Telur heppilegast að allir í stjórn Neytendasamtakanna segi af sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. júlí 2017 10:04 Ófremdarástand ríkir innan Neytendasamtakanna og heppilegast er að allir í stjórninni segi af sér og kosið verði upp á nýtt, segir Þóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi varaformaður Neytendasamtakanna. Ágreiningur innan samtakanna hafi bæði skaðað ímynd þeirra og verkefnin. „Þetta bara virkar ekki og þegar eitthvað virkar ekki þá þarf bara að breyta því og laga það,“ sagði Þóra í Bítinu í morgun.Vilja formanninn burt Málefni Neytendasamtakanna hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið en meirihluti stjórnar samtakanna hefur skorað á formann þeirra, Ólaf Arnarson, að segja af sér. Þóra segist þeirrar skoðunar að Ólafur einfaldlega verði að stíga til hliðar. „Ólafur var kjörinn til tveggja ára, sem og stjórnin. Það er búið að biðja hann um að fara en hann vill það ekki. Hann hefur rétt á því að segja nei en sem lausn í málinu gæti það kannski verið rétt að allir segðu: Ok, þetta gengur ekki, þetta er ekki að virka. Förum og kjósum upp á nýtt.“Hver vika skaði Þóra segir mikilvægt að lausn verði fundin sem fyrst. Samtökin hafi beðið hnekki vegna innanborðsdeilna og að hver vika skaði samtökin enn frekar. „Eins og ég sé þetta núna þá er þarna óstarfhæft batterí sem þarf auðvitað að koma í lag. Og neytendur í landinu, sérstaklega félagsmenn sem eru að borga í samtökin, eiga bara skilið að þessi samtök fúnkeri,“ segir hún og bætir við að hún hafi sjálf íhugað að hætta að greiða í samtökin vegna átakanna. Aðspurð segist hún hafa íhugað að bjóða sig aftur fram í stjórnina. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Öllu starfsfólki Neytendasamtakanna sagt upp Stjórn Neytendasamtakanna hefur ákveðið að segja upp öllu starfsfólki. 30. júní 2017 10:13 Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39 Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna vill losna við formanninn Í dag birtist yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. 9. júlí 2017 19:15 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Ófremdarástand ríkir innan Neytendasamtakanna og heppilegast er að allir í stjórninni segi af sér og kosið verði upp á nýtt, segir Þóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi varaformaður Neytendasamtakanna. Ágreiningur innan samtakanna hafi bæði skaðað ímynd þeirra og verkefnin. „Þetta bara virkar ekki og þegar eitthvað virkar ekki þá þarf bara að breyta því og laga það,“ sagði Þóra í Bítinu í morgun.Vilja formanninn burt Málefni Neytendasamtakanna hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið en meirihluti stjórnar samtakanna hefur skorað á formann þeirra, Ólaf Arnarson, að segja af sér. Þóra segist þeirrar skoðunar að Ólafur einfaldlega verði að stíga til hliðar. „Ólafur var kjörinn til tveggja ára, sem og stjórnin. Það er búið að biðja hann um að fara en hann vill það ekki. Hann hefur rétt á því að segja nei en sem lausn í málinu gæti það kannski verið rétt að allir segðu: Ok, þetta gengur ekki, þetta er ekki að virka. Förum og kjósum upp á nýtt.“Hver vika skaði Þóra segir mikilvægt að lausn verði fundin sem fyrst. Samtökin hafi beðið hnekki vegna innanborðsdeilna og að hver vika skaði samtökin enn frekar. „Eins og ég sé þetta núna þá er þarna óstarfhæft batterí sem þarf auðvitað að koma í lag. Og neytendur í landinu, sérstaklega félagsmenn sem eru að borga í samtökin, eiga bara skilið að þessi samtök fúnkeri,“ segir hún og bætir við að hún hafi sjálf íhugað að hætta að greiða í samtökin vegna átakanna. Aðspurð segist hún hafa íhugað að bjóða sig aftur fram í stjórnina. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Öllu starfsfólki Neytendasamtakanna sagt upp Stjórn Neytendasamtakanna hefur ákveðið að segja upp öllu starfsfólki. 30. júní 2017 10:13 Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39 Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna vill losna við formanninn Í dag birtist yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. 9. júlí 2017 19:15 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Öllu starfsfólki Neytendasamtakanna sagt upp Stjórn Neytendasamtakanna hefur ákveðið að segja upp öllu starfsfólki. 30. júní 2017 10:13
Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39
Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna vill losna við formanninn Í dag birtist yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. 9. júlí 2017 19:15