Fleiri fyrirtæki farin að kanna vímuefnanotkun starfsmanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2017 06:00 Munnvatn starfsmanna er prófað til að kanna mögulega vímuefnanotkun. Nordicphotos/Getty Talsverð aukning hefur orðið á því að fyrirtæki hafi samband við Öryggismiðstöðina og óski eftir vímuefnaskimun fyrir starfsmenn. Þetta staðfestir Erla Björk Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Öryggismiðstöðinni. „Aukningin er ekki gríðarleg en þetta var mjög lítið til að byrja með. Svo hefur þetta verið að koma smám saman og það er mikið um fyrirspurnir. Þetta eru mikið til stór fyrirtæki. Til að mynda rútufyrirtæki og þau sem eru með mikla ábyrgð á þungavélum,“ segir hún. Erla segir fyrirkomulagið oftast þannig að starfsmannastjóri fyrirtækis ákveði hverjir séu prófaðir hverju sinni. Til þess aflar hann svo upplýsts samþykkis viðkomandi starfsmanna, sem er í sumum tilfellum innifalið í ráðningarsamningi. Ef samþykki liggur ekki fyrir er viðkomandi starfsmaður ekki prófaður. Hið sama myndi gilda um tilfelli þar sem starfsmaður neitaði prófi á staðnum. Það hefur þó ekki gerst. Þegar hjúkrunarfræðingur kemur á staðinn notar hann annars vegar áfengismæli og svo munnvatnsmæli sem mælir vímuefni. „Starfsmenn blása í áfengismælinn og svo er tekið munnvatnspróf. Iðulega eru niðurstöður vímuefnaskimunarinnar komnar innan fimm mínútna,“ segir Erla. Óalgengt er að starfsmenn falli á prófinu. „Það er ekki mikið um það svo ég viti. Ég held að þetta sé meira öryggisatriði. Bæði fyrir starfsmanninn sjálfan og líka fyrir viðskiptavini og vinnuveitanda.“ Erla segir skýringuna á auknum fjölda skimana og fyrirspurna líklega felast í aukinni umræðu. „Öryggismiðstöðin er búin að vera með þessa þjónustu í fimm eða sex ár og þetta hefur spurst út. Við höfum alltaf auglýst okkur þótt það hafi ekki verið stórar auglýsingar,“ segir Erla og bætir við: „Ég held að þetta sé einfaldlega liður í öryggisáætlunum fyrirtækja. Þá geta þau sýnt fram á að starfsfólk þeirra hafi farið í svona próf. En svo kemur alltaf eitt og eitt tilfelli þar sem grunur liggur fyrir um vímuefnanotkun einhverra starfsmanna og þá erum við líka kölluð til.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Talsverð aukning hefur orðið á því að fyrirtæki hafi samband við Öryggismiðstöðina og óski eftir vímuefnaskimun fyrir starfsmenn. Þetta staðfestir Erla Björk Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Öryggismiðstöðinni. „Aukningin er ekki gríðarleg en þetta var mjög lítið til að byrja með. Svo hefur þetta verið að koma smám saman og það er mikið um fyrirspurnir. Þetta eru mikið til stór fyrirtæki. Til að mynda rútufyrirtæki og þau sem eru með mikla ábyrgð á þungavélum,“ segir hún. Erla segir fyrirkomulagið oftast þannig að starfsmannastjóri fyrirtækis ákveði hverjir séu prófaðir hverju sinni. Til þess aflar hann svo upplýsts samþykkis viðkomandi starfsmanna, sem er í sumum tilfellum innifalið í ráðningarsamningi. Ef samþykki liggur ekki fyrir er viðkomandi starfsmaður ekki prófaður. Hið sama myndi gilda um tilfelli þar sem starfsmaður neitaði prófi á staðnum. Það hefur þó ekki gerst. Þegar hjúkrunarfræðingur kemur á staðinn notar hann annars vegar áfengismæli og svo munnvatnsmæli sem mælir vímuefni. „Starfsmenn blása í áfengismælinn og svo er tekið munnvatnspróf. Iðulega eru niðurstöður vímuefnaskimunarinnar komnar innan fimm mínútna,“ segir Erla. Óalgengt er að starfsmenn falli á prófinu. „Það er ekki mikið um það svo ég viti. Ég held að þetta sé meira öryggisatriði. Bæði fyrir starfsmanninn sjálfan og líka fyrir viðskiptavini og vinnuveitanda.“ Erla segir skýringuna á auknum fjölda skimana og fyrirspurna líklega felast í aukinni umræðu. „Öryggismiðstöðin er búin að vera með þessa þjónustu í fimm eða sex ár og þetta hefur spurst út. Við höfum alltaf auglýst okkur þótt það hafi ekki verið stórar auglýsingar,“ segir Erla og bætir við: „Ég held að þetta sé einfaldlega liður í öryggisáætlunum fyrirtækja. Þá geta þau sýnt fram á að starfsfólk þeirra hafi farið í svona próf. En svo kemur alltaf eitt og eitt tilfelli þar sem grunur liggur fyrir um vímuefnanotkun einhverra starfsmanna og þá erum við líka kölluð til.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira