Golf

Úrslitin réðust á Íslandsmótinu í golfi | Myndaveisla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimamaðurinn Axel Bóasson varð Íslandsmeistari í annað sinn.
Heimamaðurinn Axel Bóasson varð Íslandsmeistari í annað sinn. vísir/andri marinó
Úrslitin á Íslandsmótinu í golfi réðust á Hvaleyrarvelli í dag.

Í kvennaflokki hrósaði atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir sigri og tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil.

Mikil spenna var í karlaflokki þar sem úrslitin réðust í bráðabana. Þar hafði heimamaðurinn Axel Bóasson betur gegn Haraldi Franklín Magnús.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Hvaleyrarvelli í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Axel Íslandsmeistari í annað sinn eftir bráðabana

Axel Bóasson, kylfingur úr GK, varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í karlaflokki á heimavelli sínum eftir bráðabana en ótrúleg fimm högga sveifla á lokaholunum sendi þetta í bráðabana þótt að Axel hafi leitt um tíma með sjö höggum.

Valdís Þóra Íslandsmeistari í þriðja sinn

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki í þriðja sinn á ferlinum eftir æsispennandi lokahring þar sem hún hafði betur gegn heimakonunni Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr GK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×