Staðreyndir fyrir Hildi Knútsdóttur Heiðar Guðjónsson skrifar 14. júlí 2017 07:00 Hildur Knútsdóttir sendir mér tóninn í Fréttablaðinu 6. júlí. Hún segir mig, samstarfsmenn mína, ásamt norsku og kínversku ríkisolíufélögunum skorta siðferði í græðgi okkar. Hér eru nokkrar staðreyndir sem sýna villu Hildar: 1) Lífskjör almennings hafa aldrei batnað jafn hratt og eftir að olíuöldin hófst eftir miðja 19. öld. Ísland er skýrasta dæmið í þeim efnum. Vegna samgöngubyltingar alfarið í krafti olíu hafa lífsskilyrði þar færst frá að vera ein lökustu í Evrópu í fremstu röð. Notkun Íslendinga á olíu mun aukast með tíðari flug- og skipaferðum. Þeir flutningar eru hagkvæmir, stytta núverandi leiðir og minnka þannig mengun á heildina litið. 2) Olía og gas hafa komið í stað brennslu á viði, kolum, taði og öðru og þannig dregið stórkostlega úr mengun, slysum og sjúkdómum. 3) Parísarsáttmálinn segir ekki að láta beri olíu- og gaslindir óhreyfðar. Hann hvetur hins vegar til þess að mest mengandi kolefnin (lesist: kol) skuli ekki unnin heldur þau skaðminni (olía og gas). 4) Olíu- og gasnotkun hefur tryggt afskekktum svæðum samgöngur, rafmagn og aðra innviði og stórbætt lífskjör almennings alls staðar. 5) Auðveldara er að bregðast við breytingum á veðri en að reyna að stjórna því. Lífskjarabatinn sem olíuvinnsla hefur fært heiminum eykur líkurnar á uppgötvun nýrra orkugjafa. Stjórnmálaflokkur Hildar Knútsdóttur, VG, veitti Eykon, Petoro og CNOOC vinnslu- og leitarleyfi á Drekasvæðinu. Fyrir því voru skýr rök enda vandfundinn öflugri hópur. Norska ríkisolíufélagið er reynslumesti leitar- og vinnsluaðili í Atlants- og Barentshafi og CNOOC einn sá reynslumesti og stærsti í Norðursjó. Bæði fyrirtækin eru efnahagslega í hópi þeirra burðugustu í heimi. Hvergi í heiminum hefur reynst farsælla að vinna orku en í norðri. Olíuvinnsla við Ísland verður ávallt öruggari en þar sem öryggis- og eftirlitsleysi ríkir. Íslendingar nota meiri olíu miðað við höfðatölu en Bandaríkjamenn. Olíuvinnsla hér við land yki sjálfbærni Íslendinga til mikilla muna. Öll rök, siðferðileg, umhverfisleg og efnahagsleg mæla með að olía og gas verði unnið við Ísland. Höfundur er fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðar Guðjónsson Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir „Olíufundur gæti gjörbreytt Íslandi“ Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga. 6. júlí 2017 07:00 Mest lesið Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hildur Knútsdóttir sendir mér tóninn í Fréttablaðinu 6. júlí. Hún segir mig, samstarfsmenn mína, ásamt norsku og kínversku ríkisolíufélögunum skorta siðferði í græðgi okkar. Hér eru nokkrar staðreyndir sem sýna villu Hildar: 1) Lífskjör almennings hafa aldrei batnað jafn hratt og eftir að olíuöldin hófst eftir miðja 19. öld. Ísland er skýrasta dæmið í þeim efnum. Vegna samgöngubyltingar alfarið í krafti olíu hafa lífsskilyrði þar færst frá að vera ein lökustu í Evrópu í fremstu röð. Notkun Íslendinga á olíu mun aukast með tíðari flug- og skipaferðum. Þeir flutningar eru hagkvæmir, stytta núverandi leiðir og minnka þannig mengun á heildina litið. 2) Olía og gas hafa komið í stað brennslu á viði, kolum, taði og öðru og þannig dregið stórkostlega úr mengun, slysum og sjúkdómum. 3) Parísarsáttmálinn segir ekki að láta beri olíu- og gaslindir óhreyfðar. Hann hvetur hins vegar til þess að mest mengandi kolefnin (lesist: kol) skuli ekki unnin heldur þau skaðminni (olía og gas). 4) Olíu- og gasnotkun hefur tryggt afskekktum svæðum samgöngur, rafmagn og aðra innviði og stórbætt lífskjör almennings alls staðar. 5) Auðveldara er að bregðast við breytingum á veðri en að reyna að stjórna því. Lífskjarabatinn sem olíuvinnsla hefur fært heiminum eykur líkurnar á uppgötvun nýrra orkugjafa. Stjórnmálaflokkur Hildar Knútsdóttur, VG, veitti Eykon, Petoro og CNOOC vinnslu- og leitarleyfi á Drekasvæðinu. Fyrir því voru skýr rök enda vandfundinn öflugri hópur. Norska ríkisolíufélagið er reynslumesti leitar- og vinnsluaðili í Atlants- og Barentshafi og CNOOC einn sá reynslumesti og stærsti í Norðursjó. Bæði fyrirtækin eru efnahagslega í hópi þeirra burðugustu í heimi. Hvergi í heiminum hefur reynst farsælla að vinna orku en í norðri. Olíuvinnsla við Ísland verður ávallt öruggari en þar sem öryggis- og eftirlitsleysi ríkir. Íslendingar nota meiri olíu miðað við höfðatölu en Bandaríkjamenn. Olíuvinnsla hér við land yki sjálfbærni Íslendinga til mikilla muna. Öll rök, siðferðileg, umhverfisleg og efnahagsleg mæla með að olía og gas verði unnið við Ísland. Höfundur er fjárfestir.
„Olíufundur gæti gjörbreytt Íslandi“ Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga. 6. júlí 2017 07:00
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar