Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2017 21:00 Helga er enn að byggja sig upp eftir störf sín hjá Stígamótum og hefur verið óvinnufær í nokkurn tíma. Vísir/skjáskot Úttekt sem var gerð á starfsumhverfi í Stígamótum þykir sýna að traust, trúnaður og starfsánægja ríki meðal starfsfólks. Úttektin var gerð eftir að tíu konur stigu fram og sögðu einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum. Þær ætla að funda á morgun og íhuga næstu skref. Aldrei var sóst eftir að heyra þeirra hlið á málinu á meðan úttekt stóð yfir. Í síðasta mánuði skrifaði Helga Baldvins Bjargardóttir um starf sitt hjá Stígamótum á facebooksíðu sína. Hún lýsti skorti á fagmennsku og ofbeldisfullum viðbrögðum stjórnenda þegar hún leyfði sér að gagnrýna vinnubrögðin. Í kjölfarið stigu níu konur fram og sögðust hafa sambærilega reynslu af störfum hjá Stígamótum. Um leið steig Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta og yfirmaður starfsmannamála, til hliðar en ásökunum um slæma stjórnarhætti er beint að henni. Úttekt var gerð á starfsháttum Stígamóta og niðurstaðan gerð opinber í vikunni: Að ekkert ami að starfsumhverfinu og Guðrún hafi tekið til starfa að nýju. „Ég náttúrulega vonaðist til þess og við allar - þessar níu konur - að þau myndu vinna þetta faglega og tala við okkur og fá okkar sjónarhorn. En núna hefur komið í ljós að það var ekki vilji fyrir því og því munum við hittast á morgun og ræða næstu skref," segir Helga og býst hún við að hinar konurnar muni nú deila reynslu sinni af Stígamótum en hingað til hafa þær ekki viljað ræða það við fjölmiðla. Helga segir Stígamót gerast sek um allt það sem þau gagnrýna meinta gerendur og aðstandendur þeirra fyrir. „Þannig að þetta er afhjúpandi fyrir stöðuna. Í staðinn fyrir að hlusta á brotaþola og reyna að gera betur, þá fer allt í vörn og sagt að allt sé svo fínt." Helga segist hafa fengið góð viðbrögð - og að margir virðist hafa sömu reynslu. „En svo er líka ákveðin þögn. Feministar þegja, Kvennahreyfingin þegir. En ég bjóst við meira skítkasti þannig að það er alla vega ánægjulegt." Tengdar fréttir Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50 Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi í starfi sínu. 27. júní 2017 15:22 Stígamótakonur stíga ekki fram Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna málsins. 29. júní 2017 07:00 Vonsvikin með rannsókn Stígamóta "Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jónsdóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. 22. júlí 2017 07:00 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Úttekt sem var gerð á starfsumhverfi í Stígamótum þykir sýna að traust, trúnaður og starfsánægja ríki meðal starfsfólks. Úttektin var gerð eftir að tíu konur stigu fram og sögðu einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum. Þær ætla að funda á morgun og íhuga næstu skref. Aldrei var sóst eftir að heyra þeirra hlið á málinu á meðan úttekt stóð yfir. Í síðasta mánuði skrifaði Helga Baldvins Bjargardóttir um starf sitt hjá Stígamótum á facebooksíðu sína. Hún lýsti skorti á fagmennsku og ofbeldisfullum viðbrögðum stjórnenda þegar hún leyfði sér að gagnrýna vinnubrögðin. Í kjölfarið stigu níu konur fram og sögðust hafa sambærilega reynslu af störfum hjá Stígamótum. Um leið steig Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta og yfirmaður starfsmannamála, til hliðar en ásökunum um slæma stjórnarhætti er beint að henni. Úttekt var gerð á starfsháttum Stígamóta og niðurstaðan gerð opinber í vikunni: Að ekkert ami að starfsumhverfinu og Guðrún hafi tekið til starfa að nýju. „Ég náttúrulega vonaðist til þess og við allar - þessar níu konur - að þau myndu vinna þetta faglega og tala við okkur og fá okkar sjónarhorn. En núna hefur komið í ljós að það var ekki vilji fyrir því og því munum við hittast á morgun og ræða næstu skref," segir Helga og býst hún við að hinar konurnar muni nú deila reynslu sinni af Stígamótum en hingað til hafa þær ekki viljað ræða það við fjölmiðla. Helga segir Stígamót gerast sek um allt það sem þau gagnrýna meinta gerendur og aðstandendur þeirra fyrir. „Þannig að þetta er afhjúpandi fyrir stöðuna. Í staðinn fyrir að hlusta á brotaþola og reyna að gera betur, þá fer allt í vörn og sagt að allt sé svo fínt." Helga segist hafa fengið góð viðbrögð - og að margir virðist hafa sömu reynslu. „En svo er líka ákveðin þögn. Feministar þegja, Kvennahreyfingin þegir. En ég bjóst við meira skítkasti þannig að það er alla vega ánægjulegt."
Tengdar fréttir Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50 Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi í starfi sínu. 27. júní 2017 15:22 Stígamótakonur stíga ekki fram Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna málsins. 29. júní 2017 07:00 Vonsvikin með rannsókn Stígamóta "Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jónsdóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. 22. júlí 2017 07:00 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50
Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi í starfi sínu. 27. júní 2017 15:22
Stígamótakonur stíga ekki fram Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna málsins. 29. júní 2017 07:00
Vonsvikin með rannsókn Stígamóta "Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jónsdóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. 22. júlí 2017 07:00