Fótbolti

Terim hættur með Tyrki eftir að hafa slegist á veitingastað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fatih Terim, fyrrum landsliðsþjálfari Tyrklands.
Fatih Terim, fyrrum landsliðsþjálfari Tyrklands. Vísir/Getty
Fatih Terim er hættur sem landsliðsþjálfari Tyrklands en það staðfesti knattspyrnusamband landsins í dag.

Ástæðan er að Terim lenti í slagsmálum við eigendur veitingastaðar í Tyrklandi. Atvikið náðist á myndband en samkvæmt fjölmiðlum í Tyrklandi lágu fimm menn í sárum eftir að hafa orðið fyrir barðinu á Terim og tengdasonum hans.

„Báðir aðilar sættust á að það væri öllum fyrir bestu að leiðir myndu skilja að þessu sinni,“ sagði í tilkynningunni.

Ísland og Tyrkland eru saman í undankeppni HM 2018 en það hefur gengið á ýmsu hjá tyrkneska liðinu að undanförnu. Í júní tilkynnti Arda Turan, leikmaður Barcelona, að hann væri hættu að spila með landsliðinu eftir að hann réðst á blaðamann í flugferð eftir leik í Makedóníu.

Tyrkland er í þriðja sæti riðilsins í undankeppni HM 2018, tveimur stigum á eftir Íslandi og Króatíu. Íslendingar mæta Tyrkjum ytra í byrjun október.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×