Góðar fréttir og slæmar um heimsviðskipti Lars Christensen skrifar 12. júlí 2017 07:00 Verndarstefnutal Donalds Trump veldur sannarlega áhyggjum og vekur upp gamlar minningar um verndarstefnuna á 4. áratug síðustu aldar. Þá guldu ríki líku líkt í heimsviðskiptum og verndarstefna eins ríkis – til dæmis hin alræmdu Smoot-Hawley tollalög í Bandaríkjunum – olli því að önnur ríki gripu til sinna eigin skaðlegu verndaraðgerða. Enn sem komið er getum við hins vegar ekki sagt að við sjáum endurtekningu á verndarbylgjunni frá því á 4. áratugnum. Jú, Bandaríkin eru orðin verndarsinnaðri, en það lítur út fyrir að önnur ríki heims hafi, í stað þess að taka upp slæma stefnu Bandaríkjanna, orðið hrædd við popúlíska og verndarsinnaða orðræðu Trumps. Gott dæmi um þetta er nýr fríverslunarsamningur Evrópusambandsins og Japans – hinn svokallaði Efnahagslegi samstarfssamningur. Samningurinn sem náðist eftir fjögurra ára viðræður mun fella niður tolla á 99% vara sem seldar eru á milli ESB og Japans. ESB og Japan munu opna opinbera innkaupamarkaði sína hvort fyrir öðru og fella niður viðskiptahindranir aðrar en tolla. Samningurinn er sannarlega góðar fréttir fyrir heimsbúskapinn þar sem ESB og Japan eru samanlagt með 30% af vergri landsframleiðslu heimsins. Svo það ber að fagna þessum samningi, ekki bara vegna beinna jákvæðra áhrifa á heimsbúskapinn, heldur einnig vegna þess að hann sýnir heiminum að leiðin fram á við er ekki lokuð landamæri og verndarstefna. Við eigum að taka frjálsum viðskiptum og alþjóðavæðingu opnum örmum í stað þess að hafna slíku. Því miður skilur Donald Trump þetta ekki en hins vegar byrjaði ekki verndarstefna Bandaríkjanna með Donald Trump. Reyndar hófst endurkoma bandarískrar verndarstefnu – slæm hefð sem á sér langa sögu – á meðan Barack Obama var forseti. Og kannski enn fyrr. Alþjóðlega rannsóknarstofnunin Global Trade Alert sem fylgist með verndunaraðgerðum um allan heim gaf út ársskýrslu sína í síðustu viku. Það eru góðar fréttir og slæmar fréttir í skýrslunni. Slæmu fréttirnar eru að stærsta hagkerfi heimsins verður sífellt lokaðra. Góðu fréttirnar eru að verndarstefnan er ekki að ná sér á strik annars staðar. Þannig heldur verndarstefna Bandaríkjanna áfram að vaxa en í stað þess að svara í sömu mynt hafa önnur stór hagkerfi heimsins (G20-ríkin) í raun dregið úr verndaraðgerðum sínum hvert gegn öðru og gegn Bandaríkjunum. Svo það kemur í ljós að Donald Trump hefur haft góð áhrif að einu leyti. Hann hefur styrkt ferlið í átt að sívaxandi alþjóðavæðingu og frjálsri verslun – að minnsta kosti ef við lítum fram hjá bandaríska hagkerfinu. Því miður (hvað þetta varðar) eru Bandaríkin enn stærsta hagkerfi heims. En mesta lofið ættu leiðtogar Evrópusambandsríkjanna, Japans og Kína að fá fyrir að halda áfram að styðja meiri frjálsa verslun í stað þess að snúa sér inn á við (og niður á við!).Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Verndarstefnutal Donalds Trump veldur sannarlega áhyggjum og vekur upp gamlar minningar um verndarstefnuna á 4. áratug síðustu aldar. Þá guldu ríki líku líkt í heimsviðskiptum og verndarstefna eins ríkis – til dæmis hin alræmdu Smoot-Hawley tollalög í Bandaríkjunum – olli því að önnur ríki gripu til sinna eigin skaðlegu verndaraðgerða. Enn sem komið er getum við hins vegar ekki sagt að við sjáum endurtekningu á verndarbylgjunni frá því á 4. áratugnum. Jú, Bandaríkin eru orðin verndarsinnaðri, en það lítur út fyrir að önnur ríki heims hafi, í stað þess að taka upp slæma stefnu Bandaríkjanna, orðið hrædd við popúlíska og verndarsinnaða orðræðu Trumps. Gott dæmi um þetta er nýr fríverslunarsamningur Evrópusambandsins og Japans – hinn svokallaði Efnahagslegi samstarfssamningur. Samningurinn sem náðist eftir fjögurra ára viðræður mun fella niður tolla á 99% vara sem seldar eru á milli ESB og Japans. ESB og Japan munu opna opinbera innkaupamarkaði sína hvort fyrir öðru og fella niður viðskiptahindranir aðrar en tolla. Samningurinn er sannarlega góðar fréttir fyrir heimsbúskapinn þar sem ESB og Japan eru samanlagt með 30% af vergri landsframleiðslu heimsins. Svo það ber að fagna þessum samningi, ekki bara vegna beinna jákvæðra áhrifa á heimsbúskapinn, heldur einnig vegna þess að hann sýnir heiminum að leiðin fram á við er ekki lokuð landamæri og verndarstefna. Við eigum að taka frjálsum viðskiptum og alþjóðavæðingu opnum örmum í stað þess að hafna slíku. Því miður skilur Donald Trump þetta ekki en hins vegar byrjaði ekki verndarstefna Bandaríkjanna með Donald Trump. Reyndar hófst endurkoma bandarískrar verndarstefnu – slæm hefð sem á sér langa sögu – á meðan Barack Obama var forseti. Og kannski enn fyrr. Alþjóðlega rannsóknarstofnunin Global Trade Alert sem fylgist með verndunaraðgerðum um allan heim gaf út ársskýrslu sína í síðustu viku. Það eru góðar fréttir og slæmar fréttir í skýrslunni. Slæmu fréttirnar eru að stærsta hagkerfi heimsins verður sífellt lokaðra. Góðu fréttirnar eru að verndarstefnan er ekki að ná sér á strik annars staðar. Þannig heldur verndarstefna Bandaríkjanna áfram að vaxa en í stað þess að svara í sömu mynt hafa önnur stór hagkerfi heimsins (G20-ríkin) í raun dregið úr verndaraðgerðum sínum hvert gegn öðru og gegn Bandaríkjunum. Svo það kemur í ljós að Donald Trump hefur haft góð áhrif að einu leyti. Hann hefur styrkt ferlið í átt að sívaxandi alþjóðavæðingu og frjálsri verslun – að minnsta kosti ef við lítum fram hjá bandaríska hagkerfinu. Því miður (hvað þetta varðar) eru Bandaríkin enn stærsta hagkerfi heims. En mesta lofið ættu leiðtogar Evrópusambandsríkjanna, Japans og Kína að fá fyrir að halda áfram að styðja meiri frjálsa verslun í stað þess að snúa sér inn á við (og niður á við!).Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun