NBA-stjarna Grikkja ætlar að spila á móti Íslandi á EM og bróðir hans líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2017 11:00 Giannis Antetokounmpo. Vísir/Getty NBA stórstjarnan Giannis Antetokounmpo verður með gríska landsliðinu á Evrópumótinu í körfubolta í haust en Grikkland er með Íslandi í riðli sem verður allur spilaður í Helsinki. Antetokounmpo er í sextán manna hópi Grikkja sem var tilkynntur í gær. Kostas Missas er nýtekinn við sem þjálfari liðsins og hann sannfærði gríska undrið um að spila fyrir sig á Evrópumótinu sem hefst í lok ágúst. Giannis Antetokounmpo hefur bætt sig mikið á hverju ári síðan að hann kom til Milwaukee Bucks og var í vetur valinn sá leikmaður í NBA-deildinni sem bætti sinn leik mest milli tímabila. Antetokounmpo er ekki bara besti leikmaður Milwaukee Bucks heldur er hann kominn í hóp með bestu leikmönnum NBA-deildarinnar. Giannis var með 22,9 stig, 8,7 fráköst, 5,4 stoðsendingar, 1,9 varið skot og 1,6 stolinn bolta að meðaltali í leik með Buck 2016-17. Giannis verður ekki sá eini í fjölskyldu sinni sem spilar með Grikkjum á EM því eldri bróðir hans, Thanasis Antetokounmpo, er einnig í EM-hópnum. Thanasis er tveimur árum eldri og spilar með Panathinaikos á næstu leiktíð en hann var valinn af New York Knicks í nýliðavalinu 2014. Ísland mætir einmitt Grikklandi í fyrsta leik og verkefnið varð nú ekkert auðveldara þegar ljóst var að Giannis Antetokounmpo yrði með gríska liðinu. Eina stóra nafnið sem vantar í gríska liðið á EM í ár er Kostas Koufos, miðherji Sacramento Kings, sem er að reyna að ná sér góðum af meiðslum á hendi.Hér má sjá lista yfir allan hópinn og umfjöllum um valið. EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
NBA stórstjarnan Giannis Antetokounmpo verður með gríska landsliðinu á Evrópumótinu í körfubolta í haust en Grikkland er með Íslandi í riðli sem verður allur spilaður í Helsinki. Antetokounmpo er í sextán manna hópi Grikkja sem var tilkynntur í gær. Kostas Missas er nýtekinn við sem þjálfari liðsins og hann sannfærði gríska undrið um að spila fyrir sig á Evrópumótinu sem hefst í lok ágúst. Giannis Antetokounmpo hefur bætt sig mikið á hverju ári síðan að hann kom til Milwaukee Bucks og var í vetur valinn sá leikmaður í NBA-deildinni sem bætti sinn leik mest milli tímabila. Antetokounmpo er ekki bara besti leikmaður Milwaukee Bucks heldur er hann kominn í hóp með bestu leikmönnum NBA-deildarinnar. Giannis var með 22,9 stig, 8,7 fráköst, 5,4 stoðsendingar, 1,9 varið skot og 1,6 stolinn bolta að meðaltali í leik með Buck 2016-17. Giannis verður ekki sá eini í fjölskyldu sinni sem spilar með Grikkjum á EM því eldri bróðir hans, Thanasis Antetokounmpo, er einnig í EM-hópnum. Thanasis er tveimur árum eldri og spilar með Panathinaikos á næstu leiktíð en hann var valinn af New York Knicks í nýliðavalinu 2014. Ísland mætir einmitt Grikklandi í fyrsta leik og verkefnið varð nú ekkert auðveldara þegar ljóst var að Giannis Antetokounmpo yrði með gríska liðinu. Eina stóra nafnið sem vantar í gríska liðið á EM í ár er Kostas Koufos, miðherji Sacramento Kings, sem er að reyna að ná sér góðum af meiðslum á hendi.Hér má sjá lista yfir allan hópinn og umfjöllum um valið.
EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira