Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 11:30 Íslandsmeistarar FH mæta færeyskum meisturum í Víkingi úr Götu í kvöld í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrirliði Víkinga og markvörður FH þekkjast vel. FH klikkaði illilega í fyrra þegar liðið tapaði á þessu stigi keppninnar gegn Dundalk frá Írlandi og meistararnir úr Hafnarfirði ætla ekki að láta það gerast aftur. Þeir fengu óvæntan skell í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar gegn Ólsurum en þeir hafa upplifað margt á mörgum árum í Evrópukeppnum. „Það hefur oft verið samasem merki á milli síðasta leiks í deild og Evrópukeppni hjá okkur. Þessi leikur bara búinn. Eins og hefur komið fram er ný keppni, Evrópukeppni. Við erum reynslumiklir í henni og viljum standa okkur vel. Við erum búnir að gleyma þessum leik á föstudagskvöldið,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Færeyski landsliðsmaðurinn Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er brattur fyrir einvígið þó íslensk félagslið hafi hingað til nánast undantekningalaust haft betur í baráttu við færeysk lið. „Við erum ekki að hugsa um það sem hefur gerst heldur viljum við skrifa okkar eigin sögu. Við erum heldur ekki að hugsa um einhverjar bölvanir eða íslensku Víkingana. Við erum sjálfir Víkingar þannig að við mætum bara bjartsýnir til leiks. Þetta verður erfitt en vonandi getum við sungið hressir saman í flugvélinni á leið heim.“ Gregersen er úr Þórshöfn eins og Gunnar Nielsen, markvörður FH, og þeir spila saman með færeyska landsliðinu. Atli og Gunnar eru góðir félagar og langar miðverðinum að skora á móti góðvini sínum annað kvöld. „Hann er ágætur,“ segir Atli og hlær. „Nei, hann er virkilega góður markvörður og góður maður. Ég var að frétta það að hann er kominn í venjulega vinnu líka sem er þá í fyrsta sinn á hans ævi. Kannski verður hann þá svolítið þreyttur á morgun. En að öllu gamni slepptu er Gunnar frábær markvörður en hann er bara mannlegur,“ segir Atli Gregersen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Íslandsmeistarar FH mæta færeyskum meisturum í Víkingi úr Götu í kvöld í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrirliði Víkinga og markvörður FH þekkjast vel. FH klikkaði illilega í fyrra þegar liðið tapaði á þessu stigi keppninnar gegn Dundalk frá Írlandi og meistararnir úr Hafnarfirði ætla ekki að láta það gerast aftur. Þeir fengu óvæntan skell í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar gegn Ólsurum en þeir hafa upplifað margt á mörgum árum í Evrópukeppnum. „Það hefur oft verið samasem merki á milli síðasta leiks í deild og Evrópukeppni hjá okkur. Þessi leikur bara búinn. Eins og hefur komið fram er ný keppni, Evrópukeppni. Við erum reynslumiklir í henni og viljum standa okkur vel. Við erum búnir að gleyma þessum leik á föstudagskvöldið,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Færeyski landsliðsmaðurinn Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er brattur fyrir einvígið þó íslensk félagslið hafi hingað til nánast undantekningalaust haft betur í baráttu við færeysk lið. „Við erum ekki að hugsa um það sem hefur gerst heldur viljum við skrifa okkar eigin sögu. Við erum heldur ekki að hugsa um einhverjar bölvanir eða íslensku Víkingana. Við erum sjálfir Víkingar þannig að við mætum bara bjartsýnir til leiks. Þetta verður erfitt en vonandi getum við sungið hressir saman í flugvélinni á leið heim.“ Gregersen er úr Þórshöfn eins og Gunnar Nielsen, markvörður FH, og þeir spila saman með færeyska landsliðinu. Atli og Gunnar eru góðir félagar og langar miðverðinum að skora á móti góðvini sínum annað kvöld. „Hann er ágætur,“ segir Atli og hlær. „Nei, hann er virkilega góður markvörður og góður maður. Ég var að frétta það að hann er kominn í venjulega vinnu líka sem er þá í fyrsta sinn á hans ævi. Kannski verður hann þá svolítið þreyttur á morgun. En að öllu gamni slepptu er Gunnar frábær markvörður en hann er bara mannlegur,“ segir Atli Gregersen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira