Gunnar svaf yfir sig og var smá tíma að henda síðustu hlutum í tösku áður en haldið var út á flugvöll. Þar sem Gunnar var aðeins seinn til þá komst Mjölnisfólkið frekar seint út á völl en allt hafðist þetta að lokum og Gunnar kominn til Skotlands. Hans fyrsta verk í Glasgow var að henda sér í meiri svefn. Alltaf sama stressið.
Á morgun hefst fjölmiðlavinnan hjá Gunnari er fjölmiðladagurinn fer fram. Þá mun hann einnig hitta andstæðing sinn, Santiago Ponzinibbio, í fyrsta skipti.
Fleiri viðtöl taka við á föstudeginum en eðlilega er mikill áhugi hjá fjölmiðlum að tala við okkar mann.
Á laugardag er síðan komið að því að stíga á vigtina og eftir það er bara bið eftir því að komast inn í búrið.
Íþróttadeild 365 er komin til Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
