Lá hreyfingarlaus með höfuðið ofan í polli af blóði eftir átta metra flug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2017 06:00 Hörður segist strax vera farinn að spá í næsta móti. Væri hann ekki svo illa farinn í andlitinu gæti hann hugsað sér að setjast á hnakkinn strax í næstu viku. Vísir Hjólreiðakappinn Hörður Ragnarsson er strax farinn að velta fyrir sér næsta móti eftir alvarlegt slys í Kia Gullhringnum á Laugarvatni um síðustu helgi. Hörður flaug langt fram fyrir sig af hjólinu eftir að framdekkið festist í rauf í ristarhliði á veginum. Hlúð var að Herði á staðnum og var hann í framhaldinu fluttur á brott með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús þaðan sem hann var útskrifaður á þriðjudag. Óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist. Raunar óttuðust sumir að hann væri látinn strax eftir slysið. Gullhringurinn er lengsta vegalengding sem í boði er á Laugarvatni.Gullhringurinn.isHöfuðið ofan í polli af blóði „Það var það sem ég heyrði,“ segir Hörður. „Ég bara lá þarna hreyfingarlaus og með höfuðið ofan í polli af blóði. Það leit örugglega ekki vel út að horfa á mig.“ Blaðamaður hitti Hörð á heimili hans í Reykjavík í gær og ræddi við hann um slysið. Meiðsli Harðar eru aðallega í andlitinu og á hann því aðeins erfitt með að tala en sauma þurfti efri vör hans saman. Hörður er alveg skýr í þeirri skoðun sinni að engum sé um að kenna. Um röð atvika hafi verið að ræða sem valdið hafi slysinu. Ristarhliðið hafi sem fyrr segir birst skyndilega og þá hafi raufin sem dekkið fór í verið á miðri akreininni en ekki á milli akreina eins og reikna mætti með. Að sjálfsögðu eigi að læra af slysi sem þessu og þakka fyrir að ekki hafi verr farið. „Við vorum búin að hjóla 45 kílómetra af 106,“ segir Hörður þegar hann er beðinn um að rifja upp síðastliðið laugardagskvöld. Hann hefur verið á fullu í hjólreiðum undanfarin fjögur ár og segir samkeppnina vera orðna mjög mikla, mun meiri en áður. „Þetta eru ekki nokkrir aðilar sem eru sterkir heldur tugir manns,“ segir Hörður.Myndband frá Gullhringnum 2016 má sjá að neðan.Á 57 kílómetra hraða Aukinn hraði gerði það að verkum að erfitt sé að sjá gildrur í veginum. Sömuleiðis sú staðreynd hve margir eru í baráttunni fremst. Þau hafi líkast til verið um 15-30 þar sem hjólað er þétt, allir að leita skjóls af næsta manni á undan. „Maður notar um 30 prósent minni orku þegar maður hjólar fyrir aftan einhvern. Það getur munað því hvort þú eigir séns í lokasprettinn.“ Hraðinn meðal fremstu manna var afar mikill og var Hörður sjálfur á 57 kílómetra hraða þegar hópurinn kom að ristarhliðinu. Fjórir eða fimm voru fyrir framan hann og enn fleiri fyrir aftan. „Ég lit upp til að sjá fram á veginn og sé engar hættur. Ég lít niður og þá er hliðið fyrir framan mig og ég er bara á leiðinni ofan í það,“ segir Hörður. Framdekkið festist ofan í rauf í ristarhliðinu og hjólið brotnaði í tvennt. Talið er að Hörður hafi flogið um átta metra með afturhluta hjólsins. Hann man næst eftir sér í þyrlunni á leiðinni í bæinn.Óhætt er að segja að hjálmurinn hafi skipt sköpun. Blaðamaður fékk að handleika hjálminn sem er að detta í sundur eftir slysið.Efri vörin rifnaði Meiðslin eru aðallega sjáanleg á andliti Harðar. Efri vör hans rifnaði upp og þurfti að sauma hana saman. „Ég hef ekki hugmynd um hve mörg sporin voru en það var nú nógu vont,“ segir Hörður og brosir eins og hægt er enda aumur í andlitinu. Tanngarður hans færðist til sem kallaði á aðgerð og þá kinnbeinsbrotnaði hann. Þumall er brotinn og skinn fór af hnjám. „Annar er ég ótrúlega góður. Þetta er aðallega andlitið á mér sem er í rugli. Ef það væri ekki þá væri ég að fara að hjóla í næstu viku.“ Hann segist vera að fara í það að skoða tryggingarmálin en hann hafi ekki miklar áhyggjur af því þar sem hann sé vel tryggður. Hann minnir reiðhjólafólk á að kanna tryggingamál sín því þótt heimilistryggingin sé fín þá sé það bara upp að ákveðnu marki. Fyrir utan hinn slasaða þá er ein milljón króna ekki óalgengt verð fyrir fínustu keppnishjól.Hörður með framhluta hjólsins sem brotnaði við höggið.Áhuginn kviknaði snemma Hörður, sem er 25 ára, segist snemma hafa farið að hjóla en ekki byrjað í keppnishjólreiðum fyrr en fyrir fjórum árum. „Ég hjólaði rosalega mikið sem krakki en svo platar frændi minn mig til að kaupa mér racer. Eftir það var ekki aftur snúið. Það er svo gaman að hjóla hratt og í hópum,“ segir Hörður. Áhugi hans á íþróttinni er augljós. Hann keppti í þriðja sinn í Gullhringnum í ár og segist í dag vera í sínu allra besta formi. Þá hefur hann hjólað utan landsteinanna, bæði í Bandaríkjunum og í fjöllunum í Mallorca á Spáni. Það sé klikkað. Bæði að klifra upp í þúsund metra hæðina og svo niður aftur. „Manni líður eins og maður sé að fljúga á leiðinni niður, maður fer svo hratt.“Frá vettvangi slyssins á laugardaginn.VísirVill engum kenna um en læra af slysinu Hörður segist ekkert hafa út á skipuleggjendur keppninnar að setja. Gullhringurinn sé einstakur þar sem sjúkrabíll sé á vakt og björgunarsveitarfólk til taks. Því sé að þakka að aðstoð barst jafnfljótt og raun bar vitni. Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir, vinkona Harðar, getur vottað það enda horfði hún á sjúkrabíla keyra framhjá á leið á slysstað þar sem hún var að hjóla hringinn nokkrum mínútum á eftir Herði og fremsta fólki. Læra megi af slysinu og mætti til dæmis hafa áberandi merkingar fyrir hjólreiðafólk skömmu áður en það kemur að ristarhliðunum, temja keppnisfólki að láta hljóðmerki berast eða einfaldlega þekja ristarhliðin með plötum eða álíka búnaði rétt á meðan keppt er.Einar Bárðarson sagðist í viðtali við Vísi í vikunni vera miður sín og allt yrði gert til að fyrirbyggja svona slys í framtíðinni.vísirEinar mætti og vottaði samúð „Ég er ekki að kenna neinum um þetta slys. Allur aðbúnaður var til fyrirmyndar. Þegar svona stór slys verða þá er um að gera að taka stöðuna og reyna að læra af því. Það þýðir ekkert að skammast í þeim sem eru að halda keppni,“ segir Hörður. „En það er mikil mildi að enginn fór mjög alvarlega út úr þessu.“ Einar Bárðarson, skipuleggjandi keppninnar, heimsótti Hörð í gær og afhenti honum hjólið, í tveimur hlutum, og hjálminn auk annarra hluta af slysstað. Þeir höfðu verið í vörslu lögreglunnar á Suðurlandi síðan slysið varð. Einar hafi vottað Herði samúð sína sem hafi verið fallegt af honum, að sögn Harðar sem horfir fram á veginn, þakklátur að ekki fór verr og að velta fyrir sér næstu keppni. Tengdar fréttir „Það var blóð og brotin hjól út um allt“ Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist alvarlega í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. 10. júlí 2017 19:00 Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Hjólreiðakappinn Hörður Ragnarsson er strax farinn að velta fyrir sér næsta móti eftir alvarlegt slys í Kia Gullhringnum á Laugarvatni um síðustu helgi. Hörður flaug langt fram fyrir sig af hjólinu eftir að framdekkið festist í rauf í ristarhliði á veginum. Hlúð var að Herði á staðnum og var hann í framhaldinu fluttur á brott með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús þaðan sem hann var útskrifaður á þriðjudag. Óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist. Raunar óttuðust sumir að hann væri látinn strax eftir slysið. Gullhringurinn er lengsta vegalengding sem í boði er á Laugarvatni.Gullhringurinn.isHöfuðið ofan í polli af blóði „Það var það sem ég heyrði,“ segir Hörður. „Ég bara lá þarna hreyfingarlaus og með höfuðið ofan í polli af blóði. Það leit örugglega ekki vel út að horfa á mig.“ Blaðamaður hitti Hörð á heimili hans í Reykjavík í gær og ræddi við hann um slysið. Meiðsli Harðar eru aðallega í andlitinu og á hann því aðeins erfitt með að tala en sauma þurfti efri vör hans saman. Hörður er alveg skýr í þeirri skoðun sinni að engum sé um að kenna. Um röð atvika hafi verið að ræða sem valdið hafi slysinu. Ristarhliðið hafi sem fyrr segir birst skyndilega og þá hafi raufin sem dekkið fór í verið á miðri akreininni en ekki á milli akreina eins og reikna mætti með. Að sjálfsögðu eigi að læra af slysi sem þessu og þakka fyrir að ekki hafi verr farið. „Við vorum búin að hjóla 45 kílómetra af 106,“ segir Hörður þegar hann er beðinn um að rifja upp síðastliðið laugardagskvöld. Hann hefur verið á fullu í hjólreiðum undanfarin fjögur ár og segir samkeppnina vera orðna mjög mikla, mun meiri en áður. „Þetta eru ekki nokkrir aðilar sem eru sterkir heldur tugir manns,“ segir Hörður.Myndband frá Gullhringnum 2016 má sjá að neðan.Á 57 kílómetra hraða Aukinn hraði gerði það að verkum að erfitt sé að sjá gildrur í veginum. Sömuleiðis sú staðreynd hve margir eru í baráttunni fremst. Þau hafi líkast til verið um 15-30 þar sem hjólað er þétt, allir að leita skjóls af næsta manni á undan. „Maður notar um 30 prósent minni orku þegar maður hjólar fyrir aftan einhvern. Það getur munað því hvort þú eigir séns í lokasprettinn.“ Hraðinn meðal fremstu manna var afar mikill og var Hörður sjálfur á 57 kílómetra hraða þegar hópurinn kom að ristarhliðinu. Fjórir eða fimm voru fyrir framan hann og enn fleiri fyrir aftan. „Ég lit upp til að sjá fram á veginn og sé engar hættur. Ég lít niður og þá er hliðið fyrir framan mig og ég er bara á leiðinni ofan í það,“ segir Hörður. Framdekkið festist ofan í rauf í ristarhliðinu og hjólið brotnaði í tvennt. Talið er að Hörður hafi flogið um átta metra með afturhluta hjólsins. Hann man næst eftir sér í þyrlunni á leiðinni í bæinn.Óhætt er að segja að hjálmurinn hafi skipt sköpun. Blaðamaður fékk að handleika hjálminn sem er að detta í sundur eftir slysið.Efri vörin rifnaði Meiðslin eru aðallega sjáanleg á andliti Harðar. Efri vör hans rifnaði upp og þurfti að sauma hana saman. „Ég hef ekki hugmynd um hve mörg sporin voru en það var nú nógu vont,“ segir Hörður og brosir eins og hægt er enda aumur í andlitinu. Tanngarður hans færðist til sem kallaði á aðgerð og þá kinnbeinsbrotnaði hann. Þumall er brotinn og skinn fór af hnjám. „Annar er ég ótrúlega góður. Þetta er aðallega andlitið á mér sem er í rugli. Ef það væri ekki þá væri ég að fara að hjóla í næstu viku.“ Hann segist vera að fara í það að skoða tryggingarmálin en hann hafi ekki miklar áhyggjur af því þar sem hann sé vel tryggður. Hann minnir reiðhjólafólk á að kanna tryggingamál sín því þótt heimilistryggingin sé fín þá sé það bara upp að ákveðnu marki. Fyrir utan hinn slasaða þá er ein milljón króna ekki óalgengt verð fyrir fínustu keppnishjól.Hörður með framhluta hjólsins sem brotnaði við höggið.Áhuginn kviknaði snemma Hörður, sem er 25 ára, segist snemma hafa farið að hjóla en ekki byrjað í keppnishjólreiðum fyrr en fyrir fjórum árum. „Ég hjólaði rosalega mikið sem krakki en svo platar frændi minn mig til að kaupa mér racer. Eftir það var ekki aftur snúið. Það er svo gaman að hjóla hratt og í hópum,“ segir Hörður. Áhugi hans á íþróttinni er augljós. Hann keppti í þriðja sinn í Gullhringnum í ár og segist í dag vera í sínu allra besta formi. Þá hefur hann hjólað utan landsteinanna, bæði í Bandaríkjunum og í fjöllunum í Mallorca á Spáni. Það sé klikkað. Bæði að klifra upp í þúsund metra hæðina og svo niður aftur. „Manni líður eins og maður sé að fljúga á leiðinni niður, maður fer svo hratt.“Frá vettvangi slyssins á laugardaginn.VísirVill engum kenna um en læra af slysinu Hörður segist ekkert hafa út á skipuleggjendur keppninnar að setja. Gullhringurinn sé einstakur þar sem sjúkrabíll sé á vakt og björgunarsveitarfólk til taks. Því sé að þakka að aðstoð barst jafnfljótt og raun bar vitni. Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir, vinkona Harðar, getur vottað það enda horfði hún á sjúkrabíla keyra framhjá á leið á slysstað þar sem hún var að hjóla hringinn nokkrum mínútum á eftir Herði og fremsta fólki. Læra megi af slysinu og mætti til dæmis hafa áberandi merkingar fyrir hjólreiðafólk skömmu áður en það kemur að ristarhliðunum, temja keppnisfólki að láta hljóðmerki berast eða einfaldlega þekja ristarhliðin með plötum eða álíka búnaði rétt á meðan keppt er.Einar Bárðarson sagðist í viðtali við Vísi í vikunni vera miður sín og allt yrði gert til að fyrirbyggja svona slys í framtíðinni.vísirEinar mætti og vottaði samúð „Ég er ekki að kenna neinum um þetta slys. Allur aðbúnaður var til fyrirmyndar. Þegar svona stór slys verða þá er um að gera að taka stöðuna og reyna að læra af því. Það þýðir ekkert að skammast í þeim sem eru að halda keppni,“ segir Hörður. „En það er mikil mildi að enginn fór mjög alvarlega út úr þessu.“ Einar Bárðarson, skipuleggjandi keppninnar, heimsótti Hörð í gær og afhenti honum hjólið, í tveimur hlutum, og hjálminn auk annarra hluta af slysstað. Þeir höfðu verið í vörslu lögreglunnar á Suðurlandi síðan slysið varð. Einar hafi vottað Herði samúð sína sem hafi verið fallegt af honum, að sögn Harðar sem horfir fram á veginn, þakklátur að ekki fór verr og að velta fyrir sér næstu keppni.
Tengdar fréttir „Það var blóð og brotin hjól út um allt“ Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist alvarlega í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. 10. júlí 2017 19:00 Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
„Það var blóð og brotin hjól út um allt“ Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist alvarlega í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. 10. júlí 2017 19:00
Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42