Skólpsund Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. júlí 2017 07:00 Aldrei hef ég buslað í söltum sjó við Íslandsstrendur. Heldur ekki farið með börnin mín í fjöruna við Ægisíðu að leita að krabbaklóm í mörg ár. Ég er samt fjúkandi illur yfir því að búið er að dæla skrilljón lítrum af mannaskít og notuðum dömubindum í flæðarmálið. Vesturbærinn í Reykjavík er nefnilega í huga mínum helgur staður. Fallegasti bletturinn á heimskortinu. Þessi drulludæling er því helgispjöll og yfirhylmingin glæpur sem kallar á að ábyrgir verði dregnir fyrir herrétt. eða í það minnsta landsdóm. Auðvitað vekur furðu, reiði og tortryggni að fjölmiðlafíkinn borgarstjóri hverfi þegar skíturinn skellur á Faxaskjóli. Maður sem getur ekki fellt jólatré, sagað ísklump eða umfelgað dekk án þess að senda frá sér fréttatilkynningu með góðum fyrirvara. Breytir engu þótt hann hafi frétt af leðjunni fyrst í fjölmiðlum. Hann ber endanlega ábyrgð gagnvart borgarbúum. Ekki latir og duglausir embættismenn og pukurpésar innan kerfisins. Fyndið samt að sá hópur sem gargar hæst, fyrir utan hægra fólk sem var að vinna í skítalottóinu, eru vitleysingarnir sem eru búnir að ljúga því að sjálfum sér að sjósund sé heilsusamlegt. Borgarstjórinn getur ekki borið ábyrgð á þeim. Fólk er ekki fiskar og hefur ekkert gott af því að svamla í ísköldum sjó. Sjór er vatn sem ekki er hægt að drekka. Áhugaverð þversögn. Með öllum þeim viðbjóði sem við leyfum okkur að dæla út í hann er hann mettaður af þráaefnum og þungmálmum. Fyrir utan rotnandi hræ sjávarlífvera og alls konar ógeð annað. Þetta er í raun bara einn ógeðslegur drullupollur. Þeir sem kjósa af fúsum og frjálsum vilja að sulla í skólpi sér til heilsubótar hljóta að gera það á eigin ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun
Aldrei hef ég buslað í söltum sjó við Íslandsstrendur. Heldur ekki farið með börnin mín í fjöruna við Ægisíðu að leita að krabbaklóm í mörg ár. Ég er samt fjúkandi illur yfir því að búið er að dæla skrilljón lítrum af mannaskít og notuðum dömubindum í flæðarmálið. Vesturbærinn í Reykjavík er nefnilega í huga mínum helgur staður. Fallegasti bletturinn á heimskortinu. Þessi drulludæling er því helgispjöll og yfirhylmingin glæpur sem kallar á að ábyrgir verði dregnir fyrir herrétt. eða í það minnsta landsdóm. Auðvitað vekur furðu, reiði og tortryggni að fjölmiðlafíkinn borgarstjóri hverfi þegar skíturinn skellur á Faxaskjóli. Maður sem getur ekki fellt jólatré, sagað ísklump eða umfelgað dekk án þess að senda frá sér fréttatilkynningu með góðum fyrirvara. Breytir engu þótt hann hafi frétt af leðjunni fyrst í fjölmiðlum. Hann ber endanlega ábyrgð gagnvart borgarbúum. Ekki latir og duglausir embættismenn og pukurpésar innan kerfisins. Fyndið samt að sá hópur sem gargar hæst, fyrir utan hægra fólk sem var að vinna í skítalottóinu, eru vitleysingarnir sem eru búnir að ljúga því að sjálfum sér að sjósund sé heilsusamlegt. Borgarstjórinn getur ekki borið ábyrgð á þeim. Fólk er ekki fiskar og hefur ekkert gott af því að svamla í ísköldum sjó. Sjór er vatn sem ekki er hægt að drekka. Áhugaverð þversögn. Með öllum þeim viðbjóði sem við leyfum okkur að dæla út í hann er hann mettaður af þráaefnum og þungmálmum. Fyrir utan rotnandi hræ sjávarlífvera og alls konar ógeð annað. Þetta er í raun bara einn ógeðslegur drullupollur. Þeir sem kjósa af fúsum og frjálsum vilja að sulla í skólpi sér til heilsubótar hljóta að gera það á eigin ábyrgð.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun