Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2017 20:00 Sigrún Dóra á fjögur börn á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Eldri börnin eiga föður í Noregi og búa því alfarið hjá henni en yngri börnin eiga föður í Reykjanesbæ sem þau eru hjá aðra hverja viku. Eftir að Sigrún missti íbúð sem hún leigði í Reykjanesbæ hefur hún fengið að gista hjá vinkonu sinni. „Börnin tvö eldri eru í Noregi hjá föður sínum til 4. ágúst. Yngri drengirnir eru hjá pabba sínum. Af því að hér get ég ekki verið með öll þessi börn," segir hún. Sigrún hefur sótt um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar í bænum. En það hefur ekki gengið vel. „Ég fékk að skoða eina íbúð og ég held ég hafi verið númer 67," segir hún en hún hefur miklar áhyggjur af því hvað hún eigi að gera þegar eldri börnin koma heim enda hafi þau í engin hús að venda. Yngri börnin hafi þó föðurfjölskylduna í Reykjanesbæ. „Ég gæti búið hvar sem er. í Kolbeinsey þess vegna. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um fjölskyldu. Þetta snýst um systkinahópinn og að hann fái að vera saman." Sigrún hefur ítrekað leitað til félagssmálayfirvalda en það er fátt um svör. Bent er á að margir séu í sömu stöðu og hún þurfi að finna íbúð sjálf. „Einu svörin, eða eina úrlausnin sem er boðið upp á, er að mér var bent á að það væri til fullt af góðum fósturforeldrum fyrir eldri börnin. Ókunnugt fóolk. Ég veit ekki hvort það hafi átt að skipta þeim upp eða hvað. Þetta voru svör barnaverndarnefndar. Félagsmálayfirvöld segja að það sé mögulega hægt að hjálpa mér með geymslu fyrir búslóðina eða bjóða mér rúm á gistiheimili, fyrir mig eina. Einnig að ég geti fengið aðstoð með tryggingu fyrir íbúð - en það er engar íbúðir að fá." Sigrún segist ekki þurfa fósturfjölskyldu fyrir börnin. Hún geti vel séð um börnin. Aftur á móti sé hún ekki í standi til að missa þau. „Ef ég missi börnin, þá er þetta búið," segir hún. Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum. 11. júlí 2017 18:45 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Sigrún Dóra á fjögur börn á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Eldri börnin eiga föður í Noregi og búa því alfarið hjá henni en yngri börnin eiga föður í Reykjanesbæ sem þau eru hjá aðra hverja viku. Eftir að Sigrún missti íbúð sem hún leigði í Reykjanesbæ hefur hún fengið að gista hjá vinkonu sinni. „Börnin tvö eldri eru í Noregi hjá föður sínum til 4. ágúst. Yngri drengirnir eru hjá pabba sínum. Af því að hér get ég ekki verið með öll þessi börn," segir hún. Sigrún hefur sótt um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar í bænum. En það hefur ekki gengið vel. „Ég fékk að skoða eina íbúð og ég held ég hafi verið númer 67," segir hún en hún hefur miklar áhyggjur af því hvað hún eigi að gera þegar eldri börnin koma heim enda hafi þau í engin hús að venda. Yngri börnin hafi þó föðurfjölskylduna í Reykjanesbæ. „Ég gæti búið hvar sem er. í Kolbeinsey þess vegna. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um fjölskyldu. Þetta snýst um systkinahópinn og að hann fái að vera saman." Sigrún hefur ítrekað leitað til félagssmálayfirvalda en það er fátt um svör. Bent er á að margir séu í sömu stöðu og hún þurfi að finna íbúð sjálf. „Einu svörin, eða eina úrlausnin sem er boðið upp á, er að mér var bent á að það væri til fullt af góðum fósturforeldrum fyrir eldri börnin. Ókunnugt fóolk. Ég veit ekki hvort það hafi átt að skipta þeim upp eða hvað. Þetta voru svör barnaverndarnefndar. Félagsmálayfirvöld segja að það sé mögulega hægt að hjálpa mér með geymslu fyrir búslóðina eða bjóða mér rúm á gistiheimili, fyrir mig eina. Einnig að ég geti fengið aðstoð með tryggingu fyrir íbúð - en það er engar íbúðir að fá." Sigrún segist ekki þurfa fósturfjölskyldu fyrir börnin. Hún geti vel séð um börnin. Aftur á móti sé hún ekki í standi til að missa þau. „Ef ég missi börnin, þá er þetta búið," segir hún.
Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum. 11. júlí 2017 18:45 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00
Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum. 11. júlí 2017 18:45
Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30