Hlaupið í Múlakvísl í rénun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2017 15:58 Múlakvísl við Þjóðveginn austan við Vík þar sem hún rennur undir brúna. Gamla brúin fór í jökulhlaupinu árið 2011. vísir/jóhann k. jóhannsson Jökulhlaupið í Múlakvísl er í rénun en ekki er hægt að útiloka að stærra hlaup muni fylgja í kjölfarið. Enginn gosórói hefur mælst í Kötlu frá því í nótt, þegar jökulhlaupið var að hefjast. „Við teljum, samkvæmt þeim upplýsingum sem við erum með, að hlaupið sé í rénun. Mælingar fara jafnt og þétt minnkandi, þ.e styrkur rafleiðninnar, en höfum fengið ábendingar frá fólki á staðnum að enn sé töluvert hlaupvatn í ánni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Aðspurð segir hún að engin merki séu um gosóróa. „Það hefur enginn gosórói mælst frá því í nótt. Það hafa mælst nokkrir skjálftar frá klukkan sjö í morgun en þeir voru allir minniháttar, og á því svæði sem við teljum vera upptök hlaupsins, norðaustarlega í öskjunni.“ Þá segir hún ekki hægt að útiloka annað og jafnvel stærra hlaup, en að tíminn þurfi að leiða það í ljós. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Rafleiðni jókst mjög hratt milli klukkan sex og til rúmlega sjö í morgun og toppaði í 580 µS/cm, en hefur farið hægt sígandi síðan þá. Klukkan 14.40 mældist rafleiðnin 330 µS/cm og fer hægt minnkandi. Sjónarvottar hafa gefið til kynna að áin sé enn mikil umfangs og mikill breytilegi sé í flóðafarveginum. Fólk hefur verið hvatt til að sýna aðgát í nágrenni árinnar vegna mögulegs gasútstreymis. Tengdar fréttir Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. 29. júlí 2017 13:13 Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Jökulhlaupið í Múlakvísl er í rénun en ekki er hægt að útiloka að stærra hlaup muni fylgja í kjölfarið. Enginn gosórói hefur mælst í Kötlu frá því í nótt, þegar jökulhlaupið var að hefjast. „Við teljum, samkvæmt þeim upplýsingum sem við erum með, að hlaupið sé í rénun. Mælingar fara jafnt og þétt minnkandi, þ.e styrkur rafleiðninnar, en höfum fengið ábendingar frá fólki á staðnum að enn sé töluvert hlaupvatn í ánni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Aðspurð segir hún að engin merki séu um gosóróa. „Það hefur enginn gosórói mælst frá því í nótt. Það hafa mælst nokkrir skjálftar frá klukkan sjö í morgun en þeir voru allir minniháttar, og á því svæði sem við teljum vera upptök hlaupsins, norðaustarlega í öskjunni.“ Þá segir hún ekki hægt að útiloka annað og jafnvel stærra hlaup, en að tíminn þurfi að leiða það í ljós. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Rafleiðni jókst mjög hratt milli klukkan sex og til rúmlega sjö í morgun og toppaði í 580 µS/cm, en hefur farið hægt sígandi síðan þá. Klukkan 14.40 mældist rafleiðnin 330 µS/cm og fer hægt minnkandi. Sjónarvottar hafa gefið til kynna að áin sé enn mikil umfangs og mikill breytilegi sé í flóðafarveginum. Fólk hefur verið hvatt til að sýna aðgát í nágrenni árinnar vegna mögulegs gasútstreymis.
Tengdar fréttir Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. 29. júlí 2017 13:13 Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. 29. júlí 2017 13:13
Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50
Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36