Lamar Odom: Ég notaði kókaín á hverjum einasta degi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2017 07:00 Lamar Odom er kominn aftur á beinu brautina. vísir/getty Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, dregur hvergi undan í pistli sem hann skrifaði fyrir vefsíðuna The Player's Tribune. Þar talar hann opinskátt um eiturlyfjafíkn sína og hvað gerðist þegar hann fannst meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada fyrir tveimur árum. „Allir sem hafa lifað flóknu lífi, sem er markað af eiturlyfjaneyslu, eins og ég þekkja þennan vítahring; ég hélt framhjá konunni minni og alls konar rugl,“ sagði Odom sem var giftur raunveruleikaþáttastjörnunni Khloé Kardashian. „Nætur þar sem ég átti að vera sofandi en var vakandi að sniffa kókaín. Þegar hjartað hamast í brjóstinu. Þegar þú áttir að vita betur. Þegar þú ert staddur í svona rússíbanareið.“ Odom hefur lent í ýmsum áföllum á lífsleiðinni. Faðir hans var heróínfíkill og móðir hans lést þegar Odom var aðeins 12 ára gamall. Þá missti hann son sinn þegar hann var aðeins sex mánaða gamall.Odom lék lengst af með Los Angeles Lakers og varð tvívegis NBA-meistari með liðinu.vísir/gettyOdom varð NBA-meistari með Lakers 2009 og 2010 og var valinn sjötti leikmaður ársins 2011. Eftir það lá leiðin hratt niður á við og Odom festist í viðjum fíknarinnar. Í október 2015 fannst hann svo meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada og var haldið í öndunarvél í nokkra daga. „Þegar ég vaknaði á spítalanum í Nevada gat ég ekki hreyft mig né talað. Ég var fastur inni í mínum eigin líkama. Mér var ógeðslega illt í hálsinum. Ég horfði niður og sá allar þessar slöngur koma út úr munninum á mér,“ sagði Odom sem var í dái í fjóra daga. „Á þessum tíma notaði ég kókaín á hverjum einasta degi. Ég hafði enga stjórn á þessu og vildi það ekki,“ bætti Odom við. Endurhæfingin gekk vel og Odom virðist vera kominn aftur á beinu brautina. „Ég er edrú núna en þetta er barátta á hverjum einasta degi. Ég er fíkill og mun alltaf vera fíkill. Fíknin fer aldrei í burtu. Ég meina, ég vil komast í vímu núna. En ég veit að ég get það ekki því ég vil vera til staðar fyrir börnin mín,“ sagði Odom.Frásögn Odoms má lesa með því að smella hér. NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, dregur hvergi undan í pistli sem hann skrifaði fyrir vefsíðuna The Player's Tribune. Þar talar hann opinskátt um eiturlyfjafíkn sína og hvað gerðist þegar hann fannst meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada fyrir tveimur árum. „Allir sem hafa lifað flóknu lífi, sem er markað af eiturlyfjaneyslu, eins og ég þekkja þennan vítahring; ég hélt framhjá konunni minni og alls konar rugl,“ sagði Odom sem var giftur raunveruleikaþáttastjörnunni Khloé Kardashian. „Nætur þar sem ég átti að vera sofandi en var vakandi að sniffa kókaín. Þegar hjartað hamast í brjóstinu. Þegar þú áttir að vita betur. Þegar þú ert staddur í svona rússíbanareið.“ Odom hefur lent í ýmsum áföllum á lífsleiðinni. Faðir hans var heróínfíkill og móðir hans lést þegar Odom var aðeins 12 ára gamall. Þá missti hann son sinn þegar hann var aðeins sex mánaða gamall.Odom lék lengst af með Los Angeles Lakers og varð tvívegis NBA-meistari með liðinu.vísir/gettyOdom varð NBA-meistari með Lakers 2009 og 2010 og var valinn sjötti leikmaður ársins 2011. Eftir það lá leiðin hratt niður á við og Odom festist í viðjum fíknarinnar. Í október 2015 fannst hann svo meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada og var haldið í öndunarvél í nokkra daga. „Þegar ég vaknaði á spítalanum í Nevada gat ég ekki hreyft mig né talað. Ég var fastur inni í mínum eigin líkama. Mér var ógeðslega illt í hálsinum. Ég horfði niður og sá allar þessar slöngur koma út úr munninum á mér,“ sagði Odom sem var í dái í fjóra daga. „Á þessum tíma notaði ég kókaín á hverjum einasta degi. Ég hafði enga stjórn á þessu og vildi það ekki,“ bætti Odom við. Endurhæfingin gekk vel og Odom virðist vera kominn aftur á beinu brautina. „Ég er edrú núna en þetta er barátta á hverjum einasta degi. Ég er fíkill og mun alltaf vera fíkill. Fíknin fer aldrei í burtu. Ég meina, ég vil komast í vímu núna. En ég veit að ég get það ekki því ég vil vera til staðar fyrir börnin mín,“ sagði Odom.Frásögn Odoms má lesa með því að smella hér.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn