Trump yngri í vörn vegna fundarins með rússneska lögfræðingnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 17:50 Donald Trump yngri viðurkennir að hafa hitt rússneska lögfræðinginn en segir að hún hafi ekki haft neinar marktækar upplýsingar undir höndum um Hillary Clinton. vísir/getty Donald Trump yngri, sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur áfram að svara fyrir sig í kjölfar fregna af fundi hans með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya. Í dag fór hann og samfélagsmiðilinn Twitter, eins og faðir hans gerir oft þegar hann er í vörn, og sagði til að mynda á kaldhæðinn hátt að hann væri auðvitað fyrsta manneskjan í kosningabaráttu sem færi á fund með manneskju sem gæti veitt upplýsingar um pólitískan andstæðing.Obviously I'm the first person on a campaign to ever take a meeting to hear info about an opponent... went nowhere but had to listen. https://t.co/ccUjL1KDEa— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017 Fundur Trump yngri og Veselnitskaya fór fram þann 9. júní í fyrra en auk þeirra voru þeir Jared Kushner, tengdasonur Bandaríkjaforseta, og Paul J Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, á fundinum. Var Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, andstæðing föður hans í kapphlaupinu um Hvíta húsið, ef hann myndi mæta á fundinn samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Trump yngri segir hins vegar sjálfur að hann hafi einungis hitt lögfræðinginn til að ræða ættleiðingarstefnu Rússland en árið 2012 ákváðu Rússar að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn.Engar marktækar upplýsingar um Clinton Talið er að fundurinn sé sá fyrsti í kosningabaráttunni þar sem nánir samstarfsmenn Trump hittu Rússa en eins og kunnugt er eru meint tengsl Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta nú til rannsóknar. Þá eru meint afskipti Rússa af forsetakosningunum einnig til rannsóknar. Í yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í gær sagði hann að eftir að kynning hefði farið fram varðandi ættleiðingarstefnuna hefði Veselnitskaya minnst á Clinton. „Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum,“ sagði í yfirlýsingunni. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn fyrrnefndum ættleiðingarlögum.The Times 'exposé' on Donald Trump Jr. is a big yawn https://t.co/96GiWk87qq via @nypost— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017 Tengdar fréttir Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Donald Trump yngri, sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur áfram að svara fyrir sig í kjölfar fregna af fundi hans með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya. Í dag fór hann og samfélagsmiðilinn Twitter, eins og faðir hans gerir oft þegar hann er í vörn, og sagði til að mynda á kaldhæðinn hátt að hann væri auðvitað fyrsta manneskjan í kosningabaráttu sem færi á fund með manneskju sem gæti veitt upplýsingar um pólitískan andstæðing.Obviously I'm the first person on a campaign to ever take a meeting to hear info about an opponent... went nowhere but had to listen. https://t.co/ccUjL1KDEa— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017 Fundur Trump yngri og Veselnitskaya fór fram þann 9. júní í fyrra en auk þeirra voru þeir Jared Kushner, tengdasonur Bandaríkjaforseta, og Paul J Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, á fundinum. Var Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, andstæðing föður hans í kapphlaupinu um Hvíta húsið, ef hann myndi mæta á fundinn samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Trump yngri segir hins vegar sjálfur að hann hafi einungis hitt lögfræðinginn til að ræða ættleiðingarstefnu Rússland en árið 2012 ákváðu Rússar að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn.Engar marktækar upplýsingar um Clinton Talið er að fundurinn sé sá fyrsti í kosningabaráttunni þar sem nánir samstarfsmenn Trump hittu Rússa en eins og kunnugt er eru meint tengsl Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta nú til rannsóknar. Þá eru meint afskipti Rússa af forsetakosningunum einnig til rannsóknar. Í yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í gær sagði hann að eftir að kynning hefði farið fram varðandi ættleiðingarstefnuna hefði Veselnitskaya minnst á Clinton. „Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum,“ sagði í yfirlýsingunni. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn fyrrnefndum ættleiðingarlögum.The Times 'exposé' on Donald Trump Jr. is a big yawn https://t.co/96GiWk87qq via @nypost— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017
Tengdar fréttir Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46