Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2017 15:01 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Valli 38 ára karlmaður, sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi, hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur en hún var 16 ára þegar brotin voru framin. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl en manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu maí 2015 til september 2015, þegar stúlkan var 16 til 17 ára, haft samræði við hana í allt að 20 skipti og notfært sér yfirburðarstöðu sem hann hafði gagnvart henni. 21 árs aldursmunur er á ákærða og brotaþola.Leit á ákærða sem föðurímyndÍ dómnum, sem gefinn var út 7. júlí síðastliðinn, kemur fram að stúlkan hafi tekið þátt í kristilegu unglingastarfi, sem ákærði og unnusta hans stýrðu. Stúlkan trúði ákærða fyrir miklum erfiðleikum í sínu einkalífi en ákærði tók stúlkuna undir sinn verndarvæng og aðstoðaði á ýmsan hátt, meðal annars með því að afhenda henni lykil að heimili sínu. Með háttsemi sinni er ákærði talinn hafa brotið gegn trúnaðarskyldu sinni við stúlkuna. Brotaþoli kvaðst enn fremur hafa litið á ákærða sem trúnaðarvin og föðurímynd og að þau hefðu stundað kynlíf í um það bil 20 skipti eftir að hún hafi vanið komur sínar heim til ákærða. Þá segir jafnframt að ákærði hafi ekki skeytt um hvaða afleiðingar háttsemi hans kynni að hafa fyrir brotaþola. Hann hafi lagt alla ábyrgð á brotaþola, sem hafði ekki þroska til þess að gera greinarmun á góðvild eða kynferðislegri misneytingu.Gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur Í niðurstöðu dómsins segir að ákærða og brotaþola beri í öllum aðalatriðum saman um málsatvik, þ.e. um aðdraganda hinna kynferðislegu samskipta, samskiptin sjálf og hvernig þeim lauk. Þannig er ákærði sakfelldur fyrir ítrekuð og alvarleg brot gegn brotaþola Þá var sérstaklega tekið tillit til háttsemi ákærða eftir að brotin voru framin, svo sem skilaboð hans á Facebook þar sem hann leitaðist við að koma ábyrgð á brotum sínum yfir á brotaþola og hafa áhrif á ákvörðun hennar um að kæra háttsemi hans. Með hliðsjón af því þykir hæfileg refsins ákærða vera óskilorðsbundið fangelsi í eitt og hálft ár. Þá hefur honum einnig verið gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur auk annars málskostnaðar. Tengdar fréttir Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður fyrir kynferðisbrot Karlmaður sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. 27. apríl 2017 23:16 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Sjá meira
38 ára karlmaður, sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi, hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur en hún var 16 ára þegar brotin voru framin. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl en manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu maí 2015 til september 2015, þegar stúlkan var 16 til 17 ára, haft samræði við hana í allt að 20 skipti og notfært sér yfirburðarstöðu sem hann hafði gagnvart henni. 21 árs aldursmunur er á ákærða og brotaþola.Leit á ákærða sem föðurímyndÍ dómnum, sem gefinn var út 7. júlí síðastliðinn, kemur fram að stúlkan hafi tekið þátt í kristilegu unglingastarfi, sem ákærði og unnusta hans stýrðu. Stúlkan trúði ákærða fyrir miklum erfiðleikum í sínu einkalífi en ákærði tók stúlkuna undir sinn verndarvæng og aðstoðaði á ýmsan hátt, meðal annars með því að afhenda henni lykil að heimili sínu. Með háttsemi sinni er ákærði talinn hafa brotið gegn trúnaðarskyldu sinni við stúlkuna. Brotaþoli kvaðst enn fremur hafa litið á ákærða sem trúnaðarvin og föðurímynd og að þau hefðu stundað kynlíf í um það bil 20 skipti eftir að hún hafi vanið komur sínar heim til ákærða. Þá segir jafnframt að ákærði hafi ekki skeytt um hvaða afleiðingar háttsemi hans kynni að hafa fyrir brotaþola. Hann hafi lagt alla ábyrgð á brotaþola, sem hafði ekki þroska til þess að gera greinarmun á góðvild eða kynferðislegri misneytingu.Gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur Í niðurstöðu dómsins segir að ákærða og brotaþola beri í öllum aðalatriðum saman um málsatvik, þ.e. um aðdraganda hinna kynferðislegu samskipta, samskiptin sjálf og hvernig þeim lauk. Þannig er ákærði sakfelldur fyrir ítrekuð og alvarleg brot gegn brotaþola Þá var sérstaklega tekið tillit til háttsemi ákærða eftir að brotin voru framin, svo sem skilaboð hans á Facebook þar sem hann leitaðist við að koma ábyrgð á brotum sínum yfir á brotaþola og hafa áhrif á ákvörðun hennar um að kæra háttsemi hans. Með hliðsjón af því þykir hæfileg refsins ákærða vera óskilorðsbundið fangelsi í eitt og hálft ár. Þá hefur honum einnig verið gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur auk annars málskostnaðar.
Tengdar fréttir Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður fyrir kynferðisbrot Karlmaður sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. 27. apríl 2017 23:16 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Sjá meira
Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður fyrir kynferðisbrot Karlmaður sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. 27. apríl 2017 23:16