Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. júlí 2017 19:30 Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. Vísbendingar eru um að fíkniefnaheimurinn sé að fara harðnandi, og óttast er að sterkari fíkniefni séu á leið til landsins. Mun minna er um svokallað læknaráp, það er þegar fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum, eftir að nýr lyfjagagnagrunnur var tekinn upp árið 2016. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og götuverð hækkað. Svo dæmi sé tekið hefur Contalgin, ávanabindandi verkjalyf, fengist á svörtum markaði á um það bil fjögur þúsund krónur síðastliðinn áratug, samkvæmt tölum frá SÁÁ. Í dag gengur það kaupum og sölum á allt að tíu þúsund krónur. Dæmi eru um allt að hundrað prósenta hækkun á ýmsum morfínskyldum lyfjum.Heróín mögulega á leið til landsinsSvala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segist finna mjög fyrir breytingum í fíkniefnaheiminum. Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins þar sem fólk með fíknivanda getur leitað sér aðstoðar. Frú Ragnheiður fær hátt í þrjú hundruð heimsóknir á mánuði. „Við höfum fengið ábendingar um að heróín sé mögulega á leiðinni til landsins. Við höfum miklar áhyggjur af því. Þegar þetta gerist, af því að heróín er götuefni, að þá vitum við aldrei hvað er í efninu nákvæmlega. Upprunalega er þetta ópíódi og svo er búið að bæta alls konar efnum í þetta á leiðinni til þess að reyna að drýgja efnið, þannig að notandinn veit ekki nákvæmlega styrkleika né innihaldið. Og það veldur okkur svolítið miklum kvíða.“Vændi færst í aukanaHún segir að samhliða þessari hækkun hafi fólk leitað annarra leiða til þess að verða sér úti um fjármagn. Til að mynda hafi vændi færst í aukana. „Þetta hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir veikasta hópinn okkar. Þetta hefur þær afleiðingar að þau þurfa að hafa miklu meira fyrir því að redda sér efnunum og það er oftast gert á slæman hátt. Það er rosalega mikið vændi í gangi. Það er verið að misnota konurnar, það er þjófnaður, það eru innbrot, þannig að fólk þarf að hafa miklu meira fyrir því að redda sér fjármagninu.“ Landlæknisembættið segir að erfitt sé að bregðast við þessari þróun. „Það er erfitt fyrir okkur að eiga við markaðinn og verðið á lyfjunum, en þetta leiðir að sjálfu sér að verðið hækkar og það kann að vera áhyggjuefnið fyrir ýmsa. En það er stefna embættisins að draga úr neyslu þessara lyfja,“ segir Haraldur Briem, settur sóttvarnalæknir. „Auðvitað er allt gert til þess að reyna að minnka þessa notkun og það eru meðferðaraðilar til. Frú Ragnheiður er að sinna góðu starfi, þannig að ýmislegt er nú gert, en að öðru leyti er þetta afskaplega erfitt mál,“ bætir hann við. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira
Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. Vísbendingar eru um að fíkniefnaheimurinn sé að fara harðnandi, og óttast er að sterkari fíkniefni séu á leið til landsins. Mun minna er um svokallað læknaráp, það er þegar fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum, eftir að nýr lyfjagagnagrunnur var tekinn upp árið 2016. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og götuverð hækkað. Svo dæmi sé tekið hefur Contalgin, ávanabindandi verkjalyf, fengist á svörtum markaði á um það bil fjögur þúsund krónur síðastliðinn áratug, samkvæmt tölum frá SÁÁ. Í dag gengur það kaupum og sölum á allt að tíu þúsund krónur. Dæmi eru um allt að hundrað prósenta hækkun á ýmsum morfínskyldum lyfjum.Heróín mögulega á leið til landsinsSvala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segist finna mjög fyrir breytingum í fíkniefnaheiminum. Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins þar sem fólk með fíknivanda getur leitað sér aðstoðar. Frú Ragnheiður fær hátt í þrjú hundruð heimsóknir á mánuði. „Við höfum fengið ábendingar um að heróín sé mögulega á leiðinni til landsins. Við höfum miklar áhyggjur af því. Þegar þetta gerist, af því að heróín er götuefni, að þá vitum við aldrei hvað er í efninu nákvæmlega. Upprunalega er þetta ópíódi og svo er búið að bæta alls konar efnum í þetta á leiðinni til þess að reyna að drýgja efnið, þannig að notandinn veit ekki nákvæmlega styrkleika né innihaldið. Og það veldur okkur svolítið miklum kvíða.“Vændi færst í aukanaHún segir að samhliða þessari hækkun hafi fólk leitað annarra leiða til þess að verða sér úti um fjármagn. Til að mynda hafi vændi færst í aukana. „Þetta hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir veikasta hópinn okkar. Þetta hefur þær afleiðingar að þau þurfa að hafa miklu meira fyrir því að redda sér efnunum og það er oftast gert á slæman hátt. Það er rosalega mikið vændi í gangi. Það er verið að misnota konurnar, það er þjófnaður, það eru innbrot, þannig að fólk þarf að hafa miklu meira fyrir því að redda sér fjármagninu.“ Landlæknisembættið segir að erfitt sé að bregðast við þessari þróun. „Það er erfitt fyrir okkur að eiga við markaðinn og verðið á lyfjunum, en þetta leiðir að sjálfu sér að verðið hækkar og það kann að vera áhyggjuefnið fyrir ýmsa. En það er stefna embættisins að draga úr neyslu þessara lyfja,“ segir Haraldur Briem, settur sóttvarnalæknir. „Auðvitað er allt gert til þess að reyna að minnka þessa notkun og það eru meðferðaraðilar til. Frú Ragnheiður er að sinna góðu starfi, þannig að ýmislegt er nú gert, en að öðru leyti er þetta afskaplega erfitt mál,“ bætir hann við.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira