Ríkissprúttsalan Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 15. júlí 2017 07:00 Sumum finnst eitthvað notalegt við það að ríkisvaldið afgreiði áfengið ofan í okkur. Við erum svo mikil börn, að það þarf ríkisvaldið sjálft til þess að skammta dropann. Það er ekki hægt að treysta okkur. Við sleppum öðru hverju til útlanda og komumst í vín í alls konar búðum, en það er bara í fríinu. Ef ÁTVR væri ekki til að passa okkur hérna heima, þá lægjum við öll í því, rall hálf í vinnunni og full á kvöldin. Þetta voru reyndar rökin fyrir því að banna bjór eins og þið munið og ótrúlegt nokk hrundi veröldin ekki þegar okkur var hleypt í það bráðdrepandi eitur. En ÁTVR lifir og reyndar er þetta býsna spræk ríkisstofnun ef marka má fréttir, mikið líf þar á bæ. Útibú opnuð, opnunartíminn lengdur, starfsmennirnir á smökkunarnámskeiðum út um allan heim og nú síðast míníbíómynd fyrir starfsfólkið til að kenna því að þekkja unglinga. Allt í nafni þess að við förum okkur ekki að voða, ríkið verður að passa okkur. Óskiljanlegt en stórmerkilegt. Að meðaltali eru 14 starfsmenn um hverja búð. Það er allnokkuð. En þessi öfluga ríkisstofnun er ekki bara með forstjóra, hún er líka með aðstoðarforstjóra. Forstjórinn og aðstoðarforstjórinn eru hið mætasta fólk, vakin og sofin yfir því að við drekkum ekki of mikið. Ég á eftir að stúdera skipuritið betur til að skilja hvað aðstoðarforstjórinn gerir og hvað forstjórinn gerir, en ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda ef hvorugt þeirra mun koma að því verkefni að stýra áfengiskaupum mínum í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun
Sumum finnst eitthvað notalegt við það að ríkisvaldið afgreiði áfengið ofan í okkur. Við erum svo mikil börn, að það þarf ríkisvaldið sjálft til þess að skammta dropann. Það er ekki hægt að treysta okkur. Við sleppum öðru hverju til útlanda og komumst í vín í alls konar búðum, en það er bara í fríinu. Ef ÁTVR væri ekki til að passa okkur hérna heima, þá lægjum við öll í því, rall hálf í vinnunni og full á kvöldin. Þetta voru reyndar rökin fyrir því að banna bjór eins og þið munið og ótrúlegt nokk hrundi veröldin ekki þegar okkur var hleypt í það bráðdrepandi eitur. En ÁTVR lifir og reyndar er þetta býsna spræk ríkisstofnun ef marka má fréttir, mikið líf þar á bæ. Útibú opnuð, opnunartíminn lengdur, starfsmennirnir á smökkunarnámskeiðum út um allan heim og nú síðast míníbíómynd fyrir starfsfólkið til að kenna því að þekkja unglinga. Allt í nafni þess að við förum okkur ekki að voða, ríkið verður að passa okkur. Óskiljanlegt en stórmerkilegt. Að meðaltali eru 14 starfsmenn um hverja búð. Það er allnokkuð. En þessi öfluga ríkisstofnun er ekki bara með forstjóra, hún er líka með aðstoðarforstjóra. Forstjórinn og aðstoðarforstjórinn eru hið mætasta fólk, vakin og sofin yfir því að við drekkum ekki of mikið. Ég á eftir að stúdera skipuritið betur til að skilja hvað aðstoðarforstjórinn gerir og hvað forstjórinn gerir, en ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda ef hvorugt þeirra mun koma að því verkefni að stýra áfengiskaupum mínum í framtíðinni.