Trump yngri boðnar rússneskar upplýsingar um Clinton í gegnum slúðurblaðamann og poppstjörnu Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2017 19:30 Feðgarnir Donald Trump og Donald Trump. Vísir/AFP Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. Rob Goldstone er fyrrverandi breskur slúðurblaðamaður og markaðssérfræðingur sem vinnur fyrir rússneska poppstjörnu að nafni Emin Aglarov. Poppstjarnan kom að Miss Universe fegurðarsamkeppninni sem er í eigu Donald Trump í Moskvu árið 2013 og flutti kynningarlag keppninnar. Eftir að New York Times birti frétt í gær um fund Don Trump með rússneskum lögfræðingi, konu, með tengsl við rússnesk stjórnvöld, birti Trump yngri á Twitter síðu sinni í dag tölvusamskipti við Rob Goldstone um aðdraganda þess fundar. En New York Times hafði þá boðað frekari afhjúpanir í tengslum við fundinn. Hinn 3. júní í fyrra þegar baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum var í algleymingi, sendi Goldstone Trump yngra tölvupóst. Þar greinir hann frá því að áðurnefndri poppstjörnu Emin sé kunnugt um að aðalsaksóknari Rússlands hafi hitt föður Emin, Aras, fyrr um morguninn þann sama dag. Saksóknarinn hafi boðist til að útvega kosningabaráttu Trump opinber gögn og upplýsingar sem myndu sakfella Hillary Clinton vegna samskipta hennar við Rússa og gagnast föður Don Trump vel. „Þetta eru augljóslega viðkvæmar upplýsingar frá æðstu stöðum en eru hluti af stuðningi Rússa og rússneskra stjórnvalda við Herra Trump - með stuðningi Emin og föður hans Aras.“ segir í tölvuskeytinu. Síðar í tölvuskeytinu til sonar Trump segir Goldstone: „Ég get líka sent þessar upplýsingar til föður þíns í gegnum Rhona (sem var aðstoðarkona Donald Trump áður en hann varð forseti) en þetta er einstaklega viðkvæmt þannig að ég vildi ræða við þig fyrst.“ Á þessum tíma tók Don Trump að fullu þátt í kosningabaráttu föður síns og því nátengdur framboðinu. Samkvæmt bandarískum lögum mega erlendir ríkisborgarar ekki skipta sér af kosningum til embætta í landinu. Engi að síður ákvað Don að hitta rússneskan lögmanninn vegna þessara mála í turni föður síns í New York sex dögum síðar ásamt kosningastjóra föður síns Paul Manfort og mági sínum Jared Kushner, sem nú er einn aðalráðgjafi forsetans. Daginn sem fundurinn fór fram tísti Donald Trump spurningu til Clinton: „Hvar eru þrjátíu og þrjú þúsund tölvupóstar sem þú eyddir.“ Í yfirlýsingu á Twitter í dag gerir Trump yngri lítið úr þessum fundi og segir rússneska lögmanninn ekki hafa verið á vegum rússneskra stjórnvalda. Hún hafi ekki haft neinar upplýsingar fram að færa, en viljað ræða ættleiðingar til Bandaríkjanna á rússneskum börnum sem Vladimir Putin hafði stoppað eftir að Bandaríkjaþing samþykkti refsiaðgerðir gegn tilteknum rússneskum einstaklingum. Og það er greinilegt að Donald Trump finnst mikið til rússnesku poppstjörnunnar því hann sendi Emin þessi skilaboð þegar hann varð 35 ára í desember 2014: „Emin, ég trúi því ekki að þú sért að verða 35 ára. Þú eldist, en þú ert sigurvegari og baráttumaður. Frábær fasteignasali og magnaður skemmtikraftur, strákur,“ sagði Donald Trump. . Donald Trump Tengdar fréttir Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. Rob Goldstone er fyrrverandi breskur slúðurblaðamaður og markaðssérfræðingur sem vinnur fyrir rússneska poppstjörnu að nafni Emin Aglarov. Poppstjarnan kom að Miss Universe fegurðarsamkeppninni sem er í eigu Donald Trump í Moskvu árið 2013 og flutti kynningarlag keppninnar. Eftir að New York Times birti frétt í gær um fund Don Trump með rússneskum lögfræðingi, konu, með tengsl við rússnesk stjórnvöld, birti Trump yngri á Twitter síðu sinni í dag tölvusamskipti við Rob Goldstone um aðdraganda þess fundar. En New York Times hafði þá boðað frekari afhjúpanir í tengslum við fundinn. Hinn 3. júní í fyrra þegar baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum var í algleymingi, sendi Goldstone Trump yngra tölvupóst. Þar greinir hann frá því að áðurnefndri poppstjörnu Emin sé kunnugt um að aðalsaksóknari Rússlands hafi hitt föður Emin, Aras, fyrr um morguninn þann sama dag. Saksóknarinn hafi boðist til að útvega kosningabaráttu Trump opinber gögn og upplýsingar sem myndu sakfella Hillary Clinton vegna samskipta hennar við Rússa og gagnast föður Don Trump vel. „Þetta eru augljóslega viðkvæmar upplýsingar frá æðstu stöðum en eru hluti af stuðningi Rússa og rússneskra stjórnvalda við Herra Trump - með stuðningi Emin og föður hans Aras.“ segir í tölvuskeytinu. Síðar í tölvuskeytinu til sonar Trump segir Goldstone: „Ég get líka sent þessar upplýsingar til föður þíns í gegnum Rhona (sem var aðstoðarkona Donald Trump áður en hann varð forseti) en þetta er einstaklega viðkvæmt þannig að ég vildi ræða við þig fyrst.“ Á þessum tíma tók Don Trump að fullu þátt í kosningabaráttu föður síns og því nátengdur framboðinu. Samkvæmt bandarískum lögum mega erlendir ríkisborgarar ekki skipta sér af kosningum til embætta í landinu. Engi að síður ákvað Don að hitta rússneskan lögmanninn vegna þessara mála í turni föður síns í New York sex dögum síðar ásamt kosningastjóra föður síns Paul Manfort og mági sínum Jared Kushner, sem nú er einn aðalráðgjafi forsetans. Daginn sem fundurinn fór fram tísti Donald Trump spurningu til Clinton: „Hvar eru þrjátíu og þrjú þúsund tölvupóstar sem þú eyddir.“ Í yfirlýsingu á Twitter í dag gerir Trump yngri lítið úr þessum fundi og segir rússneska lögmanninn ekki hafa verið á vegum rússneskra stjórnvalda. Hún hafi ekki haft neinar upplýsingar fram að færa, en viljað ræða ættleiðingar til Bandaríkjanna á rússneskum börnum sem Vladimir Putin hafði stoppað eftir að Bandaríkjaþing samþykkti refsiaðgerðir gegn tilteknum rússneskum einstaklingum. Og það er greinilegt að Donald Trump finnst mikið til rússnesku poppstjörnunnar því hann sendi Emin þessi skilaboð þegar hann varð 35 ára í desember 2014: „Emin, ég trúi því ekki að þú sért að verða 35 ára. Þú eldist, en þú ert sigurvegari og baráttumaður. Frábær fasteignasali og magnaður skemmtikraftur, strákur,“ sagði Donald Trump. .
Donald Trump Tengdar fréttir Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37