Viðarsdætur gera armbeygjur á morgnana og styðja stelpurnar á kvöldin Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 24. júlí 2017 19:30 Systurnar Margrét og Elísa Viðarsdætur gátu ekki tekið þátt á EM vegna meiðsla. Þær eru samt sem áður í Hollandi að styðja stelpurnar okkar. Eyjastelpurnar slitu báðar krossband skömmu fyrir Evrópumótið. Svekkelsið vitaskuld ævintýralegt hjá þeim og Margrét viðurkennir að það er erfitt að horfa á þetta úr fjarska; jafnt leikina og alla umfjöllunina. „Já, mjög. Það er nánast verið að strá salti í sárin alla daga. Við erum bara ótrúlega einbeittar á það sem við erum að gera. Við erum að æfa á fullu hérna úti og vorum að gera það úti líka. Við erum að gera allt sem við getum gert til að ná bata. Við erum líka að styðja stelpurnar en óneitanlega er þetta gríðarlega svekkjandi og mjög erfitt,“ segir Margrét. Margrét og Elísa eru ekki bara að sóla sig og njóta lífsins í Hollandi heldur gera þær æfingar á hverjum degi úti í garði. „Við erum í svona hálfgerðri æfingaferð eða meðferðar-ferð. Það kostar mikla vinnu ef maður ætlar að koma almennilega til baka. Við ætlum að reyna að gera það eins vel og við getum og svo vonandi, ef við erum nægilega samviskusamar, verður þetta góð endurkoma,“ segir Elísa. Báðar ætla sér endurkomu í landsliðið og láta sig dreyma um að spila saman á HM 2019. „Það væri bara draumi líkast að ganga þar saman inn á völlinn, systurnar. Það er stefnan að ná því með landsliðinu en maður hefur ekki fullkomlega stjórn á þessu,“ segir Margrét. Þrátt fyrir að þessar tvær Eyjakonur eru úr leik er önnur Eyjamær búin að byrja báða leiki liðsins á mótinu. Það er grjótharði miðjunaglinn Sigríður Lára Garðarsdóttir sem þær eru báðar mjög stoltar af. „Það vill enginn lenda í Sísí. Það er gaman að fylgjast með henni og framtíðin er algjörlega hennar,“ segir Margrét og Elísa tekur undir orð systur sinnar. „Sísi eru tveir persónuleikar. Það er einn innan vallar og einn utan vallar. Hún myndi ekki gera flugu mein utan vallar því hún er frábær og yndisleg stelpa en það er gott að geta skipt um gír inn á vellinum því þar kannski þarftu stundum að gera meira en flugu mein,“ segir Elísa Viðarsdóttir. Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Vonbrigði og svekkelsi í bland við reiði Stelpurnar okkar eru svekktar að vera úr leik á EM 2017. 24. júlí 2017 10:45 Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00 Sjáðu blaðamannafund þjálfaranna í heild sinni Freyr Alexandersson, Ásmundur Guðni Haraldsson og Ólafur Pétursson sátu fyrir svörum á æfingasvæði liðsins í dag. 24. júlí 2017 11:15 Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00 EM í dag: Typpalingarnir hennar Eddu Garðars Ætli einhver leikmaður íslenska landsliðsins sé með umboðsmann? Af hverju er Fanndís Friðriksdóttir ekki hjá toppliði í Svíþjóð? Innhólfið hjá Frey er stútfullt. 24. júlí 2017 11:30 Katrín: Ísland er ekki að dragast aftur úr Fyrrum landsliðsfyrirliði segir að það hafi mikið breyst í kringum íslenska landsliðið á skömmum tíma. 24. júlí 2017 13:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Systurnar Margrét og Elísa Viðarsdætur gátu ekki tekið þátt á EM vegna meiðsla. Þær eru samt sem áður í Hollandi að styðja stelpurnar okkar. Eyjastelpurnar slitu báðar krossband skömmu fyrir Evrópumótið. Svekkelsið vitaskuld ævintýralegt hjá þeim og Margrét viðurkennir að það er erfitt að horfa á þetta úr fjarska; jafnt leikina og alla umfjöllunina. „Já, mjög. Það er nánast verið að strá salti í sárin alla daga. Við erum bara ótrúlega einbeittar á það sem við erum að gera. Við erum að æfa á fullu hérna úti og vorum að gera það úti líka. Við erum að gera allt sem við getum gert til að ná bata. Við erum líka að styðja stelpurnar en óneitanlega er þetta gríðarlega svekkjandi og mjög erfitt,“ segir Margrét. Margrét og Elísa eru ekki bara að sóla sig og njóta lífsins í Hollandi heldur gera þær æfingar á hverjum degi úti í garði. „Við erum í svona hálfgerðri æfingaferð eða meðferðar-ferð. Það kostar mikla vinnu ef maður ætlar að koma almennilega til baka. Við ætlum að reyna að gera það eins vel og við getum og svo vonandi, ef við erum nægilega samviskusamar, verður þetta góð endurkoma,“ segir Elísa. Báðar ætla sér endurkomu í landsliðið og láta sig dreyma um að spila saman á HM 2019. „Það væri bara draumi líkast að ganga þar saman inn á völlinn, systurnar. Það er stefnan að ná því með landsliðinu en maður hefur ekki fullkomlega stjórn á þessu,“ segir Margrét. Þrátt fyrir að þessar tvær Eyjakonur eru úr leik er önnur Eyjamær búin að byrja báða leiki liðsins á mótinu. Það er grjótharði miðjunaglinn Sigríður Lára Garðarsdóttir sem þær eru báðar mjög stoltar af. „Það vill enginn lenda í Sísí. Það er gaman að fylgjast með henni og framtíðin er algjörlega hennar,“ segir Margrét og Elísa tekur undir orð systur sinnar. „Sísi eru tveir persónuleikar. Það er einn innan vallar og einn utan vallar. Hún myndi ekki gera flugu mein utan vallar því hún er frábær og yndisleg stelpa en það er gott að geta skipt um gír inn á vellinum því þar kannski þarftu stundum að gera meira en flugu mein,“ segir Elísa Viðarsdóttir. Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Vonbrigði og svekkelsi í bland við reiði Stelpurnar okkar eru svekktar að vera úr leik á EM 2017. 24. júlí 2017 10:45 Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00 Sjáðu blaðamannafund þjálfaranna í heild sinni Freyr Alexandersson, Ásmundur Guðni Haraldsson og Ólafur Pétursson sátu fyrir svörum á æfingasvæði liðsins í dag. 24. júlí 2017 11:15 Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00 EM í dag: Typpalingarnir hennar Eddu Garðars Ætli einhver leikmaður íslenska landsliðsins sé með umboðsmann? Af hverju er Fanndís Friðriksdóttir ekki hjá toppliði í Svíþjóð? Innhólfið hjá Frey er stútfullt. 24. júlí 2017 11:30 Katrín: Ísland er ekki að dragast aftur úr Fyrrum landsliðsfyrirliði segir að það hafi mikið breyst í kringum íslenska landsliðið á skömmum tíma. 24. júlí 2017 13:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Freyr: Vonbrigði og svekkelsi í bland við reiði Stelpurnar okkar eru svekktar að vera úr leik á EM 2017. 24. júlí 2017 10:45
Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00
Sjáðu blaðamannafund þjálfaranna í heild sinni Freyr Alexandersson, Ásmundur Guðni Haraldsson og Ólafur Pétursson sátu fyrir svörum á æfingasvæði liðsins í dag. 24. júlí 2017 11:15
Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00
EM í dag: Typpalingarnir hennar Eddu Garðars Ætli einhver leikmaður íslenska landsliðsins sé með umboðsmann? Af hverju er Fanndís Friðriksdóttir ekki hjá toppliði í Svíþjóð? Innhólfið hjá Frey er stútfullt. 24. júlí 2017 11:30
Katrín: Ísland er ekki að dragast aftur úr Fyrrum landsliðsfyrirliði segir að það hafi mikið breyst í kringum íslenska landsliðið á skömmum tíma. 24. júlí 2017 13:45