„Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 14:00 Frá opnunarathöfn mótsins í morgun. vísir/vilhelm Skátamótið World Scout Moot var sett í Laugardalshöll í morgun en þar komu saman ríflega 5000 skátar frá 96 löndum. Skátamótið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára og er það 15. í röðinni. „Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi. Stúlkur og drengir, konur og menn á öllum aldri af ólíkum kynþáttum sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð, hafa ólíka menntun og félagslega stöðu. Við erum ólík en við höfum sameiginleg gildi; tryggð, virðingu, vináttu, umhyggju fyrir öðrum og hjálpsemi svo nokkur slík séu nefnd“, sagði Joao Consalves, formaður alheimsstjórnar skátahreyfingarinnar, í ávarpi sínu við opnunarathöfnina í morgun að því er fram kemur í tilkynningu. Skátamótið er eitt stærsta einstaka verkefni skátahreyfingarinnar hér á landi í 100 ára sögu hennar og þá stefnir jafnframt í stærsta heimsmót eldri skáta sem haldið hefur verið frá því að fyrsta mótið fór fram árið 1931. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, á mismunandi stöðum um heiminn hverju sinni. Eftir opnunarathöfnina í morgun héldu skátarnir á ellefu miðstöðvar víðs vegar um landið. Miðstöðvarnar eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Skaftafelli, Vestmannaeyjum, Hveragerði og Hólaskjóli, og á Akureyri, Þingvöllum, Heimalandi, Selfossi og Akranesi. Flestir skátanna koma frá Bretlandi en þeir eru alls um 650 manns. Þá mæta 450 Ástralir, 360 Svisslendingar og 300 Brasilíumenn til leiks, 85 skátar frá Hong Kong og þá koma 15 frá Suður-Afríku. Mótið stendur til 2. ágúst. Tengdar fréttir Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. 21. júlí 2017 17:00 Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. 24. júlí 2017 13:01 Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Eitt stærsta skátamót heims verður haldið hér á landi eftir mánuð og stendur undirbúningur nú sem hæst. Um 4.000 skátar frá 106 löndum koma hingað til lands ásamt 650 erlendum sjálfboðaliðum. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Skátamótið World Scout Moot var sett í Laugardalshöll í morgun en þar komu saman ríflega 5000 skátar frá 96 löndum. Skátamótið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára og er það 15. í röðinni. „Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi. Stúlkur og drengir, konur og menn á öllum aldri af ólíkum kynþáttum sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð, hafa ólíka menntun og félagslega stöðu. Við erum ólík en við höfum sameiginleg gildi; tryggð, virðingu, vináttu, umhyggju fyrir öðrum og hjálpsemi svo nokkur slík séu nefnd“, sagði Joao Consalves, formaður alheimsstjórnar skátahreyfingarinnar, í ávarpi sínu við opnunarathöfnina í morgun að því er fram kemur í tilkynningu. Skátamótið er eitt stærsta einstaka verkefni skátahreyfingarinnar hér á landi í 100 ára sögu hennar og þá stefnir jafnframt í stærsta heimsmót eldri skáta sem haldið hefur verið frá því að fyrsta mótið fór fram árið 1931. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, á mismunandi stöðum um heiminn hverju sinni. Eftir opnunarathöfnina í morgun héldu skátarnir á ellefu miðstöðvar víðs vegar um landið. Miðstöðvarnar eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Skaftafelli, Vestmannaeyjum, Hveragerði og Hólaskjóli, og á Akureyri, Þingvöllum, Heimalandi, Selfossi og Akranesi. Flestir skátanna koma frá Bretlandi en þeir eru alls um 650 manns. Þá mæta 450 Ástralir, 360 Svisslendingar og 300 Brasilíumenn til leiks, 85 skátar frá Hong Kong og þá koma 15 frá Suður-Afríku. Mótið stendur til 2. ágúst.
Tengdar fréttir Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. 21. júlí 2017 17:00 Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. 24. júlí 2017 13:01 Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Eitt stærsta skátamót heims verður haldið hér á landi eftir mánuð og stendur undirbúningur nú sem hæst. Um 4.000 skátar frá 106 löndum koma hingað til lands ásamt 650 erlendum sjálfboðaliðum. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. 21. júlí 2017 17:00
Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. 24. júlí 2017 13:01
Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Eitt stærsta skátamót heims verður haldið hér á landi eftir mánuð og stendur undirbúningur nú sem hæst. Um 4.000 skátar frá 106 löndum koma hingað til lands ásamt 650 erlendum sjálfboðaliðum. 3. júlí 2017 06:00