„FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 16:00 Íslandsmeistarar FH mæta færeysku meisturunum í Víkingi úr Götu í kvöld á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 en þetta er fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Færeyska liðið er á toppnum heima fyrir og hefur náð góðum úrslitum í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Það gerði jafntefli í öðrum leik sínum gegn Rosenborg í fyrra og lagði Tromsö fyrir tveimur árum. Markmiðið í kvöld er að halda markinu hreinu segir Atli Gregersen, fyrirliði Víkings og landsliðsmaður Færeyja. Leikstíll Færeyinganna mun ekki koma á óvart. „Við munum reyna að skora því ég væri til í að skora á móti góðvini mínum Gunnari Nielsen. Það er erfitt að spá fyrir um þetta því fyrri leikurinn er bara fyrri hálfleikurinn í einvíginu,“ segir Atli.„Við ætlum að reyna að vera þéttir og reyna að skora úr skyndisóknum. Það kemur auðvitað ekkert á óvart. Þetta verður erfitt en við hlökkum til að spila á móti liði frá frændþjóð okkar. Þetta verður vonandi góður leikur en menn munu láta finna fyrir sér held ég.“ Atli segist ekki vita mikið um FH-liðið en þekkir þó þeirra helstu menn. Hann líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við enskan landsliðsframherja. „Þeir eru auðvitað með stóra Andy Carroll frammi sem er mjög góður. Svo er FH með Atla Guðnason og Skotann Steven Lennon. FH er mjög gott lið sem erfitt er að finna veikleika á. Markvörðurinn er líka mjög góður,“ segir Atli. „Þeir urðu meistarar í fyrra með góðum varnarleik en við einbeitum okkur ekki of mikið að þeim heldur að okkur. Við erum með góða leikmenn frammi sem geta vonandi skaðað FH. Það er erfitt að spá í þetta saman því ég hef ekki hugmynd um hverju ég á að búast við. Eina sem ég veit er að ég mun njóta leiksins,“ segir Atli Gregersen. Viðtalið við Atla má sjá í spilaranum hér að ofan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er góðvinur Gunnars Nielsen sem er víst ekki þekktur fyrir að vinna venjulega dagvinnu með fótboltanum eins og samlandar sínir 12. júlí 2017 11:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Íslandsmeistarar FH mæta færeysku meisturunum í Víkingi úr Götu í kvöld á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 en þetta er fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Færeyska liðið er á toppnum heima fyrir og hefur náð góðum úrslitum í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Það gerði jafntefli í öðrum leik sínum gegn Rosenborg í fyrra og lagði Tromsö fyrir tveimur árum. Markmiðið í kvöld er að halda markinu hreinu segir Atli Gregersen, fyrirliði Víkings og landsliðsmaður Færeyja. Leikstíll Færeyinganna mun ekki koma á óvart. „Við munum reyna að skora því ég væri til í að skora á móti góðvini mínum Gunnari Nielsen. Það er erfitt að spá fyrir um þetta því fyrri leikurinn er bara fyrri hálfleikurinn í einvíginu,“ segir Atli.„Við ætlum að reyna að vera þéttir og reyna að skora úr skyndisóknum. Það kemur auðvitað ekkert á óvart. Þetta verður erfitt en við hlökkum til að spila á móti liði frá frændþjóð okkar. Þetta verður vonandi góður leikur en menn munu láta finna fyrir sér held ég.“ Atli segist ekki vita mikið um FH-liðið en þekkir þó þeirra helstu menn. Hann líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við enskan landsliðsframherja. „Þeir eru auðvitað með stóra Andy Carroll frammi sem er mjög góður. Svo er FH með Atla Guðnason og Skotann Steven Lennon. FH er mjög gott lið sem erfitt er að finna veikleika á. Markvörðurinn er líka mjög góður,“ segir Atli. „Þeir urðu meistarar í fyrra með góðum varnarleik en við einbeitum okkur ekki of mikið að þeim heldur að okkur. Við erum með góða leikmenn frammi sem geta vonandi skaðað FH. Það er erfitt að spá í þetta saman því ég hef ekki hugmynd um hverju ég á að búast við. Eina sem ég veit er að ég mun njóta leiksins,“ segir Atli Gregersen. Viðtalið við Atla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er góðvinur Gunnars Nielsen sem er víst ekki þekktur fyrir að vinna venjulega dagvinnu með fótboltanum eins og samlandar sínir 12. júlí 2017 11:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er góðvinur Gunnars Nielsen sem er víst ekki þekktur fyrir að vinna venjulega dagvinnu með fótboltanum eins og samlandar sínir 12. júlí 2017 11:30