Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2017 13:01 Undirbúningur hefur verið í fullum gangi. vísir/eyþór Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. Um fimm þúsund skátar munu taka þátt á alþjóðlega skátamótinu sem fram fer hér á landi í ár. Mótið verður kynnt með formlegum hætti nú eftir hádegi, og svo sett í fyrramálið. Hrönn Pétursdóttir mótsstjóri segir undirbúning hafa staðið yfir frá árinu 2014. „Dagskráin er þannig að við erum að kljást við viðfangsefni sem liggur ungu fólki nálægt í dag. Þegar þau eru á öllum stöðum um landið þá eru þau að læra um náttúruna og þau eru að reyna á sjálft sig, með því að taka þátt í alls konar ævintýrum og útivist.” Hrönn segir mikinn samfélagslegan ávinning hljótast af mótinu, meðal annars muni skátarnir taka þátt í uppbyggingu innviða hér á landi. „Tekjur mótsins sjálfs eru í kringum sex hundruð milljónir. Það eru þátttökugjöldin sem við fáum. Við fáum til viðbótar styrki upp á rúmar 100 milljónir. En svona ef við tökum tillit til alls þá þarf þetta fólk að kaupa flugfargjöld og jafnvel ferðast hér um landið, sumir í margar vikur. Þá má ætla að heildarvinningur samfélagsins sé um tveir og hálfur milljarður.” Hrönn segir að ákveðnar áhyggjur hafi verið uppi vegna samgöngukerfisins, því ljóst var að strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins anna ekki öllum þessum fjölda. „Við höfum nú lent í ýmsu en eitt sem kom í ljós var að þátttakendur okkar þurfa að sofa í skólum og hér og þar um alla borg um helgina og aftur að mótinu loknu, einfaldlega vegna þess að það eru ekki til nægilega mörg hótelherbergi. Við rákum okkur á það að almenningssamgöngukerfið gat ekki annað því að koma fólki fram og til baka. Þannig að við enduðum á því að fara í samstarf við Kynnisferðir sem eru að finna lausnir á þessu. Við látum þetta bara ganga upp, en á ákveðnum leiðum gæti strætó orðið dálítið vel fullur,” segir hún. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. Um fimm þúsund skátar munu taka þátt á alþjóðlega skátamótinu sem fram fer hér á landi í ár. Mótið verður kynnt með formlegum hætti nú eftir hádegi, og svo sett í fyrramálið. Hrönn Pétursdóttir mótsstjóri segir undirbúning hafa staðið yfir frá árinu 2014. „Dagskráin er þannig að við erum að kljást við viðfangsefni sem liggur ungu fólki nálægt í dag. Þegar þau eru á öllum stöðum um landið þá eru þau að læra um náttúruna og þau eru að reyna á sjálft sig, með því að taka þátt í alls konar ævintýrum og útivist.” Hrönn segir mikinn samfélagslegan ávinning hljótast af mótinu, meðal annars muni skátarnir taka þátt í uppbyggingu innviða hér á landi. „Tekjur mótsins sjálfs eru í kringum sex hundruð milljónir. Það eru þátttökugjöldin sem við fáum. Við fáum til viðbótar styrki upp á rúmar 100 milljónir. En svona ef við tökum tillit til alls þá þarf þetta fólk að kaupa flugfargjöld og jafnvel ferðast hér um landið, sumir í margar vikur. Þá má ætla að heildarvinningur samfélagsins sé um tveir og hálfur milljarður.” Hrönn segir að ákveðnar áhyggjur hafi verið uppi vegna samgöngukerfisins, því ljóst var að strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins anna ekki öllum þessum fjölda. „Við höfum nú lent í ýmsu en eitt sem kom í ljós var að þátttakendur okkar þurfa að sofa í skólum og hér og þar um alla borg um helgina og aftur að mótinu loknu, einfaldlega vegna þess að það eru ekki til nægilega mörg hótelherbergi. Við rákum okkur á það að almenningssamgöngukerfið gat ekki annað því að koma fólki fram og til baka. Þannig að við enduðum á því að fara í samstarf við Kynnisferðir sem eru að finna lausnir á þessu. Við látum þetta bara ganga upp, en á ákveðnum leiðum gæti strætó orðið dálítið vel fullur,” segir hún.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira