Stjórnvöld þurfi að beita sér frekar gegn stafrænum kynferðisbrotum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. júlí 2017 20:30 Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Stafrænt kynferðisofbeldi hafi færst mikið í aukana og því þurfi stjórnvöld að beita sér frekar í slíkum málum. Lögð verður sérstök áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi í göngunni í ár, en hún verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Gangan verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.vísir/sigurjón ó.„Þarna er einstaklingur að taka upp myndefni eða myndir án vitundar þolanda og við vitum ekkert hvernig hann er að dreifa því eða hvað. En það skiptir ekki máli hvort hann sé að dreifa því, þetta er klárt brot,“ segir Helga. Um sé að ræða vaxandi vandamál, sérstaklega í ljósi síaukinnar tækni. „Í umræðu síðustu ára erum við að sjá aukningu í þessu. Bara í sundklefum, í líkamsræktarstöðvum, þar sem fólk er með síma á lofti og þú veist aldrei hver er viljandi að taka myndir eða bara að skoða Snapchat-ið sitt.“ Helga segir að skilgreina þurfi lagarammann betur. „Það er verið að dæma í þessum málum út frá greinum í lögunum í dag, en við í Druslugöngunni viljum að þetta sé skilgreint betur í lögum og það eru ekki bara við. Það stendur svart á hvítu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, að það þurfi að skilgreina þetta betur í lögum, hvað er stafrænt kynferðisofbeldi, og í ár erum við að þrýsta á það að það verði staðið við þessi orð.“DV greindi fyrst frá máli sundlaugarvarðarins, en maðurinn er grunaður um að hafa tekið fjöldann allan af ljósmyndum í kvennaklefa sundlaugarinnar á Sauðárkróki, og eru íbúar slegnir óhug vegna málsins. Málið kom upp þann 14. júlí síðastliðinn og samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn grunaður um að hafa haldið uppteknum hætti í mörg ár. Hann hafi myndað inn í klefann utan frá, en hann er ekki grunaður um að hafa sett upp myndavélar í klefanum. Þá er ekki talið að myndirnar hafi farið í dreifingu á netinu. Tengdar fréttir Sundlaugarvörður á Sauðárkróki grunaður um að hafa tekið ljósmyndir í kvennaklefanum Maður sem starfaði sem sundlaugarvörður í sundlauginni á Sauðárkróki sætir nú rannsókn lögreglu vegna gruns um að hann hafi tekið ljósmyndir af sundlaugargestum í kvennaklefa laugarinnar. 24. júlí 2017 16:09 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Stafrænt kynferðisofbeldi hafi færst mikið í aukana og því þurfi stjórnvöld að beita sér frekar í slíkum málum. Lögð verður sérstök áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi í göngunni í ár, en hún verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Gangan verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.vísir/sigurjón ó.„Þarna er einstaklingur að taka upp myndefni eða myndir án vitundar þolanda og við vitum ekkert hvernig hann er að dreifa því eða hvað. En það skiptir ekki máli hvort hann sé að dreifa því, þetta er klárt brot,“ segir Helga. Um sé að ræða vaxandi vandamál, sérstaklega í ljósi síaukinnar tækni. „Í umræðu síðustu ára erum við að sjá aukningu í þessu. Bara í sundklefum, í líkamsræktarstöðvum, þar sem fólk er með síma á lofti og þú veist aldrei hver er viljandi að taka myndir eða bara að skoða Snapchat-ið sitt.“ Helga segir að skilgreina þurfi lagarammann betur. „Það er verið að dæma í þessum málum út frá greinum í lögunum í dag, en við í Druslugöngunni viljum að þetta sé skilgreint betur í lögum og það eru ekki bara við. Það stendur svart á hvítu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, að það þurfi að skilgreina þetta betur í lögum, hvað er stafrænt kynferðisofbeldi, og í ár erum við að þrýsta á það að það verði staðið við þessi orð.“DV greindi fyrst frá máli sundlaugarvarðarins, en maðurinn er grunaður um að hafa tekið fjöldann allan af ljósmyndum í kvennaklefa sundlaugarinnar á Sauðárkróki, og eru íbúar slegnir óhug vegna málsins. Málið kom upp þann 14. júlí síðastliðinn og samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn grunaður um að hafa haldið uppteknum hætti í mörg ár. Hann hafi myndað inn í klefann utan frá, en hann er ekki grunaður um að hafa sett upp myndavélar í klefanum. Þá er ekki talið að myndirnar hafi farið í dreifingu á netinu.
Tengdar fréttir Sundlaugarvörður á Sauðárkróki grunaður um að hafa tekið ljósmyndir í kvennaklefanum Maður sem starfaði sem sundlaugarvörður í sundlauginni á Sauðárkróki sætir nú rannsókn lögreglu vegna gruns um að hann hafi tekið ljósmyndir af sundlaugargestum í kvennaklefa laugarinnar. 24. júlí 2017 16:09 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Sundlaugarvörður á Sauðárkróki grunaður um að hafa tekið ljósmyndir í kvennaklefanum Maður sem starfaði sem sundlaugarvörður í sundlauginni á Sauðárkróki sætir nú rannsókn lögreglu vegna gruns um að hann hafi tekið ljósmyndir af sundlaugargestum í kvennaklefa laugarinnar. 24. júlí 2017 16:09