Rannsókn lögreglu á manndrápsmáli í Mosfellsdal lýkur fljótlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2017 20:58 Frá vettvangi í Mosfellsdal miðvikudagskvöldið 7. júní. Vísir Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. Von er á síðustu gögnunum í málinu á allra næstu dögum og er því gert ráð fyrir að skila málinu til héraðssaksóknara fljótlega sem ákveður hvort gefin verði út ákæra í málinu. Einn maður, Sveinn Gestur Tryggvason, situr í gæsluvarðhaldi grunaður um manndrápið en Arnar Jónsson Aspar lést eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri líkamsárás við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Auk Sveins voru fimm einstaklingar handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að málinu en fjórum þeirra var sleppt úr haldi þann 15. júní. Þeim fimmta, Jóni Trausta Lútherssyni, var svo sleppt úr haldi þann 27. júní eftir að Hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur úr gildi. Þremur dögum síðar var hann svo farinn úr landi en allir þeir sem handteknir voru í upphafi hafa enn stöðu sakbornings að sögn Ævars Pálma. Gæsluvarðhaldið yfir Sveini rennur út á föstudaginn í næstu viku. Ævar Pálmi segir að ekki liggi fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en hann telji þó líklegt að slík krafa verði lögð fram. Aðspurður segir Ævar Pálmi að Sveinn Gestur hafi ekki verið yfirheyrður frá því að hann var úrskurðaður síðast í gæsluvarðhald. Þá hafa engar aðrar yfirheyrslur farið fram í tengslum við málið. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Manndráp í Mosfellsdal: Telja atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra grunuðu í dag. 23. júní 2017 11:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. Von er á síðustu gögnunum í málinu á allra næstu dögum og er því gert ráð fyrir að skila málinu til héraðssaksóknara fljótlega sem ákveður hvort gefin verði út ákæra í málinu. Einn maður, Sveinn Gestur Tryggvason, situr í gæsluvarðhaldi grunaður um manndrápið en Arnar Jónsson Aspar lést eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri líkamsárás við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Auk Sveins voru fimm einstaklingar handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að málinu en fjórum þeirra var sleppt úr haldi þann 15. júní. Þeim fimmta, Jóni Trausta Lútherssyni, var svo sleppt úr haldi þann 27. júní eftir að Hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur úr gildi. Þremur dögum síðar var hann svo farinn úr landi en allir þeir sem handteknir voru í upphafi hafa enn stöðu sakbornings að sögn Ævars Pálma. Gæsluvarðhaldið yfir Sveini rennur út á föstudaginn í næstu viku. Ævar Pálmi segir að ekki liggi fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en hann telji þó líklegt að slík krafa verði lögð fram. Aðspurður segir Ævar Pálmi að Sveinn Gestur hafi ekki verið yfirheyrður frá því að hann var úrskurðaður síðast í gæsluvarðhald. Þá hafa engar aðrar yfirheyrslur farið fram í tengslum við málið.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Manndráp í Mosfellsdal: Telja atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra grunuðu í dag. 23. júní 2017 11:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28
Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39
Manndráp í Mosfellsdal: Telja atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra grunuðu í dag. 23. júní 2017 11:08