Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Íþróttadeild 365 skrifar 22. júlí 2017 18:09 Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Fanndísar í dag. Vísir/getty Íslenska liðið þurfti því miður að sætta sig við svekkjandi 1-2 tap gegn Sviss á EM í Hollandi í leik sem lauk rétt í þessu en eftir að hafa komist yfir náði Sviss að svara með tveimur mörkum. Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Íslands í dag að mati íþróttadeildar 365, kom Íslandi yfir en Lara Dickenmann sem var stálheppin að sleppa við rautt spjald jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Ramona Bachmann kom Sviss yfir í upphafi seinni hálfleiks og aftur átti Lara stóran þátt í markinu en Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var nálægt því að verja skotið. Þrátt fyrir nokkrar ágætis tilraunir náði íslenska liðið ekki að bæta við marki og lauk leiknum því með 2-1 sigri Sviss. Einkunnir íþróttadeildar 365 má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6 Var grátlega nálægt því að verja skotið í fyrra marki Sviss og gat lítið gert í því síðara þar sem varnarleikur íslenska liðsins molnaði algjörlega. Greip annars vel inn í og skilaði boltanum vel út úr teignum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 6 Átti furðulega erfitt með að koma frá sér boltanum oft á tíðum miðað við að það er einn hennar mesti styrkleiki. Náði ekki að hreinsa frá í aðdraganda seinna marks Sviss. Alltaf sterk í návígum og les leikinn óttrúlega vel. Varði úr dauðafæri í uppbótartíma.Sif Atladóttir, miðvörður 6 Lenti í basli með sterka sóknarlínu Svisslendinga og náði ekki að drottna jafnmikið yfir varnarlínunni og í síðasta leik. Var í leikmanninum sem lagði upp fyrra mark Sviss. Var frábær síðustu mínútur leiksins og átti tvö geggjuð hlaup til baka og kom í veg fyrir mark ásamt Guggu.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Var afar örugg á boltanum á sínum öðrum leik á stórmóti og sýndi mikla yfirvegun þegar hún var sett undir pressu. Eins og aðrir varnarmenn Íslands hefði hún átt að gera betur í öðru marki Sviss.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 5 Átti í miklu basli með að senda boltann á samherja og var heppin að fá ekki dæmt á sig víti. Eins og síðast kemur ekki mikið út úr henni í sóknarleiknum. Staðsetningar hennar í leiknum alls ekki góðar.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Fyrirliðinn hljóp og hljóp og reyndi að fara fyrir sínu liði. Missti boltann nokkrum sinnum illa en hljóp þá strax til baka og vann hann oftast aftur. Gekk ekki nógu vel að spila boltanum frá sér.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 5 Náði ekki að fylgja eftir frábærri EM-frumraun. Var á eftir í alla bolta í fyrri hálfleik og fylgdi ekki eftir markaskorara Sviss í fyrra markinu heldur hljóp út úr teignum. Reif sig verulega í gang í seinni hálfleik.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 4 Ekki besti leikur Skagakonunnar. Var oft langt frá sínum mönnum og átti í miklu basli með návígin. Margir sendingafeilar hjá henni í dag.Katrín Ásbjörnsdóttir, hægri kantmaður 6 Var besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Sú eina sem reyndi frá fyrstu mínútu að taka boltann niður, róa og koma honum í spil. Var öflug í pressunni og skilaði boltanum vel frá sér. Gerði lítið þær mínútur sem hún spilaði í seinni hálfleik.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Sást ekki framan af fyrri hálfleik en dúkkaði svo upp með fyrsta mark Íslands á mótinu. Hljóp úr sér lifur og lungu og átti gott skot eftir fínan einleik. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað með boltann þegar að hún fær hann.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Lagði upp mark Íslands með stórbrotinni sendingu og var nokkuð öflug í fyrri hálfleik þó hún hafi einstaka sinnum verið svolítið á eftir leikmönnum Sviss inn á miðjunni. Dró frekar mikið af henni í seinni hálfleik og þá kom ekki nógu mikið út úr henni í föstum leikatirðum.Varamenn:Agla María Albertsdóttir (Kom inn á fyrir Katrínu Ásbjörnsdóttur á 66. mínútu) 5 Var dugleg eftir að hún kom inn á en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.Hólmfríður Magnúsdóttir (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn til að fá meiri sóknarþunga á hægri kantinn í stað Gunnhildar, komst ekki í takt.Harpa Þorsteinsdóttir (Kom inn á fyrir Sigríði Láru Garðarsdóttur á 88. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn og fékk uppbótartímann til að ná að pota inn jöfnunarmarkinu, þurfti að sækja aftarlega á völlinn til að komast í hann. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Íslenska liðið þurfti því miður að sætta sig við svekkjandi 1-2 tap gegn Sviss á EM í Hollandi í leik sem lauk rétt í þessu en eftir að hafa komist yfir náði Sviss að svara með tveimur mörkum. Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Íslands í dag að mati íþróttadeildar 365, kom Íslandi yfir en Lara Dickenmann sem var stálheppin að sleppa við rautt spjald jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Ramona Bachmann kom Sviss yfir í upphafi seinni hálfleiks og aftur átti Lara stóran þátt í markinu en Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var nálægt því að verja skotið. Þrátt fyrir nokkrar ágætis tilraunir náði íslenska liðið ekki að bæta við marki og lauk leiknum því með 2-1 sigri Sviss. Einkunnir íþróttadeildar 365 má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6 Var grátlega nálægt því að verja skotið í fyrra marki Sviss og gat lítið gert í því síðara þar sem varnarleikur íslenska liðsins molnaði algjörlega. Greip annars vel inn í og skilaði boltanum vel út úr teignum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 6 Átti furðulega erfitt með að koma frá sér boltanum oft á tíðum miðað við að það er einn hennar mesti styrkleiki. Náði ekki að hreinsa frá í aðdraganda seinna marks Sviss. Alltaf sterk í návígum og les leikinn óttrúlega vel. Varði úr dauðafæri í uppbótartíma.Sif Atladóttir, miðvörður 6 Lenti í basli með sterka sóknarlínu Svisslendinga og náði ekki að drottna jafnmikið yfir varnarlínunni og í síðasta leik. Var í leikmanninum sem lagði upp fyrra mark Sviss. Var frábær síðustu mínútur leiksins og átti tvö geggjuð hlaup til baka og kom í veg fyrir mark ásamt Guggu.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Var afar örugg á boltanum á sínum öðrum leik á stórmóti og sýndi mikla yfirvegun þegar hún var sett undir pressu. Eins og aðrir varnarmenn Íslands hefði hún átt að gera betur í öðru marki Sviss.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 5 Átti í miklu basli með að senda boltann á samherja og var heppin að fá ekki dæmt á sig víti. Eins og síðast kemur ekki mikið út úr henni í sóknarleiknum. Staðsetningar hennar í leiknum alls ekki góðar.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Fyrirliðinn hljóp og hljóp og reyndi að fara fyrir sínu liði. Missti boltann nokkrum sinnum illa en hljóp þá strax til baka og vann hann oftast aftur. Gekk ekki nógu vel að spila boltanum frá sér.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 5 Náði ekki að fylgja eftir frábærri EM-frumraun. Var á eftir í alla bolta í fyrri hálfleik og fylgdi ekki eftir markaskorara Sviss í fyrra markinu heldur hljóp út úr teignum. Reif sig verulega í gang í seinni hálfleik.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 4 Ekki besti leikur Skagakonunnar. Var oft langt frá sínum mönnum og átti í miklu basli með návígin. Margir sendingafeilar hjá henni í dag.Katrín Ásbjörnsdóttir, hægri kantmaður 6 Var besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Sú eina sem reyndi frá fyrstu mínútu að taka boltann niður, róa og koma honum í spil. Var öflug í pressunni og skilaði boltanum vel frá sér. Gerði lítið þær mínútur sem hún spilaði í seinni hálfleik.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Sást ekki framan af fyrri hálfleik en dúkkaði svo upp með fyrsta mark Íslands á mótinu. Hljóp úr sér lifur og lungu og átti gott skot eftir fínan einleik. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað með boltann þegar að hún fær hann.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Lagði upp mark Íslands með stórbrotinni sendingu og var nokkuð öflug í fyrri hálfleik þó hún hafi einstaka sinnum verið svolítið á eftir leikmönnum Sviss inn á miðjunni. Dró frekar mikið af henni í seinni hálfleik og þá kom ekki nógu mikið út úr henni í föstum leikatirðum.Varamenn:Agla María Albertsdóttir (Kom inn á fyrir Katrínu Ásbjörnsdóttur á 66. mínútu) 5 Var dugleg eftir að hún kom inn á en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.Hólmfríður Magnúsdóttir (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn til að fá meiri sóknarþunga á hægri kantinn í stað Gunnhildar, komst ekki í takt.Harpa Þorsteinsdóttir (Kom inn á fyrir Sigríði Láru Garðarsdóttur á 88. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn og fékk uppbótartímann til að ná að pota inn jöfnunarmarkinu, þurfti að sækja aftarlega á völlinn til að komast í hann.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00
Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53