Þetta samstarf er fallegt og gulllitað, en Olivier Rousteing sagði það hafa tekið nokkurn tíma að ná hinum fullkomna gull-lit. Olivier Rousteing er listrænn stjórnandi tískuhússins. Olivier á marga vini í Hollywood og er góður vinur Kardashian fjölskyldunnar, og fékk hann Kylie Jenner að vera andlit herferðarinnar.
Það eru tvær týpur af heyrnatólunum, bæði lítil og stór. Heyrnatólin koma einnig í tveimur litum, dökkgrænum og ljósbleikum. Það er erfitt að finna falleg heyrnatól og eru þessi svo sannarlega fyrir tískuunnendur.






