Náðhúsaremba Bjarni Karlsson skrifar 26. júlí 2017 07:00 Núna er ég á ferðalagi. Það er gott að fara um jarðskorpuna og kynnast veröldinni. Eitt af því áhugaverða sem maður verður áskynja á flækingi er salernismenningin hér og þar. Ungur að árum fór ég yfir Bandaríkin frá A til V og tók þá eftir því hvernig mannlífið glaðnaði eftir því sem vestar dró en salernisaðstaðan varð að sama skapi frjálslegri. Nú höfum við hjónin ekið frá Þýskalandi og suður eftir Ítalíuskaga og sagan er söm. Norðan Alpafjallanna kostar evru að nýta sér almenningssalernin og ábúðarmikið fólk með nafnspjöld sér til þess að allt fari vel fram. Sumstaðar fer sjálfvirkur salernissetu-hreinsibúnaður af stað þegar básinn er kvaddur, manni líður eins og í apóteki og aðgöngumiðinn gildir sem afsláttur á ágætis kaffi. Eftir því sem sunnar dregur í álfunni koma fleiri tilviljanir inn í myndina, staðlað notendaviðmót víkur en þess í stað kynnist maður fjölbreyttum persónuleikum, kostnaður fellur niður og fátt minnir á apótek nema ammóníaksþefurinn í loftinu. En eitt er þó hvarvetna eins hvort heldur austan eða vestan hafs, óháð öllum lengdargráðum og landamærum og líka þegar við förum bara í leikhús heima á Íslandi; konur híma í röðum við dyr náðhússins á meðan karlar ganga gleiðir inn og rakleitt út að loknu erindi sínu. Hvað er það? Hvað veldur því að hvar sem fólk kemur saman í veröldinni skuli konur vera settar í að bíða á meðan karlar strunsa í gegn? Við þurfum öll að komast á klósett nokkrum sinnum á dag og það er þekkt staðreynd að konur þurfa meiri tíma og rými til þess arna. Eigum við ekki bara að viðurkenna hið augljósa? Þetta er karlremba í skipulagi og hönnun – náðhúsaremba! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun
Núna er ég á ferðalagi. Það er gott að fara um jarðskorpuna og kynnast veröldinni. Eitt af því áhugaverða sem maður verður áskynja á flækingi er salernismenningin hér og þar. Ungur að árum fór ég yfir Bandaríkin frá A til V og tók þá eftir því hvernig mannlífið glaðnaði eftir því sem vestar dró en salernisaðstaðan varð að sama skapi frjálslegri. Nú höfum við hjónin ekið frá Þýskalandi og suður eftir Ítalíuskaga og sagan er söm. Norðan Alpafjallanna kostar evru að nýta sér almenningssalernin og ábúðarmikið fólk með nafnspjöld sér til þess að allt fari vel fram. Sumstaðar fer sjálfvirkur salernissetu-hreinsibúnaður af stað þegar básinn er kvaddur, manni líður eins og í apóteki og aðgöngumiðinn gildir sem afsláttur á ágætis kaffi. Eftir því sem sunnar dregur í álfunni koma fleiri tilviljanir inn í myndina, staðlað notendaviðmót víkur en þess í stað kynnist maður fjölbreyttum persónuleikum, kostnaður fellur niður og fátt minnir á apótek nema ammóníaksþefurinn í loftinu. En eitt er þó hvarvetna eins hvort heldur austan eða vestan hafs, óháð öllum lengdargráðum og landamærum og líka þegar við förum bara í leikhús heima á Íslandi; konur híma í röðum við dyr náðhússins á meðan karlar ganga gleiðir inn og rakleitt út að loknu erindi sínu. Hvað er það? Hvað veldur því að hvar sem fólk kemur saman í veröldinni skuli konur vera settar í að bíða á meðan karlar strunsa í gegn? Við þurfum öll að komast á klósett nokkrum sinnum á dag og það er þekkt staðreynd að konur þurfa meiri tíma og rými til þess arna. Eigum við ekki bara að viðurkenna hið augljósa? Þetta er karlremba í skipulagi og hönnun – náðhúsaremba!
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun