Lögreglan kölluð tvisvar að Herjólfi vegna ósáttra farþega eftir að fjórar ferðir féllu niður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2017 16:30 Frá höfninni í Vestmannaeyjum í dag þegar lögreglan var kölluð þar til í annað skiptið á innan við sólarhring. arnar richardsson Lögreglan í Vestmannaeyjum var kölluð einu sinni út í gærkvöldi og einu sinni út í dag að höfninni í Eyjum vegna ósáttra farþega sem komust ekki með Herjólfi. Fjórar ferðir hans féllu niður í gær með tilheyrandi óþægindum fyrir farþega. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, segir að í gær hafi verið um að ræða erlenda ferðamenn sem voru ósáttir við að komast ekki með ferjunni þar sem ferð féll niður og í morgun var annar ósáttur farþegi, Íslendingur, á ferð vegna þess að hann komst ekki með bílinn um borð. Aðspurður segir Tryggvi að það sé ekki algengt að lögreglan sé kölluð til að Herjólfi og bætir við að hlutirnir hafi leyst farsællega bæði í gær og í dag.Erfitt að við aðstæðurnar í Landeyjarhöfn Gunnlaugur Grettisson, forstöðumaður ferjudeildar Eimskips, segir að fjórar ferðir Herjólfs hafi fallið niður í gær. Þeir farþegar sem áttu pantað með bátnum í gær lenda á biðlista þar sem þeir farþegar sem eiga pantað með bátnum í dag ganga fyrir. „Meginástæðan fyrir þessu er vegna þess að dýpið í Landeyjahöfn er takmarkandi, það er að segja dýpið á milli hafnargarðanna er of lítið til þess að hægt sé að sigla þarna þegar ölduhæðin er mikil og ölduhæðin í gær var langt yfir því sem spáð var þannig að þetta ástand sem kom þarna upp var töluvert óvænt,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi. Hann segir ekki hægt að sigla ferðirnar inn í nóttað eða byrjað fyrr á morgnana þar sem ekki sé hægt að lengja vinnutíma áhafnarinnar. Fyrirtækið sé ekki með mannskap í aðra áhöfn svo hægt sé að sigla á milli lands og eyja til að mynda á nóttunni. „Auðvitað væri það hægt ef maður hefði auka mannskap að sigla á næturnar, eða mjög seint á kvöldin og snemma á morgnana, en því miður höfum við það ekki nú svo þetta er erfitt við að eiga. Þetta er auðvitað alveg skelfilega erfitt og alveg hræðilegt ástand fyrir okkar góðu farþega og okkur þykir þetta auðvitað alveg gríðarlega leiðinlegt. Því miður ráðum við ekki við aðstæður og þegar dýpið er svona eins og í gær og ölduhæðin eins og hún var þá erum við í stökustu vandræðum,“ segir Gunnlaugur og bætir að það sé mjög óvanalegt að dýpið skuli vera takmarkandi á þessum tíma. Hann gerir ráð fyrir því að búið verði að vinda ofan af biðlistunum á morgun. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum var kölluð einu sinni út í gærkvöldi og einu sinni út í dag að höfninni í Eyjum vegna ósáttra farþega sem komust ekki með Herjólfi. Fjórar ferðir hans féllu niður í gær með tilheyrandi óþægindum fyrir farþega. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, segir að í gær hafi verið um að ræða erlenda ferðamenn sem voru ósáttir við að komast ekki með ferjunni þar sem ferð féll niður og í morgun var annar ósáttur farþegi, Íslendingur, á ferð vegna þess að hann komst ekki með bílinn um borð. Aðspurður segir Tryggvi að það sé ekki algengt að lögreglan sé kölluð til að Herjólfi og bætir við að hlutirnir hafi leyst farsællega bæði í gær og í dag.Erfitt að við aðstæðurnar í Landeyjarhöfn Gunnlaugur Grettisson, forstöðumaður ferjudeildar Eimskips, segir að fjórar ferðir Herjólfs hafi fallið niður í gær. Þeir farþegar sem áttu pantað með bátnum í gær lenda á biðlista þar sem þeir farþegar sem eiga pantað með bátnum í dag ganga fyrir. „Meginástæðan fyrir þessu er vegna þess að dýpið í Landeyjahöfn er takmarkandi, það er að segja dýpið á milli hafnargarðanna er of lítið til þess að hægt sé að sigla þarna þegar ölduhæðin er mikil og ölduhæðin í gær var langt yfir því sem spáð var þannig að þetta ástand sem kom þarna upp var töluvert óvænt,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi. Hann segir ekki hægt að sigla ferðirnar inn í nóttað eða byrjað fyrr á morgnana þar sem ekki sé hægt að lengja vinnutíma áhafnarinnar. Fyrirtækið sé ekki með mannskap í aðra áhöfn svo hægt sé að sigla á milli lands og eyja til að mynda á nóttunni. „Auðvitað væri það hægt ef maður hefði auka mannskap að sigla á næturnar, eða mjög seint á kvöldin og snemma á morgnana, en því miður höfum við það ekki nú svo þetta er erfitt við að eiga. Þetta er auðvitað alveg skelfilega erfitt og alveg hræðilegt ástand fyrir okkar góðu farþega og okkur þykir þetta auðvitað alveg gríðarlega leiðinlegt. Því miður ráðum við ekki við aðstæður og þegar dýpið er svona eins og í gær og ölduhæðin eins og hún var þá erum við í stökustu vandræðum,“ segir Gunnlaugur og bætir að það sé mjög óvanalegt að dýpið skuli vera takmarkandi á þessum tíma. Hann gerir ráð fyrir því að búið verði að vinda ofan af biðlistunum á morgun.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira