Erlent

Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump

Donald Trump yngri.
Donald Trump yngri. vísir/afp
Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra.

Blaðið segir að blaðafulltrúinn Rob Goldstone, sem skipulagði fundinn með lögfræðingnum, hafi fullyrt þetta í tölvupósti til Trump yngri, áður en af fundinum varð.

Í boði voru upplýsingar sem áttu að skemma fyrir Hillary Clinton frambjóðanda Demókrata en bæði Hvíta húsið og stjórnvöld í Moskvu hafa neitað því að rússnesk yfirvöld hafi komið að málinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×