Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ 11. júlí 2017 15:00 Sigríður Lára Garðarsdóttir er ein af EM-nýliðunum. vísir/vilhelm Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV í Pepsi-deild kvenna, vann sér inn sæti í EM-hóp íslenska landsliðsins með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. Þessi 23 ára gamli nagli á miðjunni fékk kall í landsliðið fyrir Algarve-mótið og hefur ekki litið um öxl síðan. Hún var í byrjunarliðinu á móti Brasilíu í síðasta leik fyrir mót. „Þetta er búið að vera geggjað. Ég er mjög spennt að takast á við þetta verkefni,“ segir Sigríður Lára um dagana með landsliðinu eftir að æfingar hófust en stelpurnar fóru á Selfoss um helgina þar sem þær æfðu og skemmtu sér.„Það var mjög gaman. Helgin var frábær. Liðið náði að þjappa sér saman. Æfingarnar voru skemmtilegar og í heildina var bara mjög gaman. Áhuginn er mjög mikill á liðinu og fjölmiðlaumfjöllun um liðið mikil. Það er gaman að vera hluti af þessu.“ Ísland á sem betur fer nóg af góðum miðjumönnum og er Sísí, eins og hún er kölluð, ein af þeim. Leyfir hún sér að dreyma um byrjunarliðssæti á móti Frakklandi í fyrsta leik? „Auðvitað leyfir maður sér að dreyma en samkeppnin er mikil og það eru sterkir leikmenn í minni stöðu. Ég er bara hluti af liðinu og við þurfum að vinna saman. Þetta er liðsheild,“ segir hún. Sigríður Lára hefur spilað frábærlega á árinu fyrir ÍBV og nýtt tækifæri sín með íslenska landsliðinu. Spilamennska hennar á þessu ári er engin tilviljun. „Ég æfði með meistaraflokki karla í vetur. Það var alveg geggjað. Þar var hátt tempó og ég æfði mikið aukalega. Ég fór líka í einkaþjálfun þannig ég er að uppskera núna fyrir það sem ég sáði,“ segir hún. „Markmiðið var að komast í þennan hóp og fá að vera í landsliðinu. Það er bara alveg geggjað,“ segir Sigríður Lára Garðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV í Pepsi-deild kvenna, vann sér inn sæti í EM-hóp íslenska landsliðsins með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. Þessi 23 ára gamli nagli á miðjunni fékk kall í landsliðið fyrir Algarve-mótið og hefur ekki litið um öxl síðan. Hún var í byrjunarliðinu á móti Brasilíu í síðasta leik fyrir mót. „Þetta er búið að vera geggjað. Ég er mjög spennt að takast á við þetta verkefni,“ segir Sigríður Lára um dagana með landsliðinu eftir að æfingar hófust en stelpurnar fóru á Selfoss um helgina þar sem þær æfðu og skemmtu sér.„Það var mjög gaman. Helgin var frábær. Liðið náði að þjappa sér saman. Æfingarnar voru skemmtilegar og í heildina var bara mjög gaman. Áhuginn er mjög mikill á liðinu og fjölmiðlaumfjöllun um liðið mikil. Það er gaman að vera hluti af þessu.“ Ísland á sem betur fer nóg af góðum miðjumönnum og er Sísí, eins og hún er kölluð, ein af þeim. Leyfir hún sér að dreyma um byrjunarliðssæti á móti Frakklandi í fyrsta leik? „Auðvitað leyfir maður sér að dreyma en samkeppnin er mikil og það eru sterkir leikmenn í minni stöðu. Ég er bara hluti af liðinu og við þurfum að vinna saman. Þetta er liðsheild,“ segir hún. Sigríður Lára hefur spilað frábærlega á árinu fyrir ÍBV og nýtt tækifæri sín með íslenska landsliðinu. Spilamennska hennar á þessu ári er engin tilviljun. „Ég æfði með meistaraflokki karla í vetur. Það var alveg geggjað. Þar var hátt tempó og ég æfði mikið aukalega. Ég fór líka í einkaþjálfun þannig ég er að uppskera núna fyrir það sem ég sáði,“ segir hún. „Markmiðið var að komast í þennan hóp og fá að vera í landsliðinu. Það er bara alveg geggjað,“ segir Sigríður Lára Garðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30