Erlent

Trump gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli við forsetafrú Frakklands

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump, Emmanuel Macron, Melania Trump og Brigitte Macron.
Donald Trump, Emmanuel Macron, Melania Trump og Brigitte Macron. Vísir/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið gagnrýndur fyrir ummæli sín varðandi Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands. Hinn 71 árs gamli forseti, sem hefur margsinnis verið gagnrýndur fyrir ummæli sín um útlit kvenna, virtist steinhissa á því að forsetafrúin væri í góðu formi.

„Þú ert í svo góðu formi,“ sagði Trump eftir að hafa starað á forsetafrúnna í nokkrar sekúndur og sneri sér svo að forsetanum. „Hún er í svo góðu líkamlegu formi. Falleg.“ Þessi ummæli hafa verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt Guardian.

Skömmu áður, þegar Trump hitti frú Macron, hafði handaband þeirra einnig vakið athygli og þá sérstaklega hvernig forsetinn kippti í höndina á henni.

Trump er nú staddur í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Frakklands, þar sem hann tók þátt í hátíðarhöldum í París fyrr í dag. Frakkar halda upp á Bastilludaginn, upphafs frönsku byltingarinnar, og einnig eru hundrað ár liðin frá því að Bandaríkin hófu þátttöku sína í fyrri heimstyrjöldinni.

Sjá má útsendingu frá hátíðarhöldunum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×