Degi styttra í næsta gos Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2017 20:00 Aukin hætta er á jökulhlaupi í Múlakvísl og á Mýrdalssandi eftir snarpan jarðskjálfta í Kötlu í fyrrakvöld. Almannavarnir hafa þegar lokað áningarstað við Múlakvísl og takmarkað umferð á leiðinni um gamla Mýrdalssand. Skjálfti af stærðinni 4,5 varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli í fyrrakvöld og sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu í gær að skjálftinn væri að mörgu leyti óvenjulegur. Lítil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu í dag og engin merki eru um gosóróa. Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi hefur jafnt og þétt farið hækkandi en þær segja til um magn jarðhitavatns í ánni og þegar hlaup af jarðhitavöldum eru í uppsiglingu tekur leiðnin í ánni að stíga. Þetta ástand getur varað í nokkra daga áður en hlaupið hefst en eftir skjálftann í fyrradag hafa tilkynningar borist um aukna brennisteinslykt á svæðinu.Hafa takmarkað umferð „Það er þessi aukna leiðni og aukið rennsli í ánni sem gefur vísbendingar um að eitthvað sé að gerast og það verður bara fylgst náið með því. Það er ómögulegt að segja hvort þetta leiði til einhvers meira heldur en er akkúrat núna,“ segir Víðir Reynisson, verkefnafulltrúi almannavarna á Suðurlandi. Almannavarnir og Vegagerðin hafa þegar gripið til ráðstafana á svæðinu. „Við lokuðum áningarstað við brúnna við Múlakvísl og erum búnir að takmarka umferð inn á gömlu leiðina inn á Mýrdalssand en þjóðvegurinn er alveg opinn og öll eðlileg umferð, hún hefur bara sinn vanagang,“ segir Víðir.Degi styttra í næsta gos Víðir segist ekki hafa upplýsingar um hvort Vísindaráð hafi komið saman vegna skjálftans en Veðurstofan fylgist grannt með gangi mála og Almannavarnir og Vegagerðin eru meðvituð um hættuna. „Eins og góður maður sagði einu sinni um Kötlu. Það eina sem við getum sagt um það hvenær næsta gos verður að þegar að þessi dagur er búinn þá er einum degi styttra í næsta gos,“ segir Víðir. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. 27. júlí 2017 12:03 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Aukin hætta er á jökulhlaupi í Múlakvísl og á Mýrdalssandi eftir snarpan jarðskjálfta í Kötlu í fyrrakvöld. Almannavarnir hafa þegar lokað áningarstað við Múlakvísl og takmarkað umferð á leiðinni um gamla Mýrdalssand. Skjálfti af stærðinni 4,5 varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli í fyrrakvöld og sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu í gær að skjálftinn væri að mörgu leyti óvenjulegur. Lítil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu í dag og engin merki eru um gosóróa. Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi hefur jafnt og þétt farið hækkandi en þær segja til um magn jarðhitavatns í ánni og þegar hlaup af jarðhitavöldum eru í uppsiglingu tekur leiðnin í ánni að stíga. Þetta ástand getur varað í nokkra daga áður en hlaupið hefst en eftir skjálftann í fyrradag hafa tilkynningar borist um aukna brennisteinslykt á svæðinu.Hafa takmarkað umferð „Það er þessi aukna leiðni og aukið rennsli í ánni sem gefur vísbendingar um að eitthvað sé að gerast og það verður bara fylgst náið með því. Það er ómögulegt að segja hvort þetta leiði til einhvers meira heldur en er akkúrat núna,“ segir Víðir Reynisson, verkefnafulltrúi almannavarna á Suðurlandi. Almannavarnir og Vegagerðin hafa þegar gripið til ráðstafana á svæðinu. „Við lokuðum áningarstað við brúnna við Múlakvísl og erum búnir að takmarka umferð inn á gömlu leiðina inn á Mýrdalssand en þjóðvegurinn er alveg opinn og öll eðlileg umferð, hún hefur bara sinn vanagang,“ segir Víðir.Degi styttra í næsta gos Víðir segist ekki hafa upplýsingar um hvort Vísindaráð hafi komið saman vegna skjálftans en Veðurstofan fylgist grannt með gangi mála og Almannavarnir og Vegagerðin eru meðvituð um hættuna. „Eins og góður maður sagði einu sinni um Kötlu. Það eina sem við getum sagt um það hvenær næsta gos verður að þegar að þessi dagur er búinn þá er einum degi styttra í næsta gos,“ segir Víðir.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. 27. júlí 2017 12:03 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14
Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. 27. júlí 2017 12:03
Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28