunnar er í geggjuðu formi Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er sem fyrr á því að Gunnar muni berjast um heimsmeistarabeltið í veltivigt UFC. Hann segir að Santiago Ponzinibbio sé mjög verðugur andstæðingur en að Gunnar muni klára hann í þriðju lotu. "Gunni er sjóðheitur þessa dagana,“ segir John Kavanagh. 15. júlí 2017 06:00 Kavanagh: Þetta verður einn stærsti íþróttaviðburður sögunnar John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor, er mættur til Glasgow og verður í horninu hjá Gunnari Nelson á sunnudag. Við spurðum Kavanagh út í bardaga Conors og Floyd Mayweather. 14. júlí 2017 14:00 Búrið fer yfir stöðuna í Glasgow Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson eru með viðhafnarútgáfu af Búrinu frá Glasgow í dag. 14. júlí 2017 16:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Það er nú formlega allt orðið klárt fyrir bardaga Gunnars Nelson og Santiago Ponzinibbio. Báðir náðu vigt í morgun. Bardagakapparnir hafa tvo klukkutíma til þess að ná réttri þyngd en það var á milli níu og ellefu. Flestir voru tilbúnir og biðu í röð eftir því að komast inn klukkan níu. Allir orðnir svangir eftir niðurskurðinn. Gunnar steig á vigtina klukkan 9.21 og var nákvæmlega 170 pund eða 77 kíló. Ponzinibbio kom 20 mínútum síðar og var 171 pund. Hann mátti ekki vera grammi þyngri en brosti hann dátt. Eftir vigtunina fylltist matarsalurinn á UFC-hótelinu þar sem bardagakapparnir tóku heldur betur til matar síns eftir miserfiðan niðurskurð. Þegar þetta er skrifað áttu aðeins stelpurnar í næstsíðasta bardaga kvöldsins eftir að fara á vigtina. Er ég labbaði út úr herberginu sá ekki betur en að Joanne Calderwood lægi undir handklæðum fram á gangi. Greinilega erfiður niðurskurður en hún nær vonandi. Þessi morgunvigtun er ekki stór viðburður og fáir fjölmiðlar á svæðinu. Engir áhorfendur eru heldur velkomnir og allir eitthvað þreyttir. Síðar í dag þurfa kapparnir aftur á móti að stíga á vigtina fyrir framan áhorfendur og horfast í augu í síðasta sinn fyrir bardagann.Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti á morgun. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og einnig má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og á Oz.is.
MMA Tengdar fréttir Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios. 14. júlí 2017 07:00 Hef beðið eftir þessu tækifæri Það var létt yfir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á fjölmiðladeginum í Glasgow í gær. Hann brosti, var kurteis og bauð af sér góðan þokka. 14. júlí 2017 08:00 Gunnar er í geggjuðu formi Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er sem fyrr á því að Gunnar muni berjast um heimsmeistarabeltið í veltivigt UFC. Hann segir að Santiago Ponzinibbio sé mjög verðugur andstæðingur en að Gunnar muni klára hann í þriðju lotu. "Gunni er sjóðheitur þessa dagana,“ segir John Kavanagh. 15. júlí 2017 06:00 Kavanagh: Þetta verður einn stærsti íþróttaviðburður sögunnar John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor, er mættur til Glasgow og verður í horninu hjá Gunnari Nelson á sunnudag. Við spurðum Kavanagh út í bardaga Conors og Floyd Mayweather. 14. júlí 2017 14:00 Búrið fer yfir stöðuna í Glasgow Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson eru með viðhafnarútgáfu af Búrinu frá Glasgow í dag. 14. júlí 2017 16:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios. 14. júlí 2017 07:00
Hef beðið eftir þessu tækifæri Það var létt yfir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á fjölmiðladeginum í Glasgow í gær. Hann brosti, var kurteis og bauð af sér góðan þokka. 14. júlí 2017 08:00
Gunnar er í geggjuðu formi Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er sem fyrr á því að Gunnar muni berjast um heimsmeistarabeltið í veltivigt UFC. Hann segir að Santiago Ponzinibbio sé mjög verðugur andstæðingur en að Gunnar muni klára hann í þriðju lotu. "Gunni er sjóðheitur þessa dagana,“ segir John Kavanagh. 15. júlí 2017 06:00
Kavanagh: Þetta verður einn stærsti íþróttaviðburður sögunnar John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor, er mættur til Glasgow og verður í horninu hjá Gunnari Nelson á sunnudag. Við spurðum Kavanagh út í bardaga Conors og Floyd Mayweather. 14. júlí 2017 14:00
Búrið fer yfir stöðuna í Glasgow Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson eru með viðhafnarútgáfu af Búrinu frá Glasgow í dag. 14. júlí 2017 16:00