Ég er alltaf jafn stressaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2017 06:00 Haraldur Nelson er mættur til Glasgow. mynd/sóllilja baltasarsdóttir „Ég er mjög stoltur og spenntur fyrir helginni. Sunna á laugardag og Gunni á sunnudag. Þetta er risahelgi hjá okkur og sennilega sú stærsta sem við höfum tekið þátt í,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson og framkvæmdastjóri Mjölnis, en hann var þá nýlentur í Glasgow í Skotlandi þar sem mikið stendur til. Ekki bara er sonur hans að keppa í Glasgow heldur er fyrsta atvinnubardagakona landsins, Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir, að keppa í Kansas og það verður vel fylgst með henni í Glasgow þangað sem Haraldur er mættur ásamt syni sínum og öðrum úr föruneyti Mjölnis.Öflugur Argentínumaður Andstæðingur Gunnars er öflugur Argentínumaður, Santiago Ponzinibbio, en hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og ætlar sér að verða stjarna hjá UFC með því að vinna Gunnar. Ef Gunnar aftur á móti hefur betur þá hefur hann unnið sér inn réttinn til þess að berjast við þá bestu í veltivigt UFC. „Það verður ekki hægt að hundsa Gunnar þá og mér finnst heldur ekki hægt að gera það núna. Þetta er öflugur „striker“ sem er löngu kominn með svart belti í brasilísku jiu jitsu. Mér finnst Gunni hafa verið að berjast niður fyrir sig en Ponzinibbio er samt talinn einn sá vanmetnasti í þyngdarflokknum. Gunni hefur sýnt að hann er óhræddur við að taka áhættubardaga. Ef þetta fer eins og við vonumst eftir er það vonandi maður á topp fimm næst,“ segir Haraldur ákveðinn. Það að Gunnar sé aðalnúmerið á stóru bardagakvöldi í Glasgow segir samt mikið um sterka stöðu hans innan UFC. Það er mikið afrek að komast í slíka stöðu. „Þeir sem eru ekki almennilega að sér í MMA fatta kannski ekki hversu stórt mál þetta er. Það er mikill heiður að vera í aðalbardaga kvöldsins hjá UFC. Þetta er risakvöld fyrir Gunnar og okkur sem stöndum að honum. Auðvitað er ég gríðarlega stoltur af honum,“ segir Haraldur og stoltið leynir sér ekki á andliti hans.Aðeins meira aukastress núna Hvert einasta foreldri getur rétt ímyndað sér að það sé erfitt að horfa á eftir barninu sína inn í búrið hjá UFC í hörkubardaga. Haraldur hefur áður sagt frá því að hann sé venjulega mjög stressaður og það er ekkert að lagast. „Ég er alltaf jafn stressaður og er ekkert að leyna því. Nú er aðeins meira aukastress þar sem Gunni er í aðalbardaganum. Það setur reyndar aukastress á alla og ekki síst á Gunna. Það er auðvitað samt líka pressa á Ponzinibbio þannig að það eru allir um borð í sama báti hérna,“ segir Haraldur en eðlilega er hann stressaðastur þar sem sonur hans er inni í búrinu. „Það eykur aðeins hjartsláttinn hjá mér en ég þekki sportið vel. Geri mér grein fyrir hættunni sem fylgir rétt eins og hestamaður veit hvaða hættu hann er í er hann fer á bak. Spennan er líka kannski eitthvað sem maður sækir í.“ MMA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Sjá meira
„Ég er mjög stoltur og spenntur fyrir helginni. Sunna á laugardag og Gunni á sunnudag. Þetta er risahelgi hjá okkur og sennilega sú stærsta sem við höfum tekið þátt í,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson og framkvæmdastjóri Mjölnis, en hann var þá nýlentur í Glasgow í Skotlandi þar sem mikið stendur til. Ekki bara er sonur hans að keppa í Glasgow heldur er fyrsta atvinnubardagakona landsins, Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir, að keppa í Kansas og það verður vel fylgst með henni í Glasgow þangað sem Haraldur er mættur ásamt syni sínum og öðrum úr föruneyti Mjölnis.Öflugur Argentínumaður Andstæðingur Gunnars er öflugur Argentínumaður, Santiago Ponzinibbio, en hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og ætlar sér að verða stjarna hjá UFC með því að vinna Gunnar. Ef Gunnar aftur á móti hefur betur þá hefur hann unnið sér inn réttinn til þess að berjast við þá bestu í veltivigt UFC. „Það verður ekki hægt að hundsa Gunnar þá og mér finnst heldur ekki hægt að gera það núna. Þetta er öflugur „striker“ sem er löngu kominn með svart belti í brasilísku jiu jitsu. Mér finnst Gunni hafa verið að berjast niður fyrir sig en Ponzinibbio er samt talinn einn sá vanmetnasti í þyngdarflokknum. Gunni hefur sýnt að hann er óhræddur við að taka áhættubardaga. Ef þetta fer eins og við vonumst eftir er það vonandi maður á topp fimm næst,“ segir Haraldur ákveðinn. Það að Gunnar sé aðalnúmerið á stóru bardagakvöldi í Glasgow segir samt mikið um sterka stöðu hans innan UFC. Það er mikið afrek að komast í slíka stöðu. „Þeir sem eru ekki almennilega að sér í MMA fatta kannski ekki hversu stórt mál þetta er. Það er mikill heiður að vera í aðalbardaga kvöldsins hjá UFC. Þetta er risakvöld fyrir Gunnar og okkur sem stöndum að honum. Auðvitað er ég gríðarlega stoltur af honum,“ segir Haraldur og stoltið leynir sér ekki á andliti hans.Aðeins meira aukastress núna Hvert einasta foreldri getur rétt ímyndað sér að það sé erfitt að horfa á eftir barninu sína inn í búrið hjá UFC í hörkubardaga. Haraldur hefur áður sagt frá því að hann sé venjulega mjög stressaður og það er ekkert að lagast. „Ég er alltaf jafn stressaður og er ekkert að leyna því. Nú er aðeins meira aukastress þar sem Gunni er í aðalbardaganum. Það setur reyndar aukastress á alla og ekki síst á Gunna. Það er auðvitað samt líka pressa á Ponzinibbio þannig að það eru allir um borð í sama báti hérna,“ segir Haraldur en eðlilega er hann stressaðastur þar sem sonur hans er inni í búrinu. „Það eykur aðeins hjartsláttinn hjá mér en ég þekki sportið vel. Geri mér grein fyrir hættunni sem fylgir rétt eins og hestamaður veit hvaða hættu hann er í er hann fer á bak. Spennan er líka kannski eitthvað sem maður sækir í.“
MMA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Sjá meira