Banna næturgistingu á vegaköntum og bílastæðum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2017 20:00 Borið hefur á því að ferðamenn gisti utan skipulagðra tjaldsvæða á Suðurnesjunum. Sérútbúnir bílar hafa í auknum mæli dvalið á bílastæðum og við vinsæla ferðamannastaði þar sem engin aðstaða er fyrir bílana. Því hefur fylgt óþrifnaður og óþægindi. Í maí sendi stjórn Reykjanes Geopark ábendingu til allra sveitarfélaga á Suðurnesjum að breyta lögreglusamþykkt þess efnis að bannað verði að gista í bílum, tjaldvögnum, húsbílum, fellihýsum og hjólhýsum utan skipulagðra tjaldsvæða. Sveitarfélagið Vogar hefur riðið á vaðið og breytt lögreglusamþykktinni. „Við erum bara að bregðast við þessari tillögu. Okkur finnst það bara heilbrigð skynsemi að ferðamenn gisti á þartilgerðum tjaldstæðum en ekki á bílastæðum eða stoppi út við veg," segir Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar í Vogum. Með fjölgun ferðamanna á Suðurnesjum hefur borið meira á þessu. „Ég sæki vinnu í Hafnarfjörð og það er undantekning að ég sjái ekki bíl við mislægu gatnamótin á leiðinni fjörðinn, þar sem ferðamenn hafa næturstað,“ segir Ingþór. Með breytingu á lögreglusamþykkt segir Ingþór að lögregla geti nú sektað þá sem hafa næturgistingu utan tjaldsvæða á Vogum en tjaldsvæði eru í hverju bæjarfélagi á Suðurnesjum og meira að segja gjaldfrjálst í Vogum. „Við höfum öll heyrt sögur, annars staðar af landinu, þar sem ferðamenn eru að ganga örna sinna á landinu og við viljum ganga í það áður en í óefni fer hérna á Suðurnesjum." Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Borið hefur á því að ferðamenn gisti utan skipulagðra tjaldsvæða á Suðurnesjunum. Sérútbúnir bílar hafa í auknum mæli dvalið á bílastæðum og við vinsæla ferðamannastaði þar sem engin aðstaða er fyrir bílana. Því hefur fylgt óþrifnaður og óþægindi. Í maí sendi stjórn Reykjanes Geopark ábendingu til allra sveitarfélaga á Suðurnesjum að breyta lögreglusamþykkt þess efnis að bannað verði að gista í bílum, tjaldvögnum, húsbílum, fellihýsum og hjólhýsum utan skipulagðra tjaldsvæða. Sveitarfélagið Vogar hefur riðið á vaðið og breytt lögreglusamþykktinni. „Við erum bara að bregðast við þessari tillögu. Okkur finnst það bara heilbrigð skynsemi að ferðamenn gisti á þartilgerðum tjaldstæðum en ekki á bílastæðum eða stoppi út við veg," segir Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar í Vogum. Með fjölgun ferðamanna á Suðurnesjum hefur borið meira á þessu. „Ég sæki vinnu í Hafnarfjörð og það er undantekning að ég sjái ekki bíl við mislægu gatnamótin á leiðinni fjörðinn, þar sem ferðamenn hafa næturstað,“ segir Ingþór. Með breytingu á lögreglusamþykkt segir Ingþór að lögregla geti nú sektað þá sem hafa næturgistingu utan tjaldsvæða á Vogum en tjaldsvæði eru í hverju bæjarfélagi á Suðurnesjum og meira að segja gjaldfrjálst í Vogum. „Við höfum öll heyrt sögur, annars staðar af landinu, þar sem ferðamenn eru að ganga örna sinna á landinu og við viljum ganga í það áður en í óefni fer hérna á Suðurnesjum."
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira